Sund | 31.10.2009
Eitt gull og 3. silfur í morgun.
Nánar
Sund | 30.10.2009
Þá erum við mætt til Reykjavíkur.
Nánar
Sund | 27.10.2009
Þá er komið að Fjölnismótinu, við ætlum að fara með flugi á föstudaginn og er mæting út á völl kl 14:15 og brottför kl 14:50.
Gist verður á Capital-inn í Suðurhlíðinni, krakkarnir þurfa ekki að hafa með sér dýnur þar sem að gist verður í kojum.
Þau þurfa að hafa með sér svefnpoka/sæng og lak. Sundföt, sundgleraugu og sundhettu. Nóg af handklæðum og að sjálfsögðu Vestra-fötin á bakkann. Einnig þurfa þau allan almennan búnað eins og auka föt, snyrtivörur, tannbursta o.s.frv.
Gott er að hafa með sér brúsa til að setja vatn í því oft verður mjög heitt á bakkanum.
Kostnaður fyrir hvert barn er 13.500 og greiðist inn á 0556-26-282 kt 430392-2399
Flogið verður heim aftur með seinni vél á sunnudeginum.
Fararstjórar verða:
Guðbjörg Drengs - mamma Karlottu
Gunna Baldurs - mamma Ágústu og
Arna Lára - mamma Hafdísar
Þá er ekkert annað að segja heldur en
Góða ferð og góða skemmtun krakkar ;o)
Nánar
Sund | 26.10.2009
Hér eru skráningar á Fjölnismótið
Nánar
Sund | 22.10.2009
Helgina 30. okt - 1. nóv verður haldið Fjölnismót sem er till minningar um Óla Þór sundþjálfara.
Mótið er ætlað fyrir 10. ára og eldri. Sjá eftirfarandi link þar sem frekar upplýsingar eru varðandi mótið:
http://www.fjolnir.is/fjolnir/adalstjorn/undirsida-fretta/?cat_id=43340&ew_0_a_id=346122
Þar sem áætlun er að fara með flugi þurfum við að sá svör sem
allra allra fyrst svo að hægt sé að ná í hagstæð flugtilboð.
Foreldrar eru beðnir um að láta þjálfara vita um þátttöku um hæl og ekki seinna en á laugardag.
Nánari uppl. munu svo koma inn á næstu dögum og ráðgerður er fundur fljótlega í næstu viku.
Kveðja
f.h. stjórnar Vestra
Þuríður K
Nánar
Sund | 20.10.2009
Nú er loksins loksins loksins komið að því að Tenerife-farar komi saman og rifji upp góða stemningu úr ferð sumarsins.
Við ætlum að hafa myndakvöld á miðvikudagskvöldið að lokinni æfingu. Ætlunin er að panta pizzu og er hver og einn beðinn um að koma með 700kr með sér.
Þeir sem að eiga myndir og langar að koma með er velkomið að gera það. Annars eiga fararstjórar þó-nokkuð mikið af myndum.
Vert er að taka það fram að allir meðlimir í Gull-hóp eru velkomnir ekki bara Tenerife-farar.
Miðvikudagskvöld:
Mynda og pizzu-partý
Strax að lokinni æfingu
Heima hjá Þuríði og Andreu
Kveðja frá fararstjórum
Bessa, Erla og Þuríður
og að sjálfsögðu biður Benni líka að heilsa, hann ætlar að fá að vera með.
Nánar
Sund | 18.10.2009
Rétt í þessu voru krakkarnir að leggja af stað frá Laugum.
Reikna má með að ferðin taki um fjóra tíma og ættu þau því að vera hér á Ísafirði á milli kl 18:30 og 19:00
Nánar
Sund | 15.10.2009
Hér koma ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi Laugaferðina okkar.
Mæting er við Samkaupsplanið kl 13:40
Brottför er kl 14:00
Allir þurfa að hafa með sér nesti í rútuna til að borða á leiðinni. Og rétt er að árétta að í þessari ferð sem og öllum ferðum á vegum Vestra er algjört nammi- og gosbann.
Við ætlum að synda fyrstu æfingu kl 18:00 á Föstudeginum. Einnig verða tvær æfingar á Laugardeginum og svo að lokum ein æfinga á Sunnudeginum.
Fararstjórar í ferðinni eru Jón Páll og Sveina, með í för verða einnig Benni og Margrét Eyjólfs.
Útbúnaður:
Börnin þurfa ekki að hafa meðferðis dýnur, þær fáum við á staðnum.
Sæng/svefnpoki og lak
Sundföt og allavega 3. handklæði
Íþróttaföt og íþróttaskó í íþróttahúsið.
Útiföt, því mögulegt er að farið verði út í göngutúra, leiki eða e-ð slíkt.
Svo einnig allan almenna ferðaútbúnað s.s. tannbursta, snyrtivörur, auka föt o.þ.h.
Verð:
Ferðin kostar 6700kr og eru foreldrar beðnir um að leggja inn á reikning Vestra í heimabanka/banka og koma með kvittun við brottför.
Rnr: 0556-26-282
Kt: 430392-2399
Áætluð heimför er milli kl 15:00 og 16:00 á Sunnudaginn.
Og svo má ekki gleyma aðalmarkmiði ferðarinnar sem er skemmtun, gleði og ánægja ;-) jiiibbbbíííí
Nánar
Sund | 13.10.2009
Nú er að koma Miðvikudagur og enn höfum við bara einn fararstjóra á okkar snærum, ekki er hægt að fara í ferðina með 20 krakka og aðeins einn fararstjóra. Við verðum að gera gott betur ef við ætlum að komast í þessa ferð með krakkana. Því biðla ég til ykkar foreldrar sem að mögulega komist að athuga málið vel.
Nánar
Sund | 13.10.2009
Nú styttist óðum í ferð okkar að Laugum en okkur vantar enn einn fararstjóra í ferðina og jafnvel tvo!!!
Endilega hugsið málið vandlega ef þið foreldrar hafið mögulega lausan tíma.
Hægt er að hafa samband við Þuríði í síma 894-4211 eða á netfangið turidurkatrin@hotmail.com
Nánar