Krakkar úr Skelli eru nú að búa sig undir seinni hluta Íslandsmótsins í blaki yngri flokka í Kópavogi. Þau fara suður með flugi á föstudaginn og koma heim síðdegis á sunnudag. Keppt verður á laugardegi og sunnudegi. Leikmenn sem fara á mótið eru 20 talsins og spila þau í fjórum liðum; þrjú lið í 5. flokki og eitt í 4. flokki.
A-lið Skells í 5. flokki er í öðru sæti á Íslandsmótinu eftir fyrri umferðina og eiga því möguleika á verðlaunum ef þeim gengur vel núna. Hin liðin sem tóku þátt síðast stóðu sig líka mjög vel og voru nálægt miðju. Fyrst og fremst verður gaman hjá okkur um helgina og við gerum okkar besta í leikjunum. Vonum bara að eldgos eða veður hafi ekki áhrif á ferðaplön!
NánarÍsfirski hluti krakkahópsins fer með morgunvél á föstudag. Mikilvægt er að allir séu mættir á réttum tíma. Tveir stórir bílar hafa verið teknir á leigu. Dagskrá dagsins hljóðar upp á sund í Laugardalslaug, skautaferð í skautahöllinni í Laugardal og að lokum bíó, líklega í Kringlubíói. Allir þurfa að taka með sundföt - en það var ekki tekið fram á miðanum sem krakkarnir fengu með heim.
NánarKvennalið Skells keppti í síðustu umferð 3. deildar Íslandsmótsins um síðustu helgi. Liðið spilaði þrjá leiki og vann tvo af þeim en tapaði einum. Þrátt fyrir það lenti Skellur í þriðja sæti af fjórum í riðlinum þar sem þrjú efstu liðin voru öll með fjögur stig en Skellur með lakasta hrinuhlutfallið. Leikirnir voru spennandi og skemmtilegir eins og venjulega í þessu móti. Skellur lenti í heildina í 9. sæti 3. deildar sem er nálægt miðri deild.
NánarÓhætt er að segja að í nógu sé að snúast hjá ísfirskum blökurum þessa dagana. Helgina fyrir páska fóru tvö lið á Kjörísmót Hamars sem haldið var á Selfossi. Næsta stóra verkefni er lokamótið í 3. deild kvenna í Íslandsmótinu. Mótið verður núna um helgina, 9.-10. apríl og er haldið í Kópavogi. Á lokamótinu er spilað í þremur deildum sem liðin raðast í eftir árangri þeirra á fyrri mótum í vetur. Þarna spila öll liðin á landinu, en fram að þessu hafa Skellur spilað í annarri af tveimur suðvestur-deildum. Ekki tókst okkur Skellum að komast í efstu deildina á lokamótinu, en við spilum í mið-deildinni sem verður að teljast viðunandi árangur. Við leikum gegn Reyni, Hamri og Lansanum og spilum einn leik á föstudagskvöldi og tvo á laugardegi. Að sjálfsögðu kemur ekkert annað til greina en sigur í öllum leikjum, en til þess þarf að berjast til síðasta blóðdropa.....
Næstu helgi á eftir fara krakkarnir okkar svo á Íslandsmótið í krakkablaki í Kópavogi. Við skrifum meira um þá ferð í næstu viku, en upplýsingar fyrir foreldra er að finna undir linknum "krakkablak".
Því næst tekur við stífur undirbúningur fyrir sjálft öldungamótið sem haldið verður í Mosfellsbæ í ár.
Minnum jafnframt á aukaæfinguna þriðjudaginn 12. apríl klukkan 17 í Torfnesi fyrir alla krakka sem fara með á Íslandsmótið.
Nánar
Blakfélagið Skellur sendi tvö lið á Kjörísmót Hamars á Selfossi sem fram fór síðasta laugardag. Karlaliðið keppti í neðri deildinni og gekk alveg ljómandi vel. Þeir unnu fimm hrinur og töpuðu þremur og lentu í 3. sæti í deildinni. Taka ber fram að þetta eru fyrstu leikirnir sem tveir af leikmönnunum sigra á sínum blakferli - en örugglega ekki þeir síðustu. Kvennaliðið var líka í 2. deild en í kvennaflokki voru þrjár deildir í heildina. Leikirnir voru flestir spennandi og skemmtilegir. Skellur hafnaði í 2. sæti og fékk að launum páskablóm, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Mjög vel var staðið að mótinu og allir keppendur fengu ís og happaþrennu!
NánarÁ morgun laugardaginn 27.mars keppa karla og kvennalið Skells á Kjörísmóti Hamars sem haldið er Iðu á Selfossi.
25 lið keppa á mótinu og er spilað í 3 kvennadeildum og 2 karladeildum, 5 lið í hverri deild.
Liðin keppa bæði í 2.deild.
Þetta er fyrsta mótið á tímabilinu hjá karlaliðinu en þeir taka ekki þátt í deildakeppni BLÍ. í vetur.
Frekari upplýsingar um mótið og úrslit leikja má skoða á http://www.blak.is/
NánarSeinni hluti íslandsmótsins fer fram í Kópavogi dagana 16.-18. apríl nk. Öllum krökkum sem æfa blak með Skelli er velkomið að vera með.
Við reiknum með því að fljúga suður á föstudegi og til baka með seinni vél á sunnudegi.
NánarÞann 15 mars sl. var aðalfundur Blakfélagsins Skells haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð.
Dagskrá fundarins var nokkuð hefðbundin fyrir aðalfund. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins, en nýjir aðilar komu inn í varastjórn, sem skoðunarmenn reikninga og í barna- og unglingaráð.
Á fundinum var lögð fram tillaga að nýjum lögum félagsins. Forsaga þess máls er að á aðalfundi síðasta árs var samþykkt tillaga um að endurskoða lög félagsins og voru þá þrír aðlilar valdir í það verk. Tillaga nefndarinnar var samþykkt og má sjá nýju lögin hér á síðu félagsins.
Fram kom í skýrslum formanns og gjaldkera fyrir síðasta ár, að fjárhagsstaða félagsins sé góð, þó svo að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið fyrir neðan núllið. Skýrsla formanns er svo í heild sinni inni í fréttinni.
Jón Páll Hreinsson formaður HSV stýrði aðalfundinum af röggsemi og festu, og eru honum hér færðar bestu þakkir fyrir.
Nánar