Fréttir - Vestri

Jóhann Króknes Torfason heiðraður af ÍSÍ og KSÍ

Vestri | 25.02.2023
Jóhann Króknes Torfason tekur við heiðurskrossi ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, 2. varaforseta ÍSÍ.
Jóhann Króknes Torfason tekur við heiðurskrossi ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, 2. varaforseta ÍSÍ.

Laugardaginn 25. febrúar fór 77. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fram í íþróttahúsinu á Torfnesi, Ísafirði. Á þinginu var Jóhann Króknes Torfason sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ og síðan heiðurskrossi KSÍ í hófi sem haldið var um kvöldið.

Nánar

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022

Vestri | 18.01.2023
1 af 3

Sunnudaginn 8. janúar var Dagur Benediktsson útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 og Grétar Smári Samúelsson valinn efnilegastur. Þeir koma báðir frá Skíðafélagi Ísfirðinga.

Nánar

Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2022

Vestri | 18.01.2023
1 af 3

Sunnudaginn 8. janúar var Dagur Benediktsson útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022 og Grétar Smári Samúelsson valinn efnilegastur. Þeir koma báðir frá Skíðafélagi Ísfirðinga.

Nánar

Félagsgjöld Vestra

Vestri | 02.06.2022

Félagsgjöld hafa nú verið send út og berum við þá von í brjósti að sem flestir vilji vera félagar í Vestra og styðja starfið með þeim hætti. Rétt er að geta þess að allir sem einhvern tímann voru skráðir í þau félög sem seinna sameinuðust undir merkjum íþróttafélagsins Vestra urðu á sínum tíma sjálfkrafa félagsmenn í Vestra. Þeir sem ekki vilja vera félagsmenn geta sent póst á netfangið gjaldkeri@vestri.is eða sent skilaboð á Facebook-síðu félagsins (Vestri – íþróttafélag) og óskað eftir því að vera afskráðir. Hægt er að fela kröfuna í heimabankanum og hún fellur niður í nóvember en viðkomandi er eftir sem áður skráður í félagið nema hann afskrái sig eins og áður segir.  

Nánar

Aðalfundargögn

Vestri | 25.04.2022

Skýrslu stjórnar má finna hér

 

 

Nánar

Aðalfundur Vestra 25. apríl 2022

Vestri | 13.04.2022

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2022 verður haldinn mánudaginn 25. apríl nk. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Nánar

Viljayfirlýsing um byggingu íþróttahúss

Vestri | 18.03.2022

Á fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 18. mars var samþykkt tillaga bæjarráðs varðandi viljayfirlýsingu um samstarf Ísafjarðarbæjar og Íþróttafélagsins Vestra vegna byggingu íþróttahúss á Torfnesi á Ísafirði og bæjarstjóra jafnframt falið að vinna málið áfram með íþróttafélaginu. Með þessari samþykkt er stigið mikilvægt skref í þá átt að leita leiða til að byggja umrætt mannvirki og leysa úr brýnni þörf á bættri aðstöðu á Torfnesi.

Nánar

Hafsteinn Már Sigurðsson íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2021

Vestri | 17.01.2022

Hafsteinn Már leikmaður hjá blakdeild Vestra er íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2021. Efnilegasti íþróttamaður ársins 2021 er Sudario Eiður Carneiro hjá handknattleiksdeild Harðar. Vegna samkomutakmarkana fór útnefning þeirra fram við látlausa og fámenna athöfn föstudaginn 14. janúar.

Nánar

Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna

Vestri | 06.11.2021

Ísafjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna árið 2021. Styrkirnir eru til handa foreldrum barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Ísafjarðarbæ. 

Nánar

SYNDUM - LANDSÁTAK Í SUNDI 1.- 28. NÓVEMBER

Vestri | 28.10.2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess.

Nánar