Sund | 14.06.2010
Sæl öll
Eftirfarandi aðilar hafa staðfest för sína á AMÍ
Fara með rútu á vegum Vestra:
Þórir
Herdís
Martha
Hilmar
Anna María
Guðmundur Elí
Fara á eigin vegum suður en gista með hópnum:
Ágústa
Lena
Fararstjórar:
Didda
Rúna
Ef einhver er ekki á listanum en ætlar sér að fara eruð þið vinsamlegast
beðin um að láta vita sem fyrst.
KV
Þuríður
Ég ítreka að það gætu verið aðilar að fá þennan póst sem ekki hafa náð
lágmörkum á AMÍ.... þið leiðið þetta þá bara hjá ykkur :o)
Nánar
Sund | 08.06.2010
Sæl öll
Nú fer að styttast í AMÍ og einhver ykkar eiga börn sem náð hafa
lágmörkum á það mót. AMÍ fer fram í Ásvallalaug Hafnarfirði dagana
24.-27. júní.
Oft er það svo með þetta mót, þar sem það er haldið um sumartímann að
foreldrar flétta sumarfríið sitt í kringum mótið og fara með börnum
sínum.
Því langar okkur til að vita hverjir það eru sem hafa hug á að fara með
hóp á vegum Vestra og hverjir fara á eigin vegum?? Gott væri að láta
vita sem fyrst svo að við getum hafið skipulagningu, sem er örlítið
erfiðari nú heldur en að vetri til þar sem meira er að gera hjá
rútufyrirtækjunum yfir sumartímann.
Því villjum við hafa tímann fyrir okkur og byrja skipulagningu sem
fyrst.
Ég bendi einnig á síðu mótsins
http://http://sh.is/id/1000334Kveðja
Þuríður
Katrín
Nánar
Sund | 07.06.2010
Nú hefur sundlaugin loksins verið opnuð á ný eftir viðhald.
Þannig að við getum haldið ótrauð áfram með æfingar fyrir AMÍ...... æfing í kvöld kl 2100
Nánar
Sund | 29.05.2010
Sæl öll
Með einskærum dugnaði hefur vestra-púkum tekist að selja næstum alla SÁÁ áfana sem við fengum afhent til sölu.
Við fengum 400stk og eigum einungis 15 stk eftir, þannig að ef ÞÚ átt eftir að kaupa þér álf þá er hægt að fá þá hjá Þuríði í síma 894-4211.
Við viljum þakka öllum þeim duglegu krökkum sem tóku þátt og að sjálfsögðu foreldrum líka.
Kv
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 28.05.2010
Sæl öll
Minni Bikar-móts fara á að koma með gott nesti með sér til að hafa fram að kvöldmat.
Góða ferð, góða skemmtun og gangi ykkur rosa vel :o)
Nánar
Sund | 26.05.2010
Hann Hilmar týndi sundpokanum sínum á ÍRB-mótinu
Í pokanum var allt hans sunddót skýla, gleraugu og fleira
Ef einhver kannast við að hafa séð heið-bláan sundpoka sem er merktur Hilmari Jóhanns þá má sá hinn sami hafa samband við Beu eða Þuríði (894-4211).
Einnig liggur hjá mér svefnpoki frá því á ÍRB-mótinu sem enginn vill kannast við. Hann er í dökk-bláum poka, ef þið kannist við að hafa týnt svefnpoka þá er hægt að hafa samband við Þuríði (894-4211)
Nánar
Sund | 26.05.2010
Sæl Öll
Þá eru allar upplýsingar varðandi bikarmótið um helgina fyrir gull-hóp
komnar á hreint.
Farið verður á föstudaginn með mið-vélinni og er mæting á flugvöllinn kl
14 og brottför kl 1435.
Komið verður heim á laugardeginum og er brottför frá rvk kl 1700 og
lending hér á Ísafirði kl 1740
Farið verður með bílaleigubílum til Keflavíkur og verður gist og borðað í
Holtaskóla.
Þar sem mjög tæpt er á því að krakkarnir nái í upphitun á föstudeginum
og ljóst er að nýta verður tímann vel væri gott ef krakkarnir gætu komið
með nesti með sér í flugið til að eiga fram að kvöldmat á föstudeginum.
Krakkarnir þurfa að hafa með sér dýnu og svefnpoka/sæng.
Jón Páll mun fara með sem fararstjóri og að sjálfsögðu verður einnig
Benni með í för.
Verð á ferðinni er 11.000kr
og vinsamlegast leggið inn á reikning:
reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399
KV
Þuríður
Nánar
Sund | 22.05.2010
Sæl öll
Þá höfum við dregið í kökulínunni og keyrt út til vinningshafa.
Við þökkum öllum fyrir góð skil á kökum og línum, þetta gekk mjög vel.
Þeir sem ekki skiluðu línum og eru enn með stílabækur eru vinsamlegast beðnir um að skila þeim sem fyrst til Siggu Sigþórs.
Í næstu viku ætlum við svo að selja SÁÁ álfinn og vonumst við eftir góðri þátttöku, nánar um það síðar.
Kv
stjórn Vestra
Nánar
Sund | 20.05.2010
Sæl öll
Varðandi kökulínuna þá hafa komið fram tveir tímar um skil á kökunum.
Sá rétti er kl 12 næstkomandi laugardag í Skólagötuna en ekki kl 14.
Kv
Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 20.05.2010
Hér að neðan eru Greinar á bikar 2010. Þetta er liðakeppni og því nauðsynlegt að engin hætti við því þá erum við í slæmum málum. Það eru kannski ekki allir sáttir við sín sund en svona tel ég að við náum hæsta stigafjölda fyrir liðið, ekki fyrir hvern og einn einstakling.
Nánar