Fréttir - Vestri

Albert Jónsson útnefndur Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017

Vestri | 22.01.2018
Albert Jónsson SFÍ, íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017
Albert Jónsson SFÍ, íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017
1 af 4

Útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2017 fór fram sunnudaginn 21. janúar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Einnig var efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 útnefndur ásamt því að veitt voru sérstök hvatningarverðlaun fyrir gott og gjöfult starf til íþróttamála í sveitarfélaginu. Það var gönguskíðakappinn Albert Jónsson frá Skíðafélagi Ísfirðinga sem var útnefndur sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Í umsögn um Albert segir að hann sé afburða íþróttamaður sem leggi mikið á sig fyrir íþrótt sína og uppskeri í samræmi við það. „Í skíðasamfélaginu er hann orðlagður fyrir einstaka samviskusemi og dugnað við æfingar. Hann setur sér háleit og krefjandi markmið og vinnur skipulega að því að ná þeim. Þessi eljusemi hefur nú skilað honum sæti í A-landsliði Íslands í skíðagöngu og á möguleika á að keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í febrúar.  Áhugi Alberts og æfingagleði  smitar út frá sér og bætir alla í kringum hann. Hann er óþreytandi við að aðstoða og hvetja áfram liðsfélaga sína í Skíðafélagi Ísfirðinga og reyndar skíðagöngufólk um allt land.“

Þeir íþróttamenn sem tilnefndir voru til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2017 auk Alberts eru eftirfarandi:

Auður Líf Benediktsdóttir Blakdeild Vestra

Axel Sveinsson Knattspyrnudeild Harðar

Daði Freyr Arnarsson Knattspyrnudeild Vestra

Daníel Wale Adeleye Handknattleiksdeild Harðar

Einar Torfi Torfason Glímudeild Harðar

 Kristín Þorsteinsdóttir Íþróttafélagið Ívar

Leifur Bremnes Skotíþróttafélag Ísafjarðarbæjar

Nebosja Knezevic Körfuknattleiksdeild Vestra

Stefán Óli Magnússon Golfklúbbi Ísafjarðar

Efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2017 var útnefndur Þórður Gunnar Hafþórsson knattspyrnumaður hjá Vestra. Í umsögn um Þórð segir að hann sé duglegur og hæfileikaríkur leikmaður sem átti fast sæti í meistarflokksliði Vestra í sumar aðeins 15 ára gamall. Hann var valinn í  úrtakshóp fyrir U17 ára landslið og síðar í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands. Þórður fór á árinu með U17 ára landsliðinu á Norðurlandamót þar sem hann spilaði sína fyrstu landsleiki og síðar í undankeppni EM þar sem hann spilaði einnig landsleiki. Í desember var hann enn valinn í U17 ára hópinn. 

Þeir íþróttamenn sem voru tilnefndir til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar auk Þórðar eru eftirfarandi:

Arnar Rafnsson Handknattleiksdeild Harðar

Ásgeir Óli Kristjánsson Golfklúbbi Ísafjarðar

Birkir Eydal Knattspyrnudeild Harðar

Dagur Benediktsson Skíðafélag Ísfirðinga

Hafsteinn Már Sigurðsson Blakdeild Vestra

Hilmir Hallgrímsson Körfuknattleiksdeild Vestra

Hörpu Grímsdóttur hlaut Hvatningarverðlaun fyrir gott og öflugt starf í þágu Blakdeildar Vestra og áður Blakfélaginu Skelli. Harpa hefur sinnt blakstarfinu af lífi og sál síðan hún flutti til Ísafjarðar fyrir 13 árum. Á þeim tíma hefur starfsemi félagsins vaxið og dafnað frá því að vera með tvö kvennalið í öldungarblaki í að vera með öflugt barna- og unglingastarf, lið í meistaraflokki bæði karla og kvenna í 1. deild Íslandsmóts ásamt heldri iðkendum í öldungablaki. Á síðustu árum hafa yngri flokkar félagsins unnið nokkra Íslandsmeistaratitla í sínum aldursflokkum og á síðasta ári varð meistaraflokkur karla deildarmeistarar í 1. deild og komust í undanúrslit í bikarkeppninni. Harpa komið að starfinu frá flestum hliðum, hefur meðal annars þjálfað ef ekki hefur fengist þjálfari. Er einnig mjög öflugur leikmaður og hefur endurtekið verið kjörinn besti leikmaður meistaraflokks kvenna. Harpa er nú formaður blakdeildar Vestra.

Ísafjarðarbær bauð til hófs þar sem útnefningar voru tilkynntar og viðurkenningar afhentar. Rúmlega 90 manns mættu og nutu glæsilegra kaffiveitinga í boði bæjarins.

Nánar

Aðalfundur Vestra 22. maí

Vestri | 12.05.2017

Aðalfundur íþróttafélagsins Vestra 2017 verður haldinn mánudaginn 22. maí. Fundurinn fer fram á Hótel Ísafirði og hefst kl. 20:00.

