Sund | 26.08.2010
Nú þegar örstutt er í Fylkismót er ekki úr vegi að setja inn dagskrá mótsins, reyndar ættu allir að hafa fengið hana senda í tölvupósti.
Við ætlum að byrja dagskránna á föstudagskvöldið kl 20 með kvöldvöku í nýuppgerðu húsnæði fyrir ofan sundhöllina.
Þar ætlum við að koma saman ættingjar Fylkis, gamlir sundgarpar, æfingakrakkar, foreldrar og allir aðrir Vestra-púkar og hafa gaman og fræðast um það hver maðurinn Fylkir Ágústsson var.
Eins og fram kom í tölvupósti þá leitumst við eftir því að hver og einn félagi komi með veitingar af einhverju tagi til að leggja til á hlaðborð kvöldvökunnar.
Á laugardeginum mun upphitun hefjast kl 0800 og mótið sjálft kl 0900.
Þá mun fara fram útsláttarkeppni (Texas scramble) í 50m sundgreinum, einnig mun verða keppt í 100m bringusundi.
Eftir hádegi munu fara fram úrlitasund í þessum greinum og hefst upphitun kl 1300 og mótið kl 1400.
Þá mun einng fara fram boðsundskeppni á milli sundkrakka, sundgarpa og foreldra. Hver þátttakandi mun þá synda tvær ferðir fyrir sitt lið. Óskað er sérstaklega eftir þátttakendum í liði foreldra :o)
Krýndur verður meistari í 100m bringusundi en það mun hafa verið aðalgrein Fylkis á sínum tíma.
Hlökkum til að sjá ykkur öll og hafa það gaman.
Stjórn og þjálfarar Vestra.
Nánar
Sund | 23.08.2010
Takið eftir.
Þrekæfing hjá bláum og silfri verður kl 15:00 í dag vegna skráningadags Vestra sem er á milli kl 16-18 í sundhöllinni. Látið börnin endilega vita. Á morgun þriðjudag verður svo þrekæfing kl 16.
Við vonumst svo til að venjubundnar sundæfingar hefjist á miðvikudag samkv. stundaskrá sem verður komin á vefinn í síðasta lagi á þriðjudagskvöldið. Sundlaugin verður lokuð vegna viðhalds í dag mánudag og á morgun þriðjudag.
Kv, þjálfarar
Nánar
Sund | 13.08.2010
Þann 23. ágúst mun sundfélagið vera með opinn dag fyrir skráningar.
Við munum vera í anddyri sunhallarinnar milli kl 16 og 18.
Mikilvægt er að allir félagar mæti og skrái sig.
Gamlir félagar þurfa einnig að mæta til að yfirfara og skrá réttar upplýsingar.
Hlökkum til að sjá alla Vestra-púka og minnum á að æfingar eru þegar hafnar hjá Gull-, bláum- og silfurhópum. Aðrir hópar byrja 23. ágúst.
KV
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 13.08.2010
Nú fer að styttast í minningarmót um Fylki Ágústsson. Það verður haldið laugardaginn 28. ágúst.
Þetta mót er fyrir
alla iðkendur Vestra og mun stemningin verða á léttari nótunum og ekki um neitt hefðbundið sundmót að ræða.
Við munum fá marga góða gesti til okkar og í hópi þeirra eru ,,gamlir" Vestra félagar.
Keppt verður í 50m greinum, boðsundi og 100m bringusundi en það ku hafa verið aðalgrein Fylkis. Krýndir verða Fylkismeistarar í karla- og kvennaflokki í þessari grein.
Á föstudagskvöldinu munum við eiga góða stund saman með kvöldvöku og fara yfir feril Fylkis og fá aðeins að kynnast þeim manni sem stóð að uppbyggingu félagsins á sínum tíma og hélt henni við lengi vel.
Á kvöldvökunni langar okkur til að biðla til foreldra um að hvert barn komi með veitingar af einhverju tagi með sér til að setja á hlaðborð.
Við munum lofa góðri stemningu og skemtilegheitum þessa helgi.
Nánari uppl. er varða mótið koma inn er nær dregur svo að ég hvet ykkur til að fylgjast vel með, einnig mun ég senda út tölvupóst í næstu viku.
Kv.
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 12.08.2010
Æfingar næstu viku,,
Nánar
Sund | 10.08.2010
Þá eru þrekæfingar hafnar sem verða út næstu 2 vikurnar. Bláir og silfur mæta því við sundhöllina kl 16:00 mánudaga til fimmtudaga. Gullhópur mætir kl 17:00 mánudaga til fimmtudaga.
Nánar
Sund | 29.06.2010
Nú fer að líða undir lok sundtímabilsins og lauk þátttöku Vestra á sundmótum tímabilsins á AMÍ um helgina og það með glæsibrag. Eru því allir hópar Vestra komnir í sumarfrí.
Við vonum að allir noti fríið vel og njóti þess virkilega að vera úti í sólinni við leik og störf.
Æfingar hefjast aftur hjá Gulli og Bláum fljótlega í ágúst og þar með undirbúningur fyrir nýtt sundár. Munum við setja inn nánari tillkynningu þess efnis er nær dregur.
Stjórn Vestra vill þakka öllum iðkendum og foreldrum þeirra fyrir gott sundár og góða samvinnu með von um að við tökum á móti nýju sundári af krafti.
Kv
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 27.06.2010
AMÍ farar lögðu af stað frá Hafnarfirði rétt um kl 1900. Allt hefur gengið vel hjá hópnum og hafa þau m.a. annars unnið sér inn verðlaun fyrir fyrirmyndar-umgengni og kurteisa framkomu.
Áætlað er að borða kvöldmat í Borgarnesi og má reikna með þeim á Ísafjörð í fyrsta lagi kl 0100.
Nánar
Sund | 23.06.2010
Sæl öll
Það hafa orðið einhverjar smá breytingar á tímasetningum á AMÍ
Því höfum við ákveðið að flýta brottför og verður farið af stað frá
Samkaupsplaninu kl 0730 rútan kemur um kl 07.
Einnig til að þurfa ekki að eyða of miklum tíma í að stoppa á leiðinni
viljum við biðja ykkur um að nesta börnin vel í rútuna.
Kostnaður við ferðina er 17.000kr og greiðist inn á:
reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399
KV
Þuríður
Nánar
Sund | 16.06.2010
Sæl Öll
Mánudaginn 21. júní kl 2030 verður fundur fyrir AMÍ fara í Skólagötunni.
Farið verður yfir ferðatilhögun og annað.
Hvet ykkur til að kíkja á síðu mótsins
http://sh.is/id/1000334
þar sem þið getið kynnt ykkur ýmsar uppl. varðandi mótið.
KV
Stjórn Vestra
Nánar