Sæl öll.Nánar
Grindavíkurferðin gekk mjög vel þrátt fyrir mikið álag á krakkana.
Stefnan var að aðeins eldri krakkarnir syntu á nóttunni en vegna þess
hve margireldri sundmenn duttu út á síðustu dögunum fyrir ferðina hjá
öllum liðum. Þannig að þá voru mun færri krakkar en lagt var upp með.
Sjötíu og fimm sundmenn tóku þátt í maraþonsundinu en planið gerði
ráð fyrir því að um 120-130 krakkar tækju þátt.
En krakkarnir stóðu sig mjög vel og ekkert kom uppá sem heitir.
Æfingarnar hjá yngri krökkunum voru létta tækniæfingar og
þau réðu öll vel við þær.
Stefnan er svo sú að endurtaka leikinn á næsta ári,
en með því fyrirkomulagi þó að mun meiri hvíld verði á milli
æfinga svo krakkarnir fái að njóta sín meira utan sundlaugar.
Ég vona að krökkunum hafi þótt gaman, það var allaveganna ekki annað að sjá.
kv, Benni
Ferðatilhögun:
Lagt verður af stað frá Samkaupsplaninu á föstudagsmorgun kl 0800. Mæting í síðasta lagi kl 0745. Áætlað er að borða hádegismat í Búðardal. Gott væri að krakkarnir hefðu með sér eitthvað að borða í rútunni fram að því.
Áætlað er að síðustu æfingu ljúki kl 1400 á sunnudeginum og lagt verður af stað heim í kjölfarið. Kvöldmatur verður í Búðardal á leiðinni heim. Vestri mun sjá um nesti í rútunni á heimleiðinni.
Kostnaður:
Kostnaður við þessa ferð er 10.000kr og hafa börnin nú þegar greitt helminginn af þeim kostnaði. Í þessari upphæð er innifalið eftirfarandi:
Rúta báðar leiðir
Gisting
Matur:
Kvöldmatur á föstudegi og laugardegi, morgunmatur á laugardegi og sunnudegi og hádegismatur á laugardegi og sunnudegi. Sem og ávextir, brauðmeti og kvöldkaffi allan tímann.
Hádegismatur á föstudegi og kvöldmatur á sunnudegi í Búðardal.
Einnig kostnaður við fararstjóra.
Greitt skal inn á reikning:
5000kr
Dagskrá:
Krökkunum verður skipt í 5. hópa og munu þeir rúlla, þessir elstu (2. hópar) verða á 2ja tíma æfingum, hinir 60-90 mín, hléið á milli æfinga verður því, 7-10 klst. Yfir nóttina verður bara keyrt á elstu krakkana og hugsanlega skipt niður í smærri einingar, þ.e.a.s færri ofaní laug í einu. Það þarf engum að kvíða fyrir æfingunum því reynt verður að hafa þetta bara létt og skemmtilegt, mikið um tæknivinnu og sundtengda leiki.
Afþreying:
Saltfisksetrið er opið fyrir krakkana alla helgina og einnig er unglingadeild björgunarsveitarinnar er að skipuleggja uppákomu (sigling,ratleikur eða e-ð slíkt) farið verður í 2 hópum í það Fyrri hópurinn fer kl 10:00 á laugardaginn en seinni hópurinn fer kl 13:00.
Áætlað er að hafa bíósýningar bæði föstudag og laugardag í skólastofum og verða tvær myndir sýndar.
Búnaður:
Krakkarnir þurfa að hafa með sér allan almennan sundfatnað til æfinga.
3-4 handklæði
Dýnu
Sæng/svefnpoka
Fatnað til útivistar s.s. strigaskó, regngalla og gúmmískó/stígvél(ef rignir), húfu, vettlinga og slíkt.
Íþróttafatnað s.s. strigaskó og léttan fatnað.
Öll þau tæki sem að börnin taka með sér s.s. símar, i-podar og jafnvel tölvur (sem ætti jafnvel að skilja eftir heima) taka þau með á eigin ábyrgð.
Fararstjórar:
Fararstjórar í þessari ferð verða þær
Gyða Jónsdóttir S: 822-3161
Ragna Ágústsdóttir S: 865-5710
Enn er samt pláss fyrir einn fararstjóra í viðbót þannig að ef einhver hefur áhuga á að fara í þessa ferð þá endilega hafið samband við Rögnu í síma 865-5710
Þjálfarar:
Þjálfarar í þessari ferð verða þau
Benni S: 690-2303
(Margrét S: 867-7745) að öllum líkindum
Að lokum viljum við minna á að gos- og nammibann er í öllum ferðum Vestra og biðjum við foreldra og börn að virða þá reglu.
Nánar