Sund | 17.09.2009
Seinni hluti
Nánar
Sund | 17.09.2009
Fyrri hluti
Nánar
Sund | 09.09.2009
Þriðjudaginn 15.sept nk. verður haldinn félagsfundur Vestra í Skólagötunni kl 20. Þar verður farið yfir starfið í vetur og umræður. Á fundinum verður einnig farið yfir komandi Vestfjarðameistaramót og skipulagningu á því. Jafnframt hefur Þuríður Katrín Vilmundardóttir boðið fram krafta sína sem formaður Vestra og er því formannskosning á dagskrá. Stjórnin hvetur alla til að mæta og kynna sér starfið í vetur. Stjórn Vestra leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra og telur það vera hornstein þess að starf félagsins gangi sem best verður á kosið. Dagskrá: -Vestfjarðarmót -Dagskrá vetrarins kynnt -Fjáraflanir -Þrif á Skólagötu -Hugmyndir að foreldraráði -Reglur varðandi staðfestingargjald -Formannskosning -Önnur mál
Nánar
Sund | 08.09.2009
Búið er að setja inn æfingagjöldin undir starfið, hér vinstra megin.
Nánar
Sund | 03.09.2009
Stundaskrá yngstu flokka hefur verið lítillega breytt. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að kynna sér breytingarnar.
Nánar
Sund | 22.08.2009
Eftir hafa talað við verslunarstjórann í bónus þá er lágmarks aldur í vörutalningu 13. ára en minni á að foreldrar eru beðnir að mæta. Við erum komin með 10. manns en þurfum að vera 20 . margar hendur vinna létt verk.
Staðfesting á mætingu í síma (sms) 8683106
og netfang joibakari@simnet.is
Kvedja stjórnin
Nánar
Sund | 20.08.2009
Framundan er fyrsta fjáröflun vetrarins, um er að ræða vörutalningu fyrir Bónus.
Þátttakendur eru allir sem eru 12 ára og eldri og helst einn foreldri með.
Þetta er almenn fjáröflun, ekki aðeins fyrir utanlandsfara.
Þetta er fjáröflun sem gefur góðan pening og ekki veitir af á þessum tímum
og þetta er eitthvað sem við eigum eftir að fá oftar ,það er að segja ef við stöndum okkur.
Við byrjum um kl. 17:30 og seinast vorum við búin um kl: 21:00 (það fer auðvitað eftir mætingu)
Aðeins 10. manns voru búin að melda sig hjá Jóa í gær, svo nú er að bretta upp ermarnar og hringja /senda póst
Og tilkynna þátttöku.
Jói sími 868-3106
joibakari@simnet.is
Nánar
Sund | 20.08.2009
Skráningar í vetrarstarf Vestra verður n.k þriðjudag í sundhöll Ísafjarðar frá kl 16-18:00. Allir þeir sem ætla að æfa í vetur láta sjá sig.
Nánar
Sund | 31.07.2009
Kæra sundfólk.
Nú fer sumarfríið að styttast í annan endann en vitiði hvað, haustið verður alveg hreint frábært. Ég hef ákveðið að byrja með æfingar föstudaginn 7. ágúst og munum við fara varlega af stað í útiþreki, hjól/hlaup/styrktaræfingar/leikir. Bláir og silfurhópur verða saman og mæta kl 16:00-17:00. Gullhópur mætir svo kl 17:-18:30. Allir krakkar eiga að mæta í góðum skóm í fyrsta tíma því við munum fara í stutta fjallgöngu.
Munum við reyna að komast í laug um eða eftir miðjan mánuð en einblínum þess í stað á þrek og styrktaræfingar fyrst um sinn.
Það er afar mikilvægt að krakkarnir mæti strax frá fyrsta tíma og verði með frá upphafi af heilum hug, það skilar sér.
Við skulum öll einsetja okkur það að hafa gaman í vetur og æfa vel.
Æfingarnar verða alla virka daga hjá báðum hópum og læt ég svo gullhóp sérstaklega vita þegar ég bæti inn laugardagsæfingunum.
Kv, Benni
Nánar
Sund | 22.06.2009
Hérna eru greinarnar á amí 2009, ÁFRAM VESTRI
Nánar