Nánar

Kristín Þorsteinsdóttir íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016

Vestri | 26.01.2017
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, Kristín Þorsteinsdóttir, ásamt Auði Líf Benediktsdóttur, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2016.
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016, Kristín Þorsteinsdóttir, ásamt Auði Líf Benediktsdóttur, efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2016.
1 af 4

Útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2016 fór fram sunnudaginn 22. janúar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þar var sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá íþróttafélaginu Ívari útnefnd sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og er þetta fjórða árið í röð sem Kristín hampar titlinum. Hefur hún verið ein öflugasta sundkona landsins um árabil og er ein af fimm bestu sundkonum heims í sínum flokki.

Aðrir sem hlutu tilnefningu til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2016 voru:

  • Albert Jónsson, Skíðafélag Ísfirðinga
  • Anton Helgi Guðjónsson, Golfklúbbur Ísafjarðar
  • Daniel Osafu-Badu, knattspyrnudeild Vestra
  • Haraldur Hannesson, knattspyrnudeild Harðar
  • Jens Ingvar Gíslason, handboltadeild Harðar
  • Nebojsa Knezevic, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Tihomir Paunovski, blakdeild Vestra
  • Valur Richter, Skotíþróttafélag Ísafjarðar

 

Við sama tækifæri var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Auður Líf Benediktsdóttir frá blakdeild Vestra hlaut þann titil en hún hefur æft og spilað íþróttina frá 7 ára aldri og oft hampað Íslandsmeistaratitlum með liði sínu í yngri flokkum. Hún er lykilleikmaður með meistaraflokki Vestra í blaki og var á árinu 2016 valin í U17 landsliðið í blaki auk þess sem hún keppti í strandblaki á Möltu síðasta sumar með góðum árangri.

Aðrir sem hlutu tilnefningu sem efnilegast íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 voru:

  • Ásgeir Óli Kristjánsson, Golfklúbbur Ísafjarðar
  • Jón Ómar Gíslason, handboltadeild Harðar
  • Nökkvi Harðarson, körfuknattleiksdeild Vestra
  • Sigurður Hannesson, Skíðafélag Ísfirðinga
  • Þráinn Ágústs Arnaldsson, knattspyrnudeild Vestra

 

Þá fengu Körfuboltabúðir Vestra sérstök hvatningarverðlaun en þær hafa verið starfræktar frá árinu 2009, fyrst undir nafni KFÍ en eftir sameiningu íþróttafélaga árið 2016 undir nafni Vestra. Mikill metnaður hefur verið lagður í faglegt og gott starf sem hefur skilað sér í fjölda þátttakenda víða af landinu og komast jafnan færri að en vilja. 

Nánar

Afhending á Vestragöllunum

Vestri | 09.12.2016

Jói í Jako kemur vestur þriðjudaginn 13. desember og afhendir galla. Einnig kemur hann til með að taka á móti fleiri pöntunum sem hann getur líklega afhent fyrir jól.

Afhending í Vallarhúsi á Torfnesi kl. 17.00-20.00.

Nánar

Getraunaleikurinn heldur áfram - Enn er tækifæri að vera með

Vestri | 02.12.2016
Til mikils að vinna í leiknum
Til mikils að vinna í leiknum

Mjög vel tókst til síðasta laugardag,  góð mæting og fín stemmning.  

 

Enn er hægt fyrir áhugasama að bætast í hópinn, keppa um þessa glæsilegu vinninga og styðja við félagið í leiðinni.

Nánar

Mátun og sala íþróttagalla fyrir Vestra

Vestri | 21.11.2016

Mánudaginn 21. nóvember 2016, frá klukkan 16-20, fer fram mátun og sala á æfingagöllum og öðrum íþróttabúnaði fyrir Íþróttafélagið Vestra. Mátunin fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi. Vörurnar eru frá Jako og spanna allt frá sokkum yfir í heila æfingagalla.

Nánar

Getraunaleikur Vestra veturinn 2016-2017

Vestri | 16.11.2016
Það eru glæsileg verðlaun í boði í Getraunaleik Vestra!
Það eru glæsileg verðlaun í boði í Getraunaleik Vestra!

Föstudaginn 18. nóvember kl. 20:30 ætlum við að hittast í Skúrnum við Húsið og setja formlega af stað getraunaleik Vestra veturinn 2016/17.

Nánar

Vestri gefur Vestra vestri.is

Vestri | 26.09.2016
Hjalti ásamt Hermanni Vestra
Hjalti ásamt Hermanni Vestra

Mikilvægt er fyrir alla aðila sem hyggjast halda úti vefsíðum að eiga góð lén. Þegar íþróttafélagið Vestri var stofnað kom í ljós að lénið vestri.is var þegar í notkun og hafði verið um langt skeið.

Nánar

Vefsíða Vestra formlega opnuð

Vestri | 26.09.2016
Merki Íþróttafélagsins Vestra
Merki Íþróttafélagsins Vestra

Ný vefsíða íþróttafélagsins Vestra hefur nú verið formlega opnuð undir léninu vestri.is.

Nánar

Framtíðarbúningur Vestra valinn

Vestri | 25.04.2016
Búningur Vestra
Búningur Vestra

Nú liggja niðurstöður búningakosningarinnar fyrir. Búningur nr. 1 hlaut 51% atkvæða, nr. 2 (blái og hvíti) 40% og nr. 3 (blái og svarti) 9%.

Þetta er því framtíðarbúningur Vestra.

Nánar