Blakfélagið Skellur á Ísafirði óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2015-2016.
NánarÞann 13 apríl 2015 hélt Blakfélagið Skellur aðalfund sinn. Fundurinn var haldinn á veitingastaðnum Bræðraborg og var mæting með ágætum. Líkt og á öðrum aðalfundum, fór formaður yfir starfsemi félagsins frá árinu áður og má þá skýrslu nú finna í heild sinni undir félagið og skýrslur. Stærstu tíðindi ársins 2014 eru að sjálfsögðu þau að þá eignaðist félagið sinn fyrsta landsliðsmann.
NánarAðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn mánudaginn 13 apríl 2015 kl. 20.00 á veitingarstaðnum Bræðraborg.
NánarÍ framhaldi af þátttöku Blakfélagsins Skells í viðræðum íþróttafélaga á svæðinu um möguleika á sameiningu félaga, er hér með boðað til félagsfundar mánudagskvöldið 29 desember kl 20.00. Fundurinn er boðaður í samræmi við grein 7 í lögum félagsins og verður haldinn á veitingarstaðnum Bræðraborg.
NánarBlakfélagið Skellur á Ísafirði óskar eftir þjálfara fyrir starfsárið 2014-2015.
Félagið heldur úti æfingum hjá meistaraflokki karla og kvenna og einnig í yngri flokkum, 3. til 5. flokki. Þá hefur félagið verið þátttakandi í íþróttaskóla HSV og séð um blakþjálfun barna í 3.-4. bekk í lotum nokkrum sinnum yfir veturinn. Í boði er að taka við allri þjálfun á vegum félagsins eða hluta af henni.
Félagið sér um að útvega íbúð og getur aðstoðað við að finna vinnu með, en þjálfunin getur ekki talist fullt starf.
Áhugasamir hafi samband við formann félagsins í gegnum netfangið sigurdurjh@internet.is fyrir 1 september.Fjölmenni var á lokahófi Skells sem haldið var þann 15. maí. Grímur þjálfari var kvaddur en hann hefur gert virkilega góða hluti með Skelli í vetur og margir leikmenn tekið stórstígum framförum undir hans stjórn.
Tilkynnt var um val á bestu og efnilegustu leikmönnum meistaraflokkanna fyrir tímabilið 2013-2014. Hjá meistaraflokki kvenna var Harpa Grímsdóttir best og Jóhanna Jörgensen Steinsdóttir efnilegust. Hjá meistaraflokki karla var Jón Kristinn Helgason bestur og Birkir Eydal efnilegastur.
Gengi yngri flokka félagsins á Íslandsmótum var gott. Skellur lenti í þriðja sæti í 5. flokki A-liða. 4. flokks liðin voru í topp baráttu í sterkum deildum A-liða, stelpurnar enduðu í 2. sæti og strákarnir í 4. sæti. Skellur sigraði Íslandsmót B-liða pilta í 4. flokki og B-liða stúlkna í 3. flokki. 3. flokks lið drengja endaði í 4. sæti í deild A-liða.
Gengi meistaraflokkanna var ekki eins gott, en bæði lið féllu úr 1. deild. Deildirnar voru full sterkar fyrir okkar lið, en þó voru margir leikir spennandi og hvort lið vann einn leik. Yngri flokka leikmenn eru farnir að taka sæti í meistaraflokks liðunum og framtíðin er björt.
Stóru fréttirnar eru þær að í fyrsta sinn hafa leikmenn Skells verið valdir í æfingahópa hjá unglingalandsliðum. Þetta er Kjartan Óli Kristinsson og Hrisiyan Dimitrov í U-17 hóp pilta og Telma Rut Sigurðardóttir í U-17 hóp stúlkna. Við óskum þessum krökkum til hamingju með árangurinn og góðs gengis á æfingunum.
Haustmóti Blaksambands Íslands fyrir 2. og 4. flokk er lokið.
