Sund | 22.01.2010
Jæja þá erum við farin að huga að næsta móti sem er Gullmót KR 12-14. febrúar.
Það eru Gull, og Bláir sem hafa kost á því að á þetta mót.
Við höfum áður farið á þetta mót og hefur það verið mjög skemmtilegt
þar sem m.a. boðið er upp á Super challenge í lauginni á
laugardagskvöldið. Super challenge er keppni efstu sundmanna og er
boðið upp á mikla sýningu í kringum hana, ljósasýning, þulur og
skemmtilegheit.
Bendi á slóð hjá sunddeild KR þar sem frekari upplýsingar er að finna:
http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/
Boðið verður upp á gistingu og mat í laugalækjaskóla sem er um 2. mínútur frá lauginni.
Við óskum eftir fararstjórum í ferðina sem fyrst og bendum á að þar sem
að boðið er upp á mat í skólanum þurfa fararstjórar ekki að standa í
eldamennsku.
Áhugasamir geta gaft samband við Þuríði í síma 894-4211 eða á turidurkatrin@hotmail.com
Við ætlum að hafa þann háttinn á að börnin
borgi staðfestingagjald 5000kr ekki síðar en 3. febrúar.
Foreldrar tilkynni þáttöku til Benna eða Þuríðar
Nánar
Sund | 19.01.2010
Vestra-púkar stóðu sig hreint frábærlega á Reykjavík int. um helgina. Á mótinu vor allra sterkustu sundmenn landins sem og sterkir erlendir sundmenn.
Þetta mót bætir heilmiklu í reynslubankann þeirra og gerir þau að betri sundmönnum fyrir vikið.
Það er skemst frá því að segja að Elena Dís sigraði í sínum flokki í 50 metra flugsundi, 50 metra skriðsundi og 100 metra skriðsundi.
Hafnaði hún einnig í 7. sæti í fullorðinsflokki í 50 metra skriðsundi.
Hjó Elena nálægt Íslandsmetunum í 50m flugsundi og 50m skriðsundi sem
gefur góða von um framhaldið. Auk Elenu syntu þær Anna María
Stefánsdóttir til úrslita í 100m bringusundi og Martha Þorsteinsdóttir í 100m
bringusundi.
Glæsileg frammistaða hjá ykkur krakkar, við erum stolt af ykkur.
Nánar
Sund | 19.01.2010
Sunnudaginn 24. janúar kl 16:00 verður íþróttamaður Ísafjarðabæjar útnefndur við hátíðlega athöfn. Athöfnin fer fram á 4. hæð stjórnsýsluhússins á Ísafirði og er öllum opin. Vestri hefur tilnefnt Önnu Maríu Stefánsdóttur úr sínum röðum til vals á íþróttamanni Ísafjarðabæjar.
Stjórn og þjálfarar Vestra vilja hvetja alla sem áhuga hafa á að mæta og fylgjast með spennandi vali og heiðra frábært íþróttafólk bæjarins með nærveru sinni.
Nánar
Sund | 12.01.2010
Eins og margir vita breyttust reglur nú um áramótin um það hvaða sundfatnaður er leyfilegur og löglegur í keppnum.
FINA - Alþjóða sundsambandið hefur gefið út lista yfir þann keppnissundfatnað sem sambandið hefur samþykkt til notkunar.
Til einföldunar er það þannig að:
Karlar mega synda í sundbuxum að hnjám.
Konur mega synda í sundbol með opnu baki og ekki síðari en niður að hnjám.
Eftirfarandi slóð gefur til kynna hvaða sundfatnað FINA hefur samþykkt:
http://www.fina.org/project/index.php?option=com_content&task=view&id=2768&Itemid=49Með von um að þetta skýri málin
Stjórn
Vestra
Nánar
Sund | 12.01.2010
Nú er kominn endanlegur fjöldi á Reykjavík int. Þau eru:
Anna María
Elena Dís
Martha
Herdís
Guðmundur
Þórir
Víðir fararstjóri
Sigga Hreins dómari
Benni þjálfari
Farið verður á tveimur bílaleigibílum sem við höfum afnot af alla helgina.
Mæting er á Samkaupsplaninu á föstudagsmorgunin kl: 0800 og lagt af stað stuttu seinna.
Stoppað verður á leiðinni til að borða hádegismat en ekki er alveg ljóst þegar þetta er skrifað hvar það verður.
Gott væri einnig að krakkarnir tækju með sér nesti til að japla á leiðinni.
Minnum við á að nammi- og gosbindindi á að sjálfsögðu við í þessari ferð sem og öðrum á vegum Vestra.
Gist verður á farfuglaheimilinu í Laugardal sem er steinsnar frá lauginni. Við höfum til afnota tvö sex-manna herbergi.
Mælst er til að farangur sé í lágmarki svo að ekki verði of þröngt í bílunum.
Ekki þarf að hafa með dýnur einungis svefnpoka eða sæng.
Taka þarf helsta búnað með s.s. sundföt, bakkaföt og nóg af handklæðum.
Ákvörðun var tekin á fundinum í gær að fara ekki á lokahófið á sunnudagskvöldið heldur að keyra heim strax eftir mót.
Á föstudagskvöldið er hinsvegar setningarathöfn sem gaman verður að mæta á og minni ég krakkana á að hafa með sér föt við hæfi, hafi þau hug á að fara í öðru en íþróttagallanum :o)
Verðið kemur inn á allra næstunni og er miðað við að inn í þeirri upphæð sé vasapeningur sem notaður verður í skemmtun af einhverju tagi, sýnist fararstjóra og þjálfara svo.
Ef einhverjar spurningar koma upp er velkomið að hafa samband við Þuríði 894-4211
Bendi ég á dagskrá mótsins sem finna má á:
http://aegir.is/ og þar er linkur hægra megin á síðunni
Að lokum segjum við góða ferð, góða skemmtun og megi öllum ganga sem best :D
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 12.01.2010
Enn eiga einhverjir eftir að skila inn fjárölfunum frá því fyrir áramót.
Nú er komið að því að Vestri verður að fara að gera upp og skila.
Því bið ég ykkur um að drífa í að skila því sem ekki seldist og koma peningunum til Rögnu(8655710) eða Þuríðar(89442119 sem fyrst.
Nánar
Sund | 11.01.2010
Athugið að sett hefur verið inn ný stundaskrá. Ekki er um að ræða neinar breytingar á aðalstundaskránni heldur smávægilegar breytingar á þrektímum hjá bláum og gulli.
Nánar
Sund | 11.01.2010
Skráningar á RVK INT.
Nánar
Sund | 09.01.2010
Sæl öll
Mánudaginn 11. janúar kl 1930 verður fundur fyrir foreldra barna í Gull-hóp.
Við ætlum að fara yfir málin varðandi þrekæfingarnar og taka ákvarðanir um hvernig við munum hátta þeim.
Einnig ætlum við að spjalla saman um mótið um komandi helgi (Reykjavík International) þ.e.a.s. ferðatilhögun o.fl.
Vonumst til að sjá alla foreldra
Kveðja
Stjórn Vestra.
Nánar
Sund | 08.01.2010
Hér verður hægt að koma inn skilaboðum ef eitthvað hefur tapast í lauginni, í ferðum eða á mótum. Sendið erindið á turidurkatrin@hotmail.com og ég mun sjá um að koma því inn á síðuna. Einnig er hægt að setja inn færslu undir athugasemdir hér að neðan.
Nánar