Fréttir - Blak

Þrjú lið frá félaginu taka þátt í 2.Stigamót BLÍ í strandblaki á Þingeyri á laugardaginn

Blak | 02.07.2010

2. Stigamót BLÍ í strandblaki verður haldið á Þingeyri laugardaginn 3.júlí.
Mótið hefst kl 9 á laugardags morgni og verður reynt að keyra það í gegn á einum degi, en sunnudagurinn er hafður til vara ef það ekki næst. 
Tvö kvennalið og eitt karlalið frá Skelli taka þátt í mótinu í ár, en alls hafa 13 kvennalið og 7 karlalið skráð sig til leiks.
Við hvetjum alla til að kíkja á Dýrafjarðardaga um helgina og horfa á strandblakið, en á mótinu keppa bestu strandblakarar landsins.

Nánar

Fjöruhreinsun hjá öllum flokkum laugardaginn 26.júní

Blak | 24.06.2010  

Fjöruhreinsun hjá öllum flokkum laugardaginn 26.júní

 

Mæting hjá bæði fullorðnum og börnum við Íþróttahúsið á Torfnesi kl.13:30

 

Hreinsuð verður fjaran frá bensínstöðinni og út að Skarfaskeri í Hnífsdal.

 

Krakkablakið á Suðureyri sér síðan um að hreinsa hálfa fjöruna á Flateyri.

 

Þetta er fjáröflun sem krakkarnir í blakinu geta séð um sjálf án aðstoðar foreldra sinna og mikilvægt að allir sem mögulega komist mæti. Þetta er mikilvæg fjáröflun fyrir íslandsmótin.

Stjórn og barna og unglingaráð félagsins.

Nánar

Fjöldi þátttakenda í Kvennahlaupinu svipaður og í fyrra

Blak | 19.06.2010 Alls tóku hátt á  þriðja hundruð konur þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ í ár og er það svipuð þátttaka og á síðasta ári.
Konur frá hinum ýmsu stöðum á landinu og einnig frá hinum ýmsu heimshlutum m.a. frá Kamerún tóku þátt í hlaupinu á Ísafirði í ár. Guðný Stefanía sá um upphitun og kunnum við henni bestu þakkir fyrir.
Siðustu ár hefur verið gott veður þegar hlaupið fer fram og svo var einnig nú, og var hitastigið 15°
Í forskráningu í gær á Silfurtorginu komu þrír Hollendingar og voru svo hrifnir af litunum á bolunum að þeir skráðu sig í hlaupið og keyptu boli, fannst nú bara ekkert mál þó það stæði kvennahlaup á þeim, þeir mættu hins vegar ekki í hlaupið í dag. Að auki keypti íslenskur veitingamaður bol og ætlaði að klæðast honum í dag til að styðja okkur konur á þessum degi.
Við viljum þakka Versluninni Jón og Gunnu, versluninni á Hlíf og skrifstofu Sjóvá fyrir að sjá um forskráningu fyrir okkur og bestu þakkir fær Ísinn fyrir að færa okkur fullt kar af ís til að kæla drykkina :)

Hægt er að skoða fleiri myndir frá hlaupinu á myndasíðu félagsins.


Nánar

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Ísafirði

Blak | 16.06.2010

Kvennahlaup ÍSÍ fer fram laugardaginn 19.júní, Blakfélagið Skellur er eins og undanfarin ár umsjónaraðili Kvannahlaupsins á Ísafirði.
Hlaupið verður frá Íþróttahúsinu Torfnesi kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km.
Frítt í allar sundlaugar í Ísafjarðarbæ að loknu hlaupi.
Forskráning er í versluninni Jóni og Gunnu, á skrifstofu Sjóvá og í versluninni Hlíf.
Föstudaginn 18.júní frá kl.16:00-18:00 munum við vera með forskráningu á Silfurtorgi ef veður leyfir en annars í Verslunarmiðstöðinni Neista.

Nánar

Markmiðum náð á Mosöld :-)

Blak | 21.05.2010 Öldungamótið í Mosfellsbæ var haldið síðastliðna helgi og var hið stærsta frá upphafi með yfir 120 liðum. Blakfélagið Skellur sendi eitt kvenna- og eitt karlalið á mótið og er skemmst frá því að segja að bæði lið náðu því markmiði sínu að halda sér í deildinni.  Nánar

Krakkablak - Slútt á Þingeyri

Blak | 21.05.2010

Krakkablakinu verður slúttað á Þingeyri næstkomandi mánudag þann 24. maí sem er annar í Hvítasunnu. Við stefnum á að fara í strandblak, grilla og skella okkur síðan í sund. Frá Ísafirði förum við á einkabílum og hittumst fyrir utan íþróttahúsið á Torfnesi klukkan 10:30. Þorgerður verður í sambandi við krakkana á Suðureyri.  Þetta verður góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, en það verður örugglega pláss í bílum fyrir börn þótt foreldrar komist ekki. Ekki þarf að borga neitt fyrir slúttið, en þeir sem ekki hafa greitt æfingagjöld eru beðnir um að gera það.

