Blak | 03.01.2011
Blakfélagið Skellur óskar öllum gleðilegs nýs árs, þökkum iðkendum og foreldrum fyrir skemmtilegt og árangursríkt starf á liðnu ári.
Nánar
Blak | 10.12.2010
Síðasta æfingin með Jamie áður en hún fer í jólafrí verður sunnudaginn 12.desember.
Við ætlum þó að bjóða upp á léttar spilæfingar í desember á eftirfarandi dögum:
þriðjudaginn 14. - fimmtudaginn 16. - þriðjudaginn 21. - Þriðjudaginn 28. og fimmtudaginn 30.desember.
Fyrsta æfing á nýju ári verður svo þriðjudaginn 4.janúar.
Nánar
Blak | 08.12.2010
Núna er síðasta vikan fyrir jólafrí í krakkablakinu á Ísafirði.
Síðustu æfingar fyrir jól verða föstudaginn 10. desember . Æfingar byrja svo aftur eftir jólafrí mánudaginn 10.janúar.
Á Suðureyri var síðasti tíminn fyrir jólafrí í dag og æfingar hefjast svo aftur mánudaginn 10.janúar
Nánar
Blak | 08.12.2010
Jólamót Skells í blaki, Hurðarskellur, var haldið síðasta laugardag. Um morguninn spiluðu yngri flokkarnir og fullorðnir eftir hádegi, alls tóku um 80 blakarar þátt í mótinu.
Í yngri flokkum kepptu 14 lið sem fengu nöfn jólasveinanna og Grýlu. Liðin komu frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir stóðu sig frábærlega.
Nánar
Blak | 02.12.2010
Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 4. desember. Frá kl. 9:30-12:30 verður keppt í krakkablaki, en keppni hjá fullorðnum hefst kl.11:30. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.
Í yngri flokkunum keppa 15 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði.
Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl eftir mótið einnig fá allir krakkarnir sem taka þátt glaðning í mótslok :)
Nánar
Blak | 01.12.2010
Yngri flokkar Skells munu halda kökubasar í Neista föstudaginn 3.desember kl.15:00.
Basarinn er fjáröflun fyrir seinni hluta Íslandsmótins í blaki sem haldið verður í vetur.
Nánari upplýsingar fyrir foreldra er að finna á krakkablakssíðunni undir tilkynningar.
Nánar
Blak | 23.11.2010
Hurðaskellur - árlegt jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 4. desember n.k.. Frá kl. 9:30-12:30 verður keppt í krakkablaki, en síðan taka fullorðnir við. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.
Í yngri flokkunum keppa lið frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri.
Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl eftir mótið einnig fá allir krakkarnir sem taka þátt glaðning í mótslok :)
Í fullorðinsflokki verður dregið í lið og er öllum sem eitthvað hafa komið nálægt blaki frjálst að skrá sig, hvort sem þeir hafa æft blak með Skelli eða ekki. Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 25. nóvember, og skráning er á netfangið
dolla@snerpa.isMótsgjald er kr. 1000 og er boðið upp á hressingu milli leikja.
Frekari upplýsingar um mótið, leikjaplan o.fl. verða settar inn á heimasíðuna fljótlega.
Nánar
Blak | 11.11.2010
24 krakka hópur fór frá Skelli á fyrri hluta Íslandsmótsins sem haldið var á Akureyri helgina 6.-7. nóvember. Farið var með rútu og víst var leiðin norður löng en bíómyndir styttu ferðina. Hópurinn gisti í skólastofum í Brekkuskóla og klukkan 8 á laugardagsmorgni byrjuðu fyrstu leikir. Í stuttu máli sagt stóðu krakkarnir sig frábærlega á mótinu öll sem eitt. Öll liðin 6 unnu einhverja leiki og eitt þeirra er í öðru sæti í sinni deild eftir mótið og annað í þriðja sæti. Hér að neðan verður farið stuttlega yfir hvert lið, en úrslit leikja og stöðu í deildum má sjá á síðunni www.krakkablak.bli.is.
Nánar
Blak | 07.11.2010
Myndir frá mótinu um síðustu helgi hafa verið settar inn á myndasíðuna. Myndir þessar voru teknar af Þorgerði Karlsdóttur og Halldóri Sveinbjörnssyni, og viljum við sérstaklega þakka honum fyrir að kíkja á mótið og taka þessar fínu myndir og eins fyrir afnotin af myndunum.
Nánar
Blak | 03.11.2010
Skellur fer með sex lið á Íslandsmót yngri flokka á Akureyri um næstu helgi.
Farið verður með rútu á föstudaginn og hafa allar upplýsingar um ferðina og liðin verið settar inn á krakkablaksíðuna undir tilkynningar: http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/
Hægt verður að fylgjast með mótinu á heimasíðu krakkablaksins www.krakkablak.bli.is
Nánar