Mótið var haldið á Akureyri laugardaginn 9. og sunnudaginn 10. nóv. sl.
Skellur sendi 4 lið í 4. flokki, tvö drengjalið og tvö stúlknalið. Þrír leikmanna liðanna spiluðu “upp fyrir sig”, þ.e. komast ekki í 4. flokk fyrr en á næsta ári.
Stúlkurnar voru með A lið, sem spilaði í A deild (= efstu deild bestu liða landsins) og B lið sem spilaði í B deild (næst-efstu deild).
Hjá piltunum var þessu eins farið, nema hvað í B liði Skells voru tvær stúlkur og tveir drengir. Samkvæmt skilgreiningu BLÍ er það því strákalið.
Í A deild stúlkna voru 10 lið. Tveir 5 liða riðlar og úrslit milli efstu liða riðlanna.
A lið stúlkna varð í fyrsta sæti, tapaði einungis einni hrinu í deildinni, en vann síðan efsta liðið í hinum riðlinum af öryggi (25 : 18 og 25 : 15)
Í B deild stúlkna voru liðin 12. B liðið okkar stóð sig með miklum sóma eins og sést á því að það lendir í fjölda hrina sem töpuðust með minnsta mun, 2 sigum. Smá heppni og meiri trú á eigið ágæti hefði dugað til að liðið lenti í úrslitakeppni milli riðla. Í þessu liði voru tvær af fjórum stúlknanna í 5 flokki og því að spila upp fyrir sig um einn flokk.
Í A deild pilta voru 6 lið. A lið pilta varð í fyrsta sæti. Baráttan í riðlinum var hörð og jöfn, en okkar lið stóðst álagið með prýði og var í fyrsta sæti með 9 stig. Næstu tvö lið voru með 8 stig, en okkar piltar töpuðu einungis tveimur hrinum meðan liðin í 2.-3. sæti töpuðu fjórum og fimm hrinum. Þannig var sigurinn býsna öruggur, en baráttan mjög hörð. Mörg góð lið í flokknum.
Í B deild pilta voru 4 lið. B liðið okkar var skipað 2 piltum úr 4. flokki, einni stúlku úr 4. flokki og einni stúlku úr 5. flokki. Leikin var ein umferð með hefðbundnu sniði, allir við alla. Í þeirri umferð vann liðið alla sína leiki 2-0 . Þá tók við krosskeppni og okkar lið lék fyrst við liðið í 4. sæti og vann enn 2 : 0. Þá var hreinn úrslitaleikur og þá kom að því að liðið tapaði hrinu, en vann tvær, sem sagt 2:1 pg fyrsta sætið var í höfn!
Skellur sendi sem sagt 4 lið og kom heim með 3 gull. Þessi árangur vakti verðskuldaða athygli meðal hinna liðanna. Allir blakarar vissu að A lið pilta var mjög sterkt, en t.d. Stúlkurnar frá Skelli höfðu aldrei spilað í A deild fyrr.
Ekki var síður ánægjulegt að sjá að okkar krakkar voru til fyrirmyndar innan vallar sem utan. Förin reyndi talsvert á að hugarfarið héldist jákvætt til dæmis vegna þess að mótinu var öllu raðað uppá nýtt strax á fyrri degi, leikir fluttir af sunnudegi og langt fram á kvöld á laugardag (um. kl. 22:15) til að liðin sem voru víðsvegar að (t.d. Ísafj., Höfn, Sigló, Rvíkursvæðið) kæmust hjá því að lenda í því illviðri sem spáð var seint á sunnudegi. Þetta kostaði það að krakkarnir urðu af ýmsum skemmtilegum uppákomum sem margir höfðu hlakkað til. Jákvæðnin og staðfestan að klára dæmið réði ríkjum og árangurinn skilaði sér.
Við komumst svo af stað um klukkan 11:30. Heimferðin gekk hægt en örugglega. Klukkan 21:15 renndi hópurinn í hlað við Torfnes.
Nánar