Blak | 17.04.2012
Blakfélagið Skellur gerði góða ferð á seinni hluta Íslandsmóts yngri flokka í blaki sem haldið var í Kópavogi 14.-15. apríl. Skellur mætti með 6 lið til leiks og hafa aldrei áður verið svo mörg lið á vegum Skells á Íslandsmóti. Skellur 1 í 5. flokki varði Íslandsmeistaratitil sinn með því að vinna alla leiki á þessu móti 2-0. Liðið var í 2. sæti á eftir Aftureldingu eftir fyrri umferðina. Skellur C varð í 2. sæti í deild C-liða eftir að tapa úrslitaleik á móti Dímon frá Hvolsvelli. 4. flokks lið Skells krækti sér í 3. sæti í deild A-liða pilta. Nánari hugleiðingar um árangur hvers liðs er hér að neðan.
Nánar
Blak | 11.04.2012
Yngri flokkar Skells fara á seinni hluta Íslandsmótsins í blaki sem haldið verður í Kórnum í Kópavogi dagana 14. og 15. apríl. Alls fara 6 lið á vegum Skells sem er metþátttaka.
Hérna koma upplýsingar um ferðina:
Nánar
Blak | 27.03.2012
Lokaumferð og úrslitamót Íslandsmótsins í 3. deild kvenna fór fram um síðustu helgi á Álftanesi. Lið Skells náði þeim góða árangri að komast í undanúrslit 3. deildar. Í undanúrslitaleiknum mætti Skellur feiknasterku liði Álftaness sem vann sanngjarnan sigur. Í leiknum um 3. sæti mætti Skellur liði Bresa frá Akranesi og sá leikur var spennandi og gat farið á hvorn veginn sem var. Skellur töpuðu leiknum og enduðu því í 4. sæti 3. deildar, sem verður að teljast mjög góður árangur. 3. deildin hefur styrkst mikið á undanförnum árum og í vetur var einnig spilað í 4. deild Íslandsmótsins og verður stofnuð 5. deild næsta vetur.
Nánar
Blak | 27.03.2012
Aðalfundur blakfélagsins Skells var haldinn þann 18. mars síðastliðinn. Þar bar helst til tíðinda að Sigurður Jón Hreinsson var kosinn formaður og tók við af Hörpu Grímsdóttur. Skýrslu fráfarandi formanns fyrir síðasta ár má sjá hér að neðan.
Nánar
Blak | 07.03.2012
Blakarar og blak-krakkaforeldrar í Ísafjarðarbæ athugið
Aðalfundurfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn sunnudaginn 18 mars 2012 kl. 17.30
í salnum á efri hæð Íþróttahússins á Torfnesi
Dagskrá fundarins:
• Hefðbundin aðalfundarstörf
o skýrslur stjórnar
o kosning í stjórn
o kosning í krakkablaksráð
• Önnur mál
Foreldrar og félagar eru hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
Nánar
Blak | 06.01.2012
Blakfélagið Skellur óskar iðkendum sínum og velunnurum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir það liðna.
Blakæfingar eru nú komnar í fullan gang skv. áætlun. Fyrsta yngri flokka æfingin er í dag, föstudag kl. 15:00 í íþróttahúsinu Torfnesi. Sjá má á æfingatöflunni hvenær æfingar eru.
Nánar
Blak | 21.12.2011
Yngri flokkarJólamót Skells fyrir yngri flokka var haldið sunnudaginn 18. desember. Það tókst í alla staði mjög vel og vonandi hafa allir farið ánægðir heim. Rúmlega 60 þátttakendur voru á mótinu frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. Börnin í boltaskóla HSV hafa verið í blaki síðustu vikur og mættu þau einnig á mótið.
Elstu krakkarnir (3. og 4. flokkur) byrjuðu og kepptu þar tvö lið frá Höfrungi og tvö frá Skelli. Þingeyrarliðin kepptu við Skellsliðin og vann Stekkjastaur, A-lið Höfrungs, allar sínar hrinur - enda öflugir krakkar og miklir íþróttamenn. Í stað þess að láta Höfrung keppa innbyrðis og Skell innbyrðis var ákveðið að draga í blönduð lið fyrir síðasta leikinn.
Í 5. flokki kepptu þrjú lið frá Skelli, eitt frá Suðureyri og tvö frá Ísafirði. Þau kepptu undir nöfnum Pottaskefils, Skyrgáms og Hurðaskellis. Allir leikirnir voru jafnir og spennandi en Hurðaskellir hlaut flest stig.
Einn leikur var spilaður í 3. stigi á milli Höfrungs og Skells.
Krakkarnir í 1.- 4. bekk hjá íþróttaskóla HSV spiluðu krakkablak á 1. og 2. stigi við yngri krakkana frá Þingeyri og líka innbyrðis. Það var frábært að sjá hvað krakkarnir í íþróttaskólanum eru búnir að ná góðum tökum á krakkablaki á stuttum tíma. Og það er stórkostlegt blakstarf sem fer fram á Þingeyri undir stjórn Guðrúnar Snæbjargar.
Í lok mótsins fengu allir krakkarnir húfur merktar blakfélögunum.
Fullorðnir:
Jólamót fullorðinna var haldið fimmtudagskvöldið 15. desember og var keppt í 4-5 manna liðum. Liðin voru 5 talsins og var spilað á tíma í þetta sinn. Hver leikur var tvisvar sinnum 12 mínútur. Það lið sem skoraði flest stig í heildina sigraði. Mótið var sérlega jafnt og munaði bara örfáum stigum á liðunum. Baráttan var mikil og ekki alltaf að sjá á að um innanfélagsjólamót væri að ræða - enda á alltaf að taka á því þegar blak er spilað :-) Liðið Gáttaþefur sigraði.
