Hampiðjan heldur sigurgöngu sinni áfram, unnu báða leiki vetrarins, hausteikinn 2021 og vorleikinn 2022.
Sigurinn í vorleiknum getur þó ekki verið naumari en Hampiðjan vann með minnsta mun eða einu stigi. Kláruðu mótið svo sannarlega ekki með glæsibrag, náðu 8 stigum í lokaumferðinni á meðan Skúrinn náði 11. Með þessum árangri skutust Skúrverjar í 2. sætið þar sem þeir náðu fleiri tólfum en Team HG. Svo koma Team Getspakir einu stigi þar á eftir.
Annars má sjá lokastöðuna í leiknum og árangur liða hér
Húspotturinn stóð sig ágætlega, náði 5 X 11 réttum og fjölmörgum tíum sem einnig skiluðu vinningi, samtals vinningur kr. 43.400 sem er rúmlega 50% af kaupverði miða, eitthvað upp í kostnað. Vorum bara með einn leik rangan en kerfið hélt ekki.
Nú er getranaleikurinn kominn í sumarfrí en áhugasamir geta sent áfram inn raðir á netfangið getraunir@vestri.is eða í skilaboðum á Krissa eða Guðna. Stóri pottur verður einnig keyrður eitthvað áfram.
Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá, seðilinn má finna hér.
Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.
Deila