Fréttir - Sund

Samkaup í dag!

Sund | 27.11.2009 Enn vantar félaga úr bláum til að standa vaktina og selja í Samkaup í dag milli kl 16 og 18.
Þeir sem geta mætt endilega kíkið í Samkaup á þessum tíma... margar hendur vinna létt verk! Nánar

Fjáröflun í Samkaup á föstudag

Sund | 26.11.2009

Á morgun föstudag ætlum við að vera í Samkaup og selja friðarkerti og dagatöl. Gull hópur stendur vaktina á milli kl 14 og 16 og Bláir á milli kl 16 og 18.

Gott væri ef krakkarnir gætu skipt þessu á milli sín og látið endilega vita hvenær þau geta komið með tölvupósti á turidurkatrin@hotmail.com

Nánar

Fréttir af sundfólki

Sund | 24.11.2009 Jæja þá er ÍM-25 lokið og hægt er að segja að sundfólkið okkar hafi staðið sig hreint frábærlega. Óhætt er að fullyrða að við eigum framtíðarsundfólk í okkar röðum og vil ég hvetja ykkur krakkar áfram á sömu braut. Við eru öll að fylgjast með ykkur og tökum vel eftir því sem að þið gerið. Við erum afar stolt af ykkur og megið þið vita að þið eruð til fyrirmyndar hvort sem það er ofaní lauginni eða á bakkanum.

Hér er umfjöllun BB af Vestrafélögun og árnagri Elenu Dísar:

Elena Dís var nálægt Íslandsmeti

Gullhópur Sundfélagsins Vestra á Ísafirði stóð sig vel á Íslandsmeistaramóti í sundi í 25 metra laug sem haldið var um helgina. Bestum árangri náði hin þrettán ára gamla Elena Dís Víðisdóttir sem hafnaði í 6. sæti í 50 metra skriðsundi. Hún synti á tímanum 27:93 sem er skammt frá Íslandsmeti telpna (14. ára og yngri) og er hún því komin í hóp hröðustu skriðsundskvenna landsins að sögn Benedikts Sigurðssonar, yfirþjálfara Vestra. „Hún er klárlega gríðarlegt efni í bæði landsliðs og Ólympíufara í framtíðinni ef fer sem horfir,“ segir Benedikt. Anna María Stefánsdóttir komst einnig í úrslit í 50m bringu en sund hennar var ógilt í úrslitu
Tekið af bb.is

En við fylgjumst einnig með gömlum "Vestra" púkum og getum sagt frá því að Bragi Vestrapúki gerði það gott á ÍM um helgina og varð þriðji íslendingurinn til þess að ná þeim árangri að synda 50m skriðsund undir 23. sekúndum. Við látum hér frétt fylgja með af BB:

Bragi fer til Færeyja

Ísfirski sundkappinn Bragi Þorsteinsson er meðal sextán íslenskra sundmanna sem halda til Færeyja undir lok vikunnar. Þar spreyta þeir sig í keppni við heimamenn í Þórshöfn um næstu helgi. Mótið er hluti af samvinnu Sundsambands Íslands og Færeyja sem áhugi hefur verið að auka. Jakob Jóhann Sveinsson er þrefaldur Íslandsmeistari í bringusundi og einn fremsti bringusundsmaður Norðurlanda um þessar mundir. „Aðrir keppendur Íslands koma úr hópi yngri og efnilegri sundmanna landsins. Þó er enginn úr þeim hópi sem tekur þátt í Norðurlandameistaramóti unglinga í byrjun desember né úr hópnum heldur á Evrópumeistaramótið í 25 m laug sem haldið verður í Istanbúl um miðjan desember,“ segir á mbl.is.

Bragi vakti snemma athygli sem einn af efnilegustu sundköppum Vestra á Ísafirði en hann fluttist burt til að geta náð enn betri árangri í íþróttinni. Hann æfir nú hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Tekið af bb.is
Nánar

Fréttir af ÍM-25

Sund | 22.11.2009
Vel gékk í morgun í flestum sundum hjá okkar fólki. Herdís synti 50m skrið
á 30:23 sem dugði henni ekki inní úrslit en Elena Dís átti stórgott sund
og synti á 28:43 og varð 8. inní úrslit og mun keppa til úrslita
seinnipartinn í dag. Aníta synti 50m bringu á 39:23 og er ég sáttur við
frammistöðu hennar, Martha synti á 38:33 og hafnaði í 9. sæti. Herdís
synti 50m bringu á 40:42 og Anna María synti á 37:23 sem dugði henni í 7.
sætið og mun hún synda til úrslita í dag. Elena Dís synti svo 100m flug á
tímanum 1:14:68 sem er bæting hjá henni.Martha synti svo 200m baksund á
2:42:36 sem er töluvert frá hennar tíma. Stelpurnar stóðu sig ekki
nægilega vel í 4x100m skrið og greinilega ekki með hugann við þetta,
Herdís var að vísu ekki langt frá sínu en hinar 3. voru langt frá sínu
besta eða 3-6 sek. Strákarnir stóðu sig hinsvegar mjög vel, Páll (1:00:14)
Daníel (1:12:24) Þórir (1:10:23) og Guðmundur (1:04:63).

