Fréttir - Sund

Fundinn i-pod

Sund | 17.02.2010 Það fannst i-pod í rútunni hjá Finna.

Ef einhver hefur týnt slíku getur sá hinn sami haft samband við Þuríði í síma 894-4211. Nánar

Súðavík

Sund | 14.02.2010 Rétt í þessu var hópurinn í Súðavík (kl 20:45).

Rútan verður á Samkaupsplaninu rúmlega níu. Nánar

Ferðalangar

Sund | 14.02.2010 Hópurinn stoppaði í Hólmavík til að fá sér kvöldmat.
Þau lögðu af stað þaðan um kl 17:30 og gætu því verið hér um kl 20:30.
Ég set hér inn fréttir þegar þau koma í Súðavík, svo fylgist endilega með. Nánar

Breytt ferðaáætlun hjá KR-förum

Sund | 14.02.2010 Þar sem að veðurspáin er ekki hagstæð til ferðalaga seinni partinn í dag hefur verið tekin sú ákvörðun að flýta heimför. ÞAu munu leggja af stað í kringum hádegið og munum við setja inn nýjar fréttir á leiðinni um leið og þær berast. Nánar

KR-framhald

Sund | 14.02.2010 Dagurinn í gær gekk vel fyrir sig, of voru flestallir að bæta sig í sínum sundum.

Þrír keppendur frá Vestra voru í Super-Challenge (50m flug) það voru þær Elena Dís, Karlotta og Ágústa og stóðu þær sig allar með stakri prýði.
Dagskráin í gærkvöldi var skemmtileg og var m.a. töframaður sem sýndi getu sína, skemmtunin stóð til kl 22 og voru það þreyttir og sælir krakkar sem lögðust á koddann í gærkvöldi.


Nánar

Fyrstu fréttir af KR-móts förum

Sund | 12.02.2010 Þá er fyrsta keppnisdegi lokið hjá krökkunum.
Benni var mjög ánægður með krakkana og voru þau flest öll að ná góðri bætingu í 50. metra greinunum.

Elena Dís setti mótsmet í telpnaflokki í 50.m skriðsundi þegar hún synti á tímanum 29.34 sek. sem er glæsilegur árangur.

Við vonum að þessi árangur krakkanna sé forsmekkurinn af því sem koma skal um helgina. Svo er bara að sjá hvort að einhver af þeim syndi sig ekki örugglega inn í úrslitin í Super-Challenge sem fer fram í lauginni annað kvöld. Við fylgjumst spennt með þeim á morgun og setjum inn fréttir.

Annars heyrðist mér að allir væru hressir og skemmtu sér vel, allavega var mikið fjör að bak við Benna í símanum og greinilegt að engum þarf að leiðast í þessari ferð.
Nánar

Gullmót KR - Ferðatilhögun

Sund | 10.02.2010 Jæja þá er allt að komast á hreint varðandi mótið.

Mæting er á samkaupsplaninu á milli 07:00 og 07:15 lagt verður af stað kl 07:30
Áætlað er að borða hádegismat í Búðardal, en krakkarnir þurfa að hafa með sér nesti í rútuna. Í þessari ferð Vestra sem og öðrum gildir nammi- og gosbann og biðjum við foreldra að velja nesti með tilliti til þess.

Gist verður í Laugalækjaskóla og þurfa krakkarnir að hafa með sér dýnu og svefnpoka/sæng. Einnig allan almennan búnað sem tilheyrir sundinu.

Fararstjórar í ferðinni eru Guðbjörg Drengs mamma Karlottu og Guðrún mamma Emblu.

Heimferð er áætluð að loknu móti á sunnudag og munu krakkarnir borða kvöldmat í Borganesi.
Búið er að biðja um frí fyrir krakkana í skólanum á föstudaginn og einnig í fyrstu tveimur tímunum á mánudaginn.

Kostnaður við ferðina er 14.000kr en þeir sem búnir voru að borga staðfestingargjald borga 9.000kr
Hægt er að leggja inn á:

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399


Ég minni á kr síðuna til frekari upplýsinga varðandi mótið s.s. dagskrá, matseðla, super-challenge o.fl.
http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/

Að lokum segjum við megi öllum ganga sem best, góða skemmtun og góða ferð.
Nánar

Foreldrafundur fyrir KR-mót

Sund | 04.02.2010

Næstkomandi mánudag kl 20 verður foreldrafundur í Skólagötunni þar sem rætt verður um fyrirkomulag og ferðatilhögun fyrir KR-mótið.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta

 

kveðja

Stjórn Vestra

Nánar

Skráning á Gullmót KR

Sund | 02.02.2010 Sæl öll

Þá er að koma að því að allir þeir sem ætla sér að fara á KR-mótið þurfi að vera búnir að staðfesta.
Á morgun er 3. febrúar og er það sá dagur sem greiða á staðfestingargjald.

Ef barn ykkar hefur hug á að fara á mótið vinsamlegast staðfestið sem fyrst hjá Benna eða Þuríði.
Einnig viljum við benda á að ennþá vantar fararstjóra á mótið en það er jú forsenda þess að hægt sé að fara með hóp á þetta mót.


Við höfum áður farið á þetta mót og hefur það verið mjög skemmtilegt þar sem m.a. boðið er upp á Super challenge í lauginni á laugardagskvöldið. Super challenge er keppni efstu sundmanna og er boðið upp á mikla sýningu í kringum hana, ljósasýning, þulur og skemmtilegheit.
Bendi á slóð hjá sunddeild KR þar sem frekari upplýsingar er að finna:
http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/

Boðið verður upp á gistingu og mat í Laugalækjaskóla sem er um 2. mínútur frá lauginni. Nánar

Utanlandsferð og KR-mót

Sund | 27.01.2010 Sæl öll

Eins og kannski flestum er kunnugt um stefnir sundfélagið að því að fara til útlanda annað hvert ár í æfingabúðir með sína félagsmenn.
Næsta ferð er áætluð sumarið 2011. Öll börn sem fædd eru ´99 og fyrr hafa kost á að fara í þá ferð.
Í kringum slíka ferð þarf góða skipulagningu og inn í henni felst öflug fjáröflun til þess að ná niður kostnaðinum. Til að svo megi verða þurfa foreldrar að taka þátt með börnum sínum í fjáröflunum og styðja við bakið á þeim. Sem dæmi um fjáraflanir af þessu tagi má nefna vörutalningu, sláttur í kirkjugarðinum í Hnífsdal, rækjusala, lakkríssala, kökubasar og margt fleira. Einnig mun 20% af öllum fjáröflunum Vestra renna í þennan sérstaka ferðasjóð.

Æskilegt er að 2-3 foreldrar hafi umsjón með þessum fjáröflunum og hefur Sigga Sigþórs tekið að sér að leiða hópinn, en óskað er eftir fleiri foreldrum til að taka þátt í skiðulagningunni.
Næstkomandi mánudagskvöld verður haldinn fundur fyrir foreldra barna fædd ´99 og fyrr. Hann verður í Skólagötunni kl 20:00 og munum við þar kynna málið enn frekar og svara spurningum ef eitthvað er óljóst.

Við hvetjum alla foreldra til að mæta því mikilvægt er að fjáröflunin fari að komast af stað svo að ferðasjóðurinn verði sem feitastur :o)

Svo minni ég aftur á að það styttist í KR-mót og óskum við eftir svörum sem fyrst um þátttöku barnanna. Einnig vantar fararstjóra. Allir foreldrar ættu að hafa fengið póst en einnig má sjá frekari uppl. á: hsv.is/vestri
Nánar