 

Fullorðnir blakarar eru líka hvattir til að mæta. Það væri hægt að taka fullorðins-leiki þegar krakkarnir eru búnir.

Nánar

Öldungamótið að bresta á

Blak | 10.05.2010

Tvö lið frá Skelli fara að þessu sinni á öldungamótið í Mosfellsbæ, eitt kvennalið og eitt karlalið. Þetta er stærsta mótið hingað til með um 120 liðum. Liðin okkar gista í einbýlishúsi í Mosfellsbæ, konurnar á efri hæðinni og karlarnir á þeirri neðri. Í húsinu er borðtennisborð, píluspjald og ljósabekkur! þ.a. ef einhver tími gefst utan við blakið verður nóg við að vera.

 

Karlaliðið varð í öðru sæti í 5. deild í fyrra og vann sig upp í 4. deild. Hjá körlunum eru samtals sex deildir. Kvennaliðið sigraði 6. deild í fyrra og spilar því í 5. deild í ár, en hjá konunum eru samtals tíu deildir á þessu móti. Markmiðið hjá báðum liðum verður að halda sér í deildinni og allt fyrir ofan það yrði ánægjuleg viðbót.

 

Öldungamótið markar lok hefðbundna blaktímabilsins hjá Skelli, en vestfirskir blakarar verða örugglega duglegir í strandblakinu í sumar.

Nánar

Krakkablak, síðasta æfingin í dag

Blak | 10.05.2010 Síðasta æfingin á þessari önn verður í dag, mánudaginn 10. maí.  Í næstu viku verður slútt og er stefnt á að hafa það á strandblakvellinum á Þingeyri. Það er komin ágætis hefð fyrir því og krakkarnir eru mjög spenntir. Við reiknum með að fara með einkabílum, spila svolítið strandblak, grilla og fara jafnvel í sund. Við ætlum aðeins að sjá veðurspána áður en endanleg dagsetning verður ákveðin.
kveðja, þjálfarar Nánar

Mistök í útreikningum hjá Blí - stelpurnar okkar fá silfur

Blak | 20.04.2010 Gerð voru mistök við útreikning á samanlögðum stigum frá mótunum tveimur í 4. flokki stúlkna B-liða. Skellur voru sagðar hafa lent í 1. sæti samtals og tóku á móti gullpeningum, en hið rétta er að þær lentu í öðru sæti og áttu að fá silfur. Mótsstjóri hefur tilkynnt þetta og beðist afsökunar á mistökunum.
Bikararnir urðu því tveir en ekki þrír, og Skellur 1 í 5.flokki eru fyrstu og einu Íslandsmeistarar Skells í yngri flokkum.

Árangurinn samt glæsilegur!
Nánar

Skellur heim með þrjá bikara af fyrsta Íslandsmótinu sínu!

Blak | 19.04.2010

Krakkarnir í blakfélaginu Skelli tóku þátt í seinni hluta Íslandsmótsins í blaki yngri flokka um helgina. Skellur sendu fjögur lið; þrjú í 5. flokki og eitt lið í 4. flokki og er þetta fyrsta heila Íslandsmótið sem Skellur tekur þátt í. Í krakkablaki er spilað mismunandi stig af blaki eftir getu og á Íslandsmótinu er spilað í mismunandi deildum eftir því hvaða stig krakkarnir spila. Hér fyrir neðan er sagt frá hverju liði fyrir sig í örfáum orðum:

 

Skellur 1 í 5. flokki: Liðið spilaði 3. stig á mótinu í haust og 4. stig á þessu móti. Óhætt er að segja að þessir krakkar séu farnir að spila fallegt blak. Í þeirra deild voru 12 lið og spilað í tveimur riðlum. Á mótinu í haust unnu þau alla leiki í sínum riðli og töpuðu naumlega úrslitaleik 2-1 við Aftureldingu sem var efsta liðið í hinum riðlinum. Á þessu móti fór riðlakeppnin á sama hátt, Skellur og Afturelding unnu hvort sinn riðilinn og aftur var leikinn úrslitaleikur í lok mótsins. Nú mættu krakkarnir í Skelli gríðarlega einbeitt til leiks og aldrei var spurning hvoru megin sigurinn lenti. Leikurinn vannst 2-0 og Skellur hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í sinni deild. Það vakti mikla athygli að félagið skyldi ná gulli á fyrsta Íslandsmótinu sínu.  Í liðinu voru: Bjarni Pétur, Auður Líf, Ívar Tumi, Birkir og Daði. Fjögur þeirra eru í raun í 6. flokki og eru því að spila upp fyrir sig. Þetta lið mun því spila í deild með A-liðum á næsta ári enda hafa þau sýnt og sannað að þau eiga fullt erindi í það.

Nánar