Fylgist öll með úrslitunum sem hefjast kl 16:00.
Nánar

ÍM-25

Sund | 21.11.2009 Læt hér eftirfarandi póst frá Benna fljóta inn:

Stelpurnar syntu sig rækilega inn í úrslit í 4x50m fjórsundi og munu keppa
um kl 17:55.
Það voru miklar bætingar í morgun, Herdís synti 100m bak á
1:15, Martha á 1:16 og Guðmundur á 1:16, Anna María synti 100 bringu á
1:22 sem er bæting og hafnaði hún í 10 sæti, Elena átti stórgott sund í
50m flug og synti á 31:17 og var hársbreidd frá því að ná inní úrslit eða
um 8/100, með þessum tíma er hún kominn innan við 1/2 sek frá Íslandsmeti
í telpnaflokki 13-14 ára.
Strákarnir stóðu sig einnig mjög vel í
boðsundinu.

kv, Benni

Nánar

Fréttir af ÍM-25

Sund | 21.11.2009 Þá eru komnar fyrstu fréttir af ÍM-25.
Ferðalagið gekk vel og allir voru hressir. Frést hefur sunnan heiða að mjög líklegt sé að nýr borðtennis-meistari verði krýndur í þessari ferð. Í kjölfarið hefur Jón Páll ákveðið að það hafi verið stór mistök að hleypa Kalla í fararstjóra-hlutverkið þar sem að hann virðist vera mjög líklegur til þess að hafa af honum borðtennis-meistaratitillinn!! Stefnt er að einvígi þeirra á milli á Ísafirði fyrir jól.

En að öllu gamni slepptu þá hefur mótið gengið vel og í gær syntu þær Martha, Herdís, Elena og Anna María í úrslitum í 4x50m skriðsundi.

Í dag er svo haldið áfram og hófst fjorði hluti mótsins nú í morgun.
Við munum halda áfram að setja inn fréttir af krökkunum okkar um helgina og sendum þeim góðar kveðjur suður.


Nánar

ÍM-25

Sund | 18.11.2009 Þá er allt að komast á hreint varðandi ÍM-25

Farið verður með flugi á morgun og er mæting út á völl kl:1550
Gist verður í farfuglaheimilinu í Laugardal sem er í göngufæri við laugina.
Farastjóri verður Kalli "kokkur" pabbi hans Þóris.

Ekki þarf að hafa með sér dýnur heldur bara sængur eða svefnpoka, ætlunin er að fara á lokahófið á sunnudagskvöld og eru allir skráðir sem verður bara gaman.

Heimkoma er með fyrstu vél á mánudagsmorgun.
Vestri mun senda lista í skólann og fá frí fyrir krakkana.

Verð á ferðinni er 22. þúsund
Aníta borgar 19. þúsund þar sem að hún fer seinna.

Vinsamlegast leggið inn á reikning 0556-26-282 kt 430392-2399

Ekki lítur sérlega vel út með veður og verðum við því að sjá til hvernig málin þróast á morgun og jafnvel hoppa upp í bíl og keyra af stað ef okkur sýnist svo, við munum setja allar upplýsingar inn varðar það á morgun ef þurfa þykir.
Nánar

Úrslit úr lágmarkamóti 9. nóvember.

Sund | 10.11.2009 Úrslit úr lágmarkamóti sem haldið var þann 9. nóvember eru komin inn og eru undir liðnum "úrslit" hér til vinstri. Nánar

ÍM-25

Sund | 06.11.2009 Nú styttist óðum í að Gull-hópur fari á ÍM-25. Það verður 19-22. nóvember í laugardalnum. Við erum búin að panta gistingu á farfuglaheimilinu í Laugardal og er það einkar hentugt því að það er svo stutt í laugina.

Okkur vantar fararstjóra í þessa ferð. Við munum fara með um 11 krakka og eru þetta allt krakkar sem eru þrælvön á mótum og vita nákvæmlega hvað þau eiga að gera. Því felst vinna fararstjór fyrst og fremst í því að hafa til mat fyrir krakkana og ávexti og drykki á bakkanum. Þessar ferðir hafa reynst vera einkar skemmtilegar enda eru krakkarnir okkar góður félagsskapur.
Eins og áður sagði eru þetta bara krakkar í Gull-hóp því óska ég eftir að foreldrar barna í þeim hóp skoði nú dagatalið sitt og athugi hvort að þeir hafi ekki lausan tíma. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Benna eða Þuríði.

Nánari upplýsingar varðandi ferðatilhögun eru ekki ljósar að þessu sinni en munu koma inn um leið og þær eru tilbúnar. Nánar

Annar dagur að kveldi kominn.

Sund | 31.10.2009 3. mótshluta lokið. Nánar