Kvennalið Vestra sigraði lið ÍK 3-1 í Torfnesi í spennandi leik.
NánarKvennalið Vestra í blaki tekur á móti liði ÍK föstudagskvöldið 11. nóvember kl. 20 í íþróttahúsinu Torfnesi.
NánarSóldís Björt Leifsdóttir Blöndal og Katla Vigdís Vernharðsdóttir úr Vestra hafa verið valdar í 19 manna úrtakshóp fyrir U16 landslið stelpna í blaki.
NánarKarlalið Vestra í blaki sigraði Fylki nokkuð örugglega 3-0 í báðum leikjunum sem leiknir voru í Torfnesi um helgina.
NánarUm helgina tekur karlalið Vestra í blaki á móti Fylki. Fyrri leikurinn er á laugardaginn 5. nóvember kl. 14:30 og seinni leikurinn á sunnudaginn 6. nóvember kl. 10:00.
NánarÞau Kjartan Óli Kristinsson og Birta Rós Þrastardóttir spiluðu með U19 og U18 landsliðum Íslands í síðustu viku.
NánarBlakæfingar byrja af fullum krafti mánudaginn 5. september. Byrjendur á öllum aldri eru hjartanlega velkomnir.
NánarFjölmennt lokahóf Skells/Vestra blak var haldið í íþróttahúsinu Torfnesi fimmtudagskvöldið 19. maí. Byrjað var á að sprikla í íþróttasalnum - eldri og yngri leikmenn, systkin og foreldrar.
NánarDaniele Mario Capriotti, þjálfari kvennalandsliðs Íslands kom til Ísafjarðar síðastliðna helgi ásamt Lorenzo Ciancio þjálfara unglingalandsliðs kvenna yngri en 16 ára. Þeir voru með tveggja daga æfingabúðir fyrir alla hópa blakfélagsins. Daniele þjálfar einnig hjá karlaliðinu Cuprum Lubin í pólsku úrvalsdeildinni (Plus Liga) sem er ein sú besta í heimi.
NánarHópur vaskra sjálfboðaliða frá Blakdeild Vestra (Skelli) lögðu þökur á manirnar umhverfis hinn nýja strandblakvöll í Tungudal í dag. Eftir er að klára að koma fyrir drenrörum, setja grús og sand og svo að sjálfsögðu net og línur og lokafrágang. Stefnt er að því að hafa völlinn tilbúinn mánaðarmótin maí/júní og verður keppt á vellinum á Landsmóti UMFÍ fyrir 50+ sem haldið verður dagana 10.-12. júní á Ísafirði.
Nánar