Frá því í október sl. hafa 8 leikmenn frá yngri flokkum BÍ/Bolungarvík sótt æfingar yngri landsliða KSÍ. Kynjaskiptingin er jöfn þ.e.a.s. 4 stelpur og 4 strákar. Þetta eru þau Friðrik Þórir Hjaltason, Viktor Júlíusson, Daníel Agnar Ásgeirsson, Gísli Rafnsson, Aldís Huld Höskuldsdóttir, Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir, Elín Ólöf Sveinsdóttir og Sigrún Gunndís Harðardóttir. Aldrei hefur jafn stór hópur leikmanna frá BÍ/Bolungarvík sótt æfingar áður hjá yngri landsliðum KSÍ.