Vestfjarðamótið í krakkablaki og blaki fullorðinna verður haldið laugardaginn 10.október í Íþróttahúsinu á Torfnesi og hefst kl.10. Keppendur frá Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri, Patreksfirði og Tálknafirði eru skráðir til leiks. Krakkablakið verður með veitingasölu á staðnum meðan á mótinu stendur en þau eru að safna fyrir ferð á Íslandsmótið í Neskaupstað 7.-8. nóvember. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að styrkja krakkana. Athugið að aðeins er hægt að greiða með peningum enginn posi verður á staðnum. Áhorfendur eru velkomnir :)
Frekari upplýsingar til keppenda í krakkablakinu er að finna undir http://hsv.is/skellur/krakkablak/tilkynningar/Frekari upplýsingar til keppenda í fullorðinsblaki hafa verið sendar til þeirra í tölvupóstiÞorgerður Karlsdóttir mun áfram þjálfa yngri flokkana á Suðureyri.
Stefnt er að því að senda nokkur lið í 4. og 5. flokki til þátttöku á Íslandsmótið í blaki. Þetta var gert í fyrsta sinn í fyrra og tókst mjög vel til. Ferðirnar voru skemmtilegar og árangurinn góður. Blí hefur ákveðið hvar og hvenær mótin verða í ár:
Fyrra mótið verður haldið á Akureyri helgina 6.-7. nóvember
Seinna mótið verður haldið í Mosfellsbæ helgina 1.-3. apríl
Að sjálfsögðu verðum við einnig með innanfélagsmót og samæfingar öðru hvoru í vetur.
NánarNámskeiðið tókst mjög vel upp. Um þriggja tíma fyrirlestur var haldinn með hléum og farið var yfir helstu reglur og túlkun á þeim. Síðan var farið í Íþróttahúsið á Torfnesi þar sem fram fór verkleg kennsla og allir þátttakendur fengu að spreyta sig í dómarastólnum.
Sævar Már Guðmundsson, landsdómari í blaki hélt námskeiðið og lauk því með prófi.
Útskrifaðir héraðsdómarar hjá BLÍ þann 17. september 2009 voru:
Arnar Guðmundsson
Ásdís Birna Pálsdóttir
Harpa Grímsdóttir
Jón Kr. Helgason
Kristinn Mar Einarsson
Sigurður Hreinsson
Þessir dómarar eiga nú m.a. kost á að dæma í 3.deild kvenna í vetur.
Dómaranámskeið í blaki á vegum Blaksambands Íslands í samvinnu við Blakfélagið Skell verður haldið miðvikudagskvöldið 16.september n.k.
Námskeiðið hefst kl.18:10 í Skólagötu 10 en síðan lýkur því með verklegri æfingu og prófi til héraðsdómara í Íþróttahúsinu á Torfnesi síðar um kvöldið.
Kennari á námskeiðinu er Sævar Guðmundsson landsdómari og framkvæmdastjóri BLÍ.
Hægt er að skrá sig á námskeiðið og fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Ásdísar á netfangið asdisbirna@simnet.is eða hafa samband í síma 862 6561
NánarBlakæfingar fyrir 14 ára og eldri verða í Torfnesi á eftirtöldum tímum í vetur:
Sunnudögum kl. 15:40
Þriðjudögum kl. 21:00
Fimmtudögum kl. 19:40
Byrjendur eru velkomnir í sunnudags- og þriðjudagstímana en þá verða æfingar sérstaklega sniðnar að þeim sem lítið eða ekkert hafa spilað blak áður.
Blak hentar þeim sem vilja halda sér í formi í skemmtilegum félagsskap og hafa gaman af því að leika sér.
Láttu verða af því - sjáumst!
NánarÁ Ísafirði verður boðið upp á blakæfingar fyrir krakka í 4.-8. bekk í vetur Tímarnir verða eftirfarandi:
4.-5. bekkur: Mánudagar kl. 15:40 í Torfnesi
Fimmtudagar kl. 13:50 á Austurvegi
6.-8. bekkur: Mánudagar kl. 15:40 í Torfnesi
Miðvikudagar kl. 17:00 í Torfnesi
Á Suðureyri verður boðið upp á blakæfingar fyrir krakka í 2.-10. bekk í vetur.
Tímarnir verða eftirfarandi:
2.-5. bekkur: Þriðjudaga kl. 14:00- 15.00
Fimmtudagar kl. 14:00 - 15.00
6.-10. bekkur: Þriðjudaga kl. 14:30 - 15.30
Fimmtudaga kl. 14:30 - 15.30
September verður kynningarmánuður og þá eru engin æfingagjöld rukkuð. Allir krakkar eru hvattir til að koma og prófa.
Krakkablak getur bæði hentað þeim sem hafa gaman af mörgum íþróttum og þeim sem ekki hafa fundið sig í öðrum greinum.
Sjáumst á æfingu!
Nánar
Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 20. júní næstkomandi, á merkisafmæli í ár því 20 ár eru liðin frá því fyrsta hlaupið fór fram. Að þessu sinni er hlaupið í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. Þemað í ár er „Tökum þátt - Heilsunnar vegna" og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi forvarna í heilbrigðu líferni og að minna konur á mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins
Hlaupið verður frá Íþróttahúsinu Torfnesi kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km.
Frítt í allar sundlaugar í Ísafjarðarbæ að loknu hlaupi.
Forskráning er í versluninni Jóni og Gunnu, á skrifstofu Sjóvá og í versluninni Hlíf.
Föstudaginn 19.júní frá kl.17:00-18:30 munum við vera með forskráningu í Verslunarmiðstöðinni Neista og í Bónus á Skeiði.
Nánar