Fréttir - Vestri

Allt íþróttastarf fellur niður

Vestri | 22.03.2020

Heilbrigðisráðuneyti og Mennta- og menningarmálaráðuneyti hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að hlé verði gert á öllu Íþrótta- og æskulýðsstarfi barna og ungmenna sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu, þar til takmörkun skólastarfs lýkur.

Nánar

Hlé á íþróttastarfi HSV

Vestri | 17.03.2020

HSV hefur tilkynnt að hlé verði gert á öllum æfingum leik-og grunnskólabarna til 23. mars nk. Þetta gildir fyrir öll félög innan HSV. Þetta er gert skv. tilmælum frá ÍSÍ og UMFÍ í þeim tilgangi að til að hefta útbreiðslu COVID-19. 

Nánar

Mateusz Klóska íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019

Vestri | 13.01.2020
Mateusz Klóska íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019.
Mateusz Klóska íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019.
1 af 4

Útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2019 fór fram sunnudaginn 29. janúar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Einnig var efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2019 útnefndur ásamt því að veittar voru viðurkenningar til þeirra iðkenda aðildarfélaga HSV sem hafa verið valdir til keppni fyrir Íslands hönd á vegum sinna sérsambanda á árinu 2019. Þá var veitt sérstök viðurkenning vegna framlags til lýðheilsumála.

Nánar

TILNEFNINGAR VESTRA TIL ÍÞRÓTTAMANNS ÁRSINS

Vestri | 20.12.2019

Deildir Vestra hafa nú tilnefnt íþróttamenn sína til útnefningar Ísafjarðarbæjar á íþróttamanni ársins 2019. Þetta eru íþróttamenn sem hafa þótt skara fram úr í sinni íþrótt en einnig er horft til framtíðar og því ávallt tilnefndir þeir íþróttamenn sem þykja efnilegastir hverju sinni. Ekki er einungis horft til hæfileika einstaklinga heldur einnig tekið tillit til ástundunar, metnaðar og félagslegra þátta. Hópur tilnefndra er glæsilegur og eru þeir verðugir fulltrúar félagsins í vali þessu. Útnefning Ísafjarðarbæjar á íþróttamanni ársins 2019 mun fara fram við hátíðlega athöfn 29. janúar 2020 kl. 16.00.

Eftirtaldir íþróttamenn Vestra eru tilnefndir:

Blak: Mateusz Klóska

Hjólreiðar: Heiða Jónsdóttir

Knattspyrna: Zoran Plazonic

Körfuknattleikur: Hugi Hallgrímsson

 

Efnilegust innan vébanda Vestra þykja:

Blak: Kári Eydal

Hjólreiðar: Embla Kleópatra Atladóttir

Knattspyrna: Þórður Gunnar Hafþórsson

Körfuknattleikur: Gréta Proppé Hjaltadóttir

Nánar

AÐALFUNDUR VESTRA 30. APRÍL 2019

Vestri | 29.04.2019

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2019 verður haldinn á morgun, þriðjudaginn 30. apríl. Fundurinn fer fram á Hótel Ísafirði og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn íþróttafélagins Vestra

Nánar

Aðalfundur Vestra verður haldinn 30. apríl 2019

Vestri | 16.04.2019

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2019 verður haldinn þriðjudaginn 30. apríl nk. Fundurinn fer fram á Hótel Ísafirði og hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, lagabreytingar og önnur mál. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn íþróttafélagins Vestra

Nánar

Afrekssjóður HSV styrkir unga afreksmenn

Vestri | 13.03.2019

Á dögunum var úthlutað styrkjum úr Afrekssjóði HSV og hlutu sjö ungir afreksmenn styrktarsamninga til eins árs, þar af fjórir frá íþróttafélaginu Vestra. Greiðir Afreksmannasjóður mánaðarlegan styrk til íþróttafólksins í eitt ár með það að markmiði að auka utanumhald og stefnumörkun á afrekssviði með áherslu á markmið og markvissan undirbúning þeirra iðkenda sem stefna að því að komast í fremstu röð. Einnig voru veittir styrkir til 11 iðkenda samvæmt því ferli sem áður hefur verið úthlutað eftir hjá Afrekssjóðnum.

Nánar

Getraunirnar í gang

Vestri | 14.09.2018

Starfið hefst í skúrnum við Húsið á morgun (15. sept).  Opið frá 11.00 - 13.00.

Nánar

Aðalfundur Vestra verður mánudaginn 7. maí

Vestri | 06.05.2018


Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2018 verður haldinn mánudaginn 7. maí. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf. Félagsmenn og aðrir sem koma að starfi félagsins eru hvattir til að mæta á fundinn.

Stjórn íþróttafélagins Vestra

 
Nánar

Yfirlýsing frá aðalstjórn Vestra

Vestri | 09.03.2018

Í kjölfarið á vakningu sem hefur orðið undir merkjum #metoo um ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar tekur íþróttafélagið Vestri heilshugar undir yfirlýsingu ÍSÍ sem fordæmir allt ofbeldi í starfi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi.

Nánar