Nánar
Blak | 17.12.2011
Sunnudaginn 18. desember verður jólamót Skells haldið. Mótið er fyrir alla krakka sem æfa blak hjá Skelli bæði á Suðureyri og Ísafirði og einnig mun Höfrungur frá Þingeyri mæta á mótið. Þar að auki koma krakkarnir úr íþróttaskóla HSV en þau hafa einmitt verið í blaki í boltaskólanum síðustu vikurnar.
Krakkarnir eru beðnir um að mæta sem hér segir:
Þau sem eru í 3. og 4. flokki eiga að vera mætt inn í sal í fötunum kl. 11
Þau sem eru í 5. flokki eiga að mæta kl. 12
Krakkar í 3. og 4. bekk í íþróttaskólanum eiga að mæta kl. 12
Krakkar í 1. og 2. bekk í íþróttaskólanum eiga að mæta kl. 14
Mótsgjald er kr. 700 og greiðist á staðnum. Inni í því er glaðningur fyrir alla og piparkökur og djús. Krakkarnir eru beðin um að koma í jólalegum fötum, t.d. rauðum eða grænum bolum.
Nánar
Blak | 22.11.2011
Hérna eru frekari upplýsingar um ferðina næstu helgi:
Kostnaður á mann er kr. 9000 sem á að leggjast inn á reikning krakkablaksins: 0156-05-65049, kt.
471204-3230 í síðasta lagi á miðvikudag.
Þetta dekkar mótsgjöld, gistingu og mat á meðan á mótinu stendur og flugfarið. Ekki mögulega afþreyingu og mat á föstudagskvöldinu.
Foreldrar eru beðnir um að senda börnin með eitthvað sem hægt er að nota sem íþróttahúss-nasl til að deila með sér yfir mótsdagana. Þetta geta verið ávextir eða eitthvað bakkelsi. Einhverjir gætu t.d. komið með 4 epli, eða appelsínur eða banana sem ég mun skera niður fyrir þau, eða heimabakað muffins, skúffuköku eða skinkuhorn.
Okkur vantar líka a.m.k. einn bíl til að skutla af flugvelli og á flugvöllinn á sunnudeginum. Eiga ekki einhverjir afa/ömmur, frænkur/frænda eða systkin í Reykjavík sem gætu gert þetta? Harpa verður á bíl og líka Auður en það vantar einn til.
Þau eru 10 sem fara, 7 stelpur og 3 strákar sem koma úr 4. og 5. flokki. Þeir eru teknir með til að spila upp í liðinu, en það þýðir að þeir eiga að taka bolta númer 2 og koma honum á stelpurnar sem smassa yfir netið. Þau eru í fyrsta sinn að spila 6 manna blak og spilið gengur miklu betur þegar við fáum strákana til að hjálpa okkur í þessu hlutverki og þannig fá stelpurnar líka miklu meira út úr þessu.
Dagskráin er þá u.þ.b. svona:
Föstudagur 25. nóvember:Mæting út á flugvöll á Ísafirði stundvíslega kl. 15:45
Lending í Reykjavík kl. 17:00
Keyrt í mat og bíó ef það verður ákveðið (vantar 1 bíl)
Keyrt upp í skóla í Mosfellsbæ eftir það. (selflutningur eða skutl frá vinum/ættingjum)
Laugardagur 26. nóvember:
Við eigum tvo leiki þennan dag: kl. 11:15 og 14:15.
Morgunverður, hádegisverður og kvöldverður í skólanum
Við munum horfa á leiki hinna liðanna og vera á mótinu mest allan daginn
Reiknum með að komast í sund
Kvöldinu eytt í skólanum
Sunnudagur 27. nóvember:
Við eigum 3 leiki þennan dag, kl. 9:00, 9:45 og 12:45 og svo er líka umsjón kl. 10:30 - semsagt mjög stíft.
Morgunverður og hádegisverður í skólanum
Mæting í flug kl. 14:45, Best að leggja af stað kl. 14 frá íþróttahúsinu. (Vantar a.m.k. 1 bíl)
Lending á Ísafirði kl. 15:55
Taka með:
Svefnpoka
Kodda
Dýnu
Lak
HSV-upphitunargalla
Hnéhlífar
Skó
Sundföt
Handklæði
Aukaföt og snyrtidót
Vasapening 3000 ef það verður ákveðið
Svo þarf að ákveða hvort plan B sé að fá rútu og keyra ef ekki verður flogið á föstudaginn
Nánar
Blak | 21.11.2011
Næsta verkefni hjá Skelli er ferð 3. flokks á fyrri hluta Íslandsmóts 2. og 3. flokks í blaki sem haldið verður í Mosfellsbæ helgina 26.-27. nóvember. Búið er að setja upp mótið og má skoða leikina á
www.krakkablak.bli.is. Þar verður einnig hægt að fylgjast með úrslitum leikja jafnóðum. Líklega verður farið með flugi og verið er að ganga frá miðunum í dag, eftir það kemur endanlega í ljós hvað ferðin mun kosta.
Gist verður í grunnskóla í Mosfellsbæ og matur mótsdagana er innifalinn í mótsgjöldum. Krakkarnir þurfa að taka með sér:
HSV-upphitunargallann
Hnéhlífar
Blakskóna
Vatnsbrúsa
Dýnu
Sæng eða svefnpoka og kodda
Lak
Aukaföt
Upplýsingar um vasapeninga og nesti koma fljótlega.
Þjálfari í ferðinni verður Auður Rafnsdóttir og fararstjóri Harpa Grímsdóttir (8430413)
Nánar