Komdu í körfu var yfirskrift á körfuboltadegi Kkd. Vestra sem haldinn var í dag mánudaginn 14. september 2020. Fjölmargir iðkendur lögðu leið sína í Íþróttahúsið á Torfnesi og stjórnuðu þjálfarar yngri flokka fjölbreyttum leikjum við allra hæfi ásamt leikmönnum úr mfl. karla og kvenna.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra hefur gengið frá samningi við átta leikmenn meistaraflokks kvenna. Þessi hópur myndar sterkan kjarna heimastúlkna fyrir komandi tímabil í 1. deild kvenna því allir leikmennirnir eru uppaldir hjá féaginu.
NánarHin bandaríska Olivia Crawford er gengin til liðs við nýstofnaðan meistaraflokk kvenna hjá Kkd. Vestra. Liðið mun leika í 1. deild Íslandsmótsins í vetur eftir fimm ára hlé. Olivia er 23 ára leikstjórnandi og lék með Seattle University á síðustu leiktíð. Hún byrjar því atvinnumannaferil sinn á Ísafirði. Hún setti 6,4 stig að meðaltali í vetur, var með 3,5 fráköst og 2 stoðsendingar.
NánarBandaríski bakvörðurinn Ken-Jah Bosley hefur skrifað undir samning við Kkd. Vestra og leikur með meistaraflokki karla á næsta leiktímabili. Bosley útskrifaðist frá Kentucky Wesleyan háskólanum árið 2017 (D2) og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins frá upphafi.
NánarÍ ljósi nýjustu tilskipana yfirvalda vegna Covid-19 hefur Körfuboltabúðum Vestra 2020 verið aflýst. Framkvæmdastjórn búðanna tók þessa erfiðu ákvörðun á fundi í hádeginu í dag í kjölfar þess að ríkisstjórnin ákvað í morgun að herða á ný reglur um samkomuhald og sóttvarnir.
NánarKörfuknattleiksdeild Vestra teflir fram meistaraflokki kvenna í 1. deild á næsta leiktímabili og er það fyrsti kvennameistaraflokkurinn í sögu deildarinnar. Stjórn kynnti ákvörðun sína á nýafstöðnum aðalfundi. Forveri kkd. Vestra, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, á sér langa sögu í kvennaboltanum en nú eru fimm ár síðan að síðast var starfræktur meistaraflokkur kvenna í körfunni fyrir vestan. Þá lauk liðið keppni í þriðja sæti 1. deildarinnar með bandaríska leikmanninn Labrenthiu Murdoch Pearson í broddi fylkingar.
NánarUm helgina