Blak | 31.03.2009
Farið verður frá Ísafirði föstudaginn 3. apríl kl. 13:00 ef keyra þarf alla leið, annars kl. 15:00 ef fært verður í Baldur.
Verð á barn er 6.000 kr , innifalið í því er:
Rútan, morgunmatur á laugardag og sunnudag, pizzuveisla á laugardag, hressing á föstudagskvöldið, gisting (gist verður í skólanum).
Nánar
Blak | 27.03.2009
Þann 25. mars s.l. var aðalfundur félagsins haldinn.
Í skýrslum stjórnar kom fram að árið 2008 hafi verið viðburðaríkt í meira lagi. Sem kunnugt er hélt félagið 33. Öldungamót Blaksambands Íslands síðastliðið vor í Ísafjarðabæ og Bolungarvík. Um er að ræða eitt stærsta íþróttamót sem haldið hefur verið á Vestfjörðum. Mótið var gríðarlega góð kynning á íþróttinni og hefur aukið áhuga á blaki hér á svæðinu mikið. Félagið heldur úti starfi fyrir krakka á aldrinum 6 til 14 ára á Ísafirði og Suðureyri, en framundan er keppnisferðalag á Snæfellsnes. Í blaki fullorðinna eru æfingar á fullu þessa dagana fyrir næsta öldungamót sem haldið verður á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Væntanlega verða keppendur frá félaginu í þremur liðum á því móti. Einnig er vert að geta þess að kvennalið frá Skelli hefur í vetur og fyrravetur keppt á Íslandsmótinu í 3. deild í blaki. Samkvæmt lögum félagsins var kosið um þrjá stjórnarmenn, formann til eins árs og aðra tvo til tveggja ára. Harpa Grímsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og í hennar stað kom inn Gunnar Bjarni Guðmundsson. Ný stjórn er því þannig skipuð;
Sigurður Hreinsson formaður, Gunnar Bjarni Guðmundsson varaformaður,
Þorgerður Karlsdóttir gjaldkeri,
Sólveig Pálsdóttir ritari
Ásdís B. Pálsdóttir meðstjórnandi.
Á fundinum var skipuð nefnd sem falið er að endurskoða lög félagsins m.a. með það að markmiði að tryggja betur stöðu yngriflokkastarfsins. Mikil þörf er á að auka þáttöku foreldra í því starfi og var því talið nauðsynlegt að endurskoða lög félagsins. Nefndin á að skila af sér í lok maí. Aðalfundurinn var undir styrkri fundarstjórn Jóns Páls Hreinssonar formanns HSV, og færum við honum bestu þakkir fyrir.
Nánar
Blak | 23.03.2009
Ákveðið hefur verið að fara í ferðalag með blakkrakkana á Suðureyri og Ísafirði. Ferðinni er heitið til Ólafsvíkur og verður farið af stað föstudaginn 3. apríl og komið heim sunnudaginn 5. apríl. Þegar hafa margir skráð sig í ferðina, en síðasti séns til að láta vita er 23. mars.
Farið verður með rútu. Vonandi verður opið yfir Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði, en þá munum við taka Baldur. Annars verður keyrt alla leið. Miðað er við að ferðin muni kosta kr. 6000 á hvert barn.
Nánari útfærsla ferðarinnar verður kynnt síðar.
Þjálfarar
Nánar
Blak | 15.03.2009
Aðalfundur Blakfélagsins Skells verður haldinn miðvikudaginn 25 mars.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Íþróttahússins á Torfnesi á annari hæð og hefst kl 20.00.
Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, í stuttu máli;
- Skýrslur stjórnar.
- Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og tveggja varamanna í stjórn.
- Önnur mál.
Foreldrar blak-krakka undir 14 ára, er sérstaklega bent á að þeir eru fulltrúar þeirra á slíkum fundum.
Allir félagar eru hvattir til að mæta á fundinn og hafa áhrif á starf félagsins.
Stjórnin
Nánar
Blak | 03.03.2009
Þar sem Íþróttahúsið á Torfnesi verður lokað það sem eftir lifir dags vegna veðurs og ófærðar þá fellur æfingin í kvöld niður :(
Nánar
Blak | 26.02.2009
Krakkarnir í blakinu eru búnir að vera mjög duglegir í vetur og öllum hefur farið mikið fram.
Við viljum kanna möguleika og áhuga á því að fara með blak-krakkana í helgarferð á Snæfellsnes til að heimsækja liðin þar, en á Snæfellsnesi er mjög öflugt krakkablakstarf. Við viljum gjarnan heyra frá ykkur foreldrum varðandi þessa hugmynd.
Nánar
Blak | 26.02.2009
Athugið að æfingatími hefur breyst á fimmtudögum hjá 3.-4. bekk á Ísafirði. Æfingar eru nú klukkan 13-13:50, þannig að krakkarnir þurfa að hlaupa beint yfir eftir skóla.
Tíminn á þriðjudögum er óbreyttur.
Nánar
Blak | 19.02.2009
Þá er komið að seinni umferð riðlakeppninnar á Íslandsmótinu, en hún fer fram í Ólafsvík á morgun og laugardaginn.
Frekar er nú dræm þátttaka hjá blakkonum í Skelli en einungis sex konur fara til Ólafsvíkur s.s. enginn varamaður í þetta sinn. Við vonum að þær verði allar vel sprækar og fullar af orku því það verða spilaðir 6 leikir á tæpum sólarhring.
Í 3.deildinni eru skráð til leiks 23 lið, 4 lið spila í riðli fyrir norðan, 5 lið fyrir austan og 14 lið spila í 2 riðlum fyrir sunnan.
Úrslitakeppnnin verður svo á Álftanesi helgina 20.-21. mars.
Leikjaplanið má skoða með því að
smella hér
Nánar
Blak | 21.01.2009
Sirrý hefur nú hætt þjálfun 5.-7. bekks á Ísafirði sökum stigvaxandi óléttu. Birna Jónasdóttir hefur tekið við, en Birna er þrautreyndur íþróttaþjálfari.
Tímarnir á fimmtudögum hjá krökkunum í 3.-4. bekk á Ísafirði hafa breyst. Hér eftir verða fimmtudagstímarnir kl. 13, en tímarnir á þriðjudögum eru áfram kl. 13:50.
Æfingagjöldin fyrir vorönn verða þau sömu og áður.
Nánar
Blak | 03.01.2009
Þorgerður Karlsdóttir skella til margra ára og þjálfari í krakkablakinu á Suðureyri er fertug í dag.
Við sendum henni hamingjuóskir í tilefni dagsins og vonum að hún njóti dagsins í sólinni á Kanaríeyjum :)
Nánar