Fréttir - Blak

Úrvalsdeildarlið Vestra

Blak | 03.10.2020
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
1 af 10

Í dag, 3 október, tekur karlalið Vestra í blaki á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes, í Torfnesi kl 15.00.

Gaman væri að sem flestir sægju sér fært að mæta og hvetja okkar menn, en einnig er hægt að horfa á alla leiki Mizunodeildar í beinu streymi á síðu Blaksambandsins.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 01.07.2020

Þann 28 maí sl var haldinn aðalfundur blakdeildar Vestra. Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti, skýrsla formanns, farið yfir reikninga félagsins og kosningar.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar 2020

Blak | 26.05.2020

Aðalfundur Blakdeildar Vestra verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 28. maí kl. 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Einnig verður í boði að taka þátt í fjarfundi.

Nánar

Deildarmeistarar í blaki

Blak | 13.03.2019
Deildarmeistarar í 1. deild 2019
Deildarmeistarar í 1. deild 2019

Karlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar 2019.

Nánar

Aðalfundi Blakdeildar Vestra frestað til 18. apríl.

Blak | 05.04.2018

Áður auglýstum aðalfundi Blakdeildar Vestra hefur verið frestað um viku og verður hann haldinn þann 18. apríl kl. 18:00 í Torfnesi. 

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 28.03.2018

Aðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn og foreldrar yngri iðkenda eru hvattir til að mæta.

Nánar

3-0 sigur á Fylki - Vestri í 3. sæti

Blak | 26.03.2018

Vestri sigraði Fylki 3-0 í 1. deild karla á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur með mjög góðum tilþrifum inn á milli.

Með þessum sigri er lið Vestra komið upp í þriðja sæti fyrstu deildar, en Vestramenn eiga tvo heimaleiki eftir. Annar þeirra er á móti Stjörnunni B sem er í neðsta sæti deildarinnar, en hinn er á móti Aftureldingu B sem er í efsta sæti deildarinnar. Vestramenn eiga fræðilegan möguleika á að ná fyrsta sætinu með sigri í báðum leikjum, en Afturelding B þarf ekki nema eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. 

Nánar

Áður frestaður leikur við Fylki á dagskrá um helgina

Blak | 23.03.2018

Tvífrestaður heimaleikur meistaraflokks karla við Fylki verður spilaður á laugardaginn kl. 14:30. Þetta er einn af þremur heimaleikjum sem Vestramenn eiga eftir að spila í 1. deildinni í vetur. Með sigri nú getur Vestri komið sér upp í 3. sæti deildarinnar.  Yngri flokkar blakdeildar Vestra verða með kaffisölu á leiknum og því er um að gera að koma við í Torfnesi, fá sér köku og kaffi og horfa á skemmtilegt blak!

Nánar

Fyrri keppnisdagur 5.-6. deildar kvk á Ísafirði

Blak | 17.03.2018

Síðasta mót Íslandsmótsins í blaki í 5. og 6. deild kvk fer nú fram á Ísafirði.  Fyrri keppnisdagur er nú að kveldi kominn, margir leikir unnist og jafnmargir tapast :-) en vonandi hafa allir skemmt sér vel. Mörg góð tilþrif hafa sést, sem því miður hafa ekki öll náðst á mynd - en hér eru örfáar myndir.

Nánar

Sigur í síðasta heimaleik Vestra í 1. deild kvenna

Blak | 09.03.2018

Kvennalið Vestra sigraði Fylki 3-1 í síðasta heimaleik liðsins í 1. deild Íslandsmótsins á þessari leiktíð. Vestri endar þar með í 5. sæti deildarinnar, en Stjarnan B eru deildarmeistarar. 

Leikurinn í gær var nokkuð köflóttur, en þegar Vestrastelpur ná góðum sprettum þá sýna þær virkilega gott blak. 

Nánar