Eftir skrítnasta keppnistímabil sögunnar, er blakið komið á fulla ferð aftur með áhorfendum og fullt af fjöri. Eins og aðrar íþróttir á Íslandi, var algert keppnisbann í nóvember og desember en opnað var aftur fyrir kappleiki um miðjann janúar, en þá án áhorfenda. Og núna er að bresta á einn af hápunktum tímabilsins (hvers árs), þegar fram fer úrslitakeppni Kjörísbikasins, sem mun fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi.
NánarKarlalið Vestra í Mizuno-deildinni í blaki spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu síðastliðinn laugardag, þegar þeir fengu Íslandsmeistara síðasta tímabils í heimsókn, Þrótt frá Nekaupstað.
NánarÍ dag, 3 október, tekur karlalið Vestra í blaki á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes, í Torfnesi kl 15.00.
Gaman væri að sem flestir sægju sér fært að mæta og hvetja okkar menn, en einnig er hægt að horfa á alla leiki Mizunodeildar í beinu streymi á síðu Blaksambandsins.
NánarÞann 28 maí sl var haldinn aðalfundur blakdeildar Vestra. Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti, skýrsla formanns, farið yfir reikninga félagsins og kosningar.
NánarAðalfundur Blakdeildar Vestra verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 28. maí kl. 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Einnig verður í boði að taka þátt í fjarfundi.
NánarKarlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar 2019.
NánarÁður auglýstum aðalfundi Blakdeildar Vestra hefur verið frestað um viku og verður hann haldinn þann 18. apríl kl. 18:00 í Torfnesi.
NánarAðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn og foreldrar yngri iðkenda eru hvattir til að mæta.
NánarVestri sigraði Fylki 3-0 í 1. deild karla á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur með mjög góðum tilþrifum inn á milli.
Með þessum sigri er lið Vestra komið upp í þriðja sæti fyrstu deildar, en Vestramenn eiga tvo heimaleiki eftir. Annar þeirra er á móti Stjörnunni B sem er í neðsta sæti deildarinnar, en hinn er á móti Aftureldingu B sem er í efsta sæti deildarinnar. Vestramenn eiga fræðilegan möguleika á að ná fyrsta sætinu með sigri í báðum leikjum, en Afturelding B þarf ekki nema eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.
NánarTvífrestaður heimaleikur meistaraflokks karla við Fylki verður spilaður á laugardaginn kl. 14:30. Þetta er einn af þremur heimaleikjum sem Vestramenn eiga eftir að spila í 1. deildinni í vetur. Með sigri nú getur Vestri komið sér upp í 3. sæti deildarinnar. Yngri flokkar blakdeildar Vestra verða með kaffisölu á leiknum og því er um að gera að koma við í Torfnesi, fá sér köku og kaffi og horfa á skemmtilegt blak!
Nánar