Fréttir - Blak

Úrvalsdeild karla í blaki: Vestri féll úr leik í undanúrslitum

Blak | 21.04.2023
Úrvalsdeildarlið Vestra ásamt starfsfólki Kerecis, dyggir stuðningsmenn liðsins :)
Úrvalsdeildarlið Vestra ásamt starfsfólki Kerecis, dyggir stuðningsmenn liðsins :)

Úrvalsdeildarlið Vestra er fallið úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki eftir tap í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Hamars frá Hveragerði.

Nánar

Vestri í undanúrslit Íslandsmótsins

Blak | 16.04.2023
Vestri ásamt heimaliðinu Þrótti Fjarðabyggð, í Laugardalshöllinni
Vestri ásamt heimaliðinu Þrótti Fjarðabyggð, í Laugardalshöllinni

Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í blaki stendur nú sem hæst og er lið Vestra þar í eldlínunni.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra 2023

Blak | 07.04.2023

Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2022, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll mánudaginn 17. apríl og hefst hann kl. 20:00.

Nánar

Vestri C deildarmeistari þriðju deildar

Blak | 21.03.2023
Strákarnir í Vestra C fagna deildarmeistaratitlinum ásamt þjálfara sínum, Juan Escalona, og liðsstjóranum Sigurði Jóni Hreinssyni
Strákarnir í Vestra C fagna deildarmeistaratitlinum ásamt þjálfara sínum, Juan Escalona, og liðsstjóranum Sigurði Jóni Hreinssyni

Vestri C - ungmennalið blakdeildar Vestra - gerði góða ferð austur á Neskaupstað um nýliðna helgi, en þá fór fram loka keppnishelgi þriðju deildar karla í blaki.

Nánar

Takk fyrir stuðninginn

Blak | 13.03.2023
Að loknum leiknum gegn KA
Að loknum leiknum gegn KA
1 af 4

Kjörísbikarúslitahelgin 2023 verður lengi í minni okkar í blakdeild Vestra.  Það er útaf fyrir sig ákveðið afrek að komast á þessa úrslitahelgi, þriðja árið í röð.  En að fá að spila úrslitaleikinn er algerlega frábær upplifun.  Og þó svo að draumurinn hafi í dálitla stund verið stærri en úrslitin, þá er silfur á þessu stærsta árlega sviði blaksins á Íslandi eitthvað sem enginn þarf að vera súr yfir.

En svona hlutir gerast ekki af sjálfum sér.  Stuðningur samfélagsins skiptir í þessu samhengi öllu máli.  Að vera niðri á velli, með hálfa stúku af fólki öskrandi „Áfram Vestri“, sjá auglýsingaborðana renna yfir LED skjána og finna kraftinn í liðinu magnast við þetta er algerlega ómetanlegt.

Vestrafólk, styrktaraðilar og allir hinir, hjartans þakkir fyrir stuðninginn í þessu verkefni.  Takk Takk <3

Nánar

Úrslitaleikur Kjörísbikarsins

Blak | 11.03.2023

Í dag, 11 mars 2023 verður skrifaður nýr kafli í sögu Íþróttafélagsins Vestra, þegar karlaliðið okkar í blaki spilar til úrslita í Kjörísbikarnum.  Aldrei áður hefur lið í meistaraflokki spilað úrslitaleik um titil á hæsta level, undir merkjum Vesta.

Andstæðingarnir eru engir viðvaningar, ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Hamars úr Hveragerði.

Við í liðinu trúum því að þetta sé leikur sem við getum unnið.  En við þurfum hjálp frá ykkur !  Hvatning á pöllunum í Digranesi væri frábært, en góðir straumar og hlýjar hugsanir virka líka.

Fyrir þá sem ekki komast á völlinn, er útsending á RÚV og hefst leikurinn kl 13.00

Koma svo; Áfram, áfram, áfram VESTRI !!

Nánar

Úrslitahelgi Kjörísbikarsins 2023

Blak | 05.03.2023
17:30 á fimmtudaginn
17:30 á fimmtudaginn

Karlalið Vestra í blaki er komið í undanúrslit og þar með á úrslitahelgi Kjörísbikarsins 3ja árið í röð. Við erum sannarlega stolt af okkar liði, því það er svo sannarlega ekki sjálfgefið að vera með á þessari stóru helgi sem fer fram í Digranesi í Kópavogi.

Nánar

Vestri í undanúrslit Kjörísbikarsins 3 árið í röð

Blak | 27.02.2023
Kátir Vestrastrákar á Húsavík
Kátir Vestrastrákar á Húsavík

Karlalið Vestra í blaki, lagði land undir fót um liðna helgi, þegar þeir fóru og heimsóttu Völsung á Húsavík í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins. Völsungar höfðu áður fengið Blakfélag Hafnarfjarðar í heimsókn og lagt hafnfirðingana að velli nokkuð sannfærandi 3-0.

Nánar

Úrvalsdeildarlið Vestra

Blak | 04.02.2023
Úrvalsdeildarlið Vestra 22-23
Úrvalsdeildarlið Vestra 22-23
1 af 4

Þá er farið að síga á seinni hlutann í úrvalsdeildinni í blaki þetta tímabilið, en Vestri er núna með karlaliðið á sínu fjórða tímabili í deild þeirra bestu á Íslandi.

Nánar

Tvö á toppnum

Blak | 18.01.2023
Vestri C er skipað strákum á aldrinum 14-16 ára.  Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar í U16
Vestri C er skipað strákum á aldrinum 14-16 ára. Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar í U16
1 af 2

Helgina 13-15 janúar var stór blakhelgi hjá okkur í Vestra.

 

Nánar