Sund | 09.01.2011
Sæl öll
Foreldrafundur verður þriðjudaginn 11. janúar kl 1930 á sundhallarloftinu fyrir foreldra barna 10 ára og eldri
Farið verður yfir starfið og ferðir fram á vor.
Fjáraflanir verða kynntar og rætt verður um ferðahóp og utanlandsfara.
Vonumst til að sjá alla
KV
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 03.01.2011
Gleðilegt ár kæru Vestrapúkar og takk fyrir það gamla.
Nú fara sundæfingar að hefjast að nýju og eru þær reyndar nú þegar hafnar hjá Gull hóp.
Þar sem sundlaugin verður lokuð til kl 16 bæði þriðjudag og miðvikudag munu æfingar hjá öðrum en Gulli og Bláum hefjast skv. stundaskrá á fimmtudaginn næstkomandi.
Stundaskráin hefur tekið örlitlum breytingum og er um að ræða morgunæfingar og laugardagsæfingar hjá Gulli.
Ný stundaskrá hefur verið sett inn á vefinn undir liðnum starfið.
Kv
Stjórn og þjálfarar Vestra
Nánar
Sund | 15.12.2010
Föstudaginn 17. des verður jólamót Vestra í sundhöllinni.
Upphitun hefst kl 1530 og mótið sjálft verður á milli kl 16-18.
Að loknu sundmóti höldum við upp á sundhallarloft og borðum köku, smákökur og heitt kakó með rjóma.
Allir eru beðnir um að koma með smákökur eða kökur á sameiginlegt jólaborð.
Hlökkum til að sjá sem flesta í jólaskapi :o)
Kv
Þjálfarar og stjórn Vestra
Nánar
Sund | 15.12.2010
Mánudaginn 19. des kl 19:30 verður félagsfundur á sundhallarloftinu.
Fundarefni er stofnun fyrirhugaðar þríþrautardeildar innan Vestra.
Rætt verður um fyrirkomulag og æfingatíma.
Áhugasamir hvattir til að mæta.
Kv
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 15.11.2010
Við minnum á dósasöfnunina á morgun. Mæting við Eimskip kl 18.
KV
Stjórnin
Nánar
Sund | 01.11.2010
Hér til hliðar er nú kominn nýr dálkur sem nefnist Til sölu-skiptimarkaður.
Þar geta allir sett inn eitthvað sem þeir vilja selja eða óskað eftir einhverju sem þeir vilja kaupa.
Nánar
Sund | 28.10.2010
Sæl öll
Nú þegar innan við sólarhringur er í brottför okkar á Fjölnismót
hefur ekki fengist neinn fararstjóri í ferðina.
Því hafa stjórn og þjálfarar tekið þá ákvörðun að
ekki sé hægt að fara á mótið og blása ferðina af.
Okkur þykir mjög miður að þurfa að fara þessa
leið en við höfum ekki annarra kosta völ.
KV
Stjórn og þjálfarar Vestra
Nánar
Sund | 25.10.2010
Okkur vantar 2 fararstjóra á Fjölnismót.
Áhugasamir hafi samband við Benna eða Þuríði allra allra fyrst svo að við getum haldið áfram með skipulagningu ferðarinna.
Nánar
Sund | 17.10.2010
Kökubasar verður í Samkaup föstudaginn 22. október kl 16. Koma með kökur kl 15:45
Nánar