Fréttir - Blak

Breytt dagsetning Íslandsmóts og breyting æfingatíma yngri flokka á Ísafirði

Blak | 05.10.2011 Íslandsmótið fyrir 4.-5. flokk sem vera átti 4.-6. nóvember verður 11.-13. nóvember í staðinn. Mótið er í Neskaupstað.

Miðvikudagsæfingar yngri flokka á Ísafirði hafa verið færðar yfir á föstudaga kl. 15-16. Þetta tekur gildi 3. október og er í kjölfar breyttrar töflu í Torfnesi eftir að fótboltinn kemur inn. Nánar

Ferð á Patró og áskorendaleikur

Blak | 20.09.2011 Frændur okkar Tálknfirðingar hafa tekið frá íþróttahúsið á Patreksfirði laugardaginn 1. október. Þeir ná líklega að búa til a.m.k. tvö karlalið úr leikmönnum frá Tálknafirði, Bíldudal og hugsanlega Patreksfirði. Kvennalið Tálknfirðinga er líka klárt. Vonandi tekst okkur í Skelli að búa til eitt kvenna- og eitt karlalið og skella okkur í heimsókn suðureftir.

Til viðbótar við þetta hafa handknattleiksdrengir Harðar í 2. flokki hafa skorað á meistaraflokka Skells í blak. Leikirnir verða á æfingu í kvöld, þriðjudaginn 20. sept. Nánar

Íslandsmót á haustönn hjá yngri flokkum

Blak | 18.09.2011 Íslandsmótin í haust verða sem hér segir:

4. og 5. flokkur:
Neskaupstaður, 4.-6. nóvember
Þetta er 4.-8. bekkur

3. flokkur:
Mosfellsbær 25.-27. nóvember
Þetta er 9. og 10. bekkur
Einnig verður keppt í 2. flokki en Skellur er ekki með lið þar.

Mikilvægt er að krakkarnir geti látið vita sem fyrst hvort þau verði með. Einnig þarf að hefja undirbúning fjáraflana. Nánar

Þjálfarar í vetur

Blak | 07.09.2011 Nánar

Tímarnir í húsunum

Blak | 04.09.2011 Þá eru tímarnir í húsunum komnir og æfingar hefjast í þessari viku.  Æfingar verða sem hér segir í september hjá yngri flokkunum:

5. 6. og 7. bekkur: 

Miðvikudagar kl. 15-16 í Torfnesi. 
Fimmtudagar kl. 16-16:50 við Austurveg (litla hús)

8. 9. og 10. bekkur:

Þriðjudagar kl. 16:50 við Austurveg (litla hús)
Miðvikudagar kl. 15-16 í Torfnesi

Æfingatímarnir gætu breyst eftir septembermánuð - einkum tímar í Torfnesi.
Til viðbótar við þessa tíma stendur þeim krökkum sem eru áhugasöm og dugleg að mæta á sínar æfingar til boða að mæta með fullorðnum á sunnudögum kl. 15:40-17:00 í Torfnesi. Æfingagjöld eru óbreytt frá því í fyrra, kr. 2000 á mánuði.
Æfingar meistaraflokks verða eins og áður:

Sunnudagar kl. 15:40-17:00
Þriðjudagar kl. 21:00-22:40
Fimmtudagar kl. 19:40-21:20 Nánar

Vetrarstarfið að byrja

Blak | 31.08.2011 Þá er haustið að skella á og blakið að hrökkva í gang. Við gerum ráð fyrir því að byrja yngriflokka starfið á mánudaginn 5. september. Við erum ekki enn búin að fá úthlutað tímum frá HSV í íþróttahúsunum, en upplýsingar um tímana verða settar inn um leið og þær berast. Við munum bjóða upp á blak fyrir iðkendur í 5.-10. bekk tvisvar í viku. Blak fyrir 1.-4. bekk verður inni í íþróttaskólanum.

Fyrsta æfingin hjá meistaraflokki verður á fimmtudaginn 1. september kl. 19:40. Nánar

Kvennahlaupið á laugardaginn 4. maí

Blak | 31.05.2011

Blakfélagið Skellur skipuleggur kvennahlaupið á Ísafirði í ár eins og síðustu ár. Hlaupið fer fram laugardaginn 4. júní kl. 13:00. Þessi tímasetning gefur ísfirskum konum færi á að fara í siglingu áður. Hlaupið verður frá íþróttahúsinu á Torfnesi og vegalengdir í boði eru 3, 5 og 7 km. Forskráning fer fram í Sjóvá, versluninni Jón og Gunnu og í búðinni á Hlíf. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Skráningargjald er það sama og í fyrra eða kr. 1250 og bolirnir í ár eru fallega bláir. Eftir hlaupið er boðið upp á kristal. Frítt verður í sund fyrir allar konur eftir hlaupið í öllum þeim sundlaugum Ísafjarðarbæjar sem opnar eru þennan dag.

 

Allar konur eru hvattar til að taka þátt í hlaupinu og tekið er fram að ekki þarf að hlaupa, heldur má líka ganga.

Nánar

Fjöruhreinsun á sunnudag 29. maí kl. 11

Blak | 28.05.2011 Fjöruhreinsunin verður sunnudaginn 29. maí kl. 11. Fullorðnir blakarar mæti við N1 og krakkar og foreldrar við Bónus. Ætlast er til þess að krakkar í 4. og 5. flokki mæti og gott ef foreldrar komast með.

Við þurfum að vinna þetta á fjöru og það gefst ekkert tækifæri á virkum dögum í næstu viku. Þess vegna reynum við að klára þetta og verðum að vona að veðrið verði ekki mjög slæmt. Nánar

Veðrið setur strik í reikninginn

Blak | 20.05.2011 Slúttið í krakkablakinu verður í íþróttahúsinu á Suðureyri milli 11 og 13 á morgun, laugardag. Ekki viðrar til útivistar í Raggagarði. Foreldrar og krakkar þurfa að muna að koma með innanhússskó og vera tilbúin í blak og leiki.

Fjöruhreinsunin verður við fyrsta tækifæri þegar snjóa leysir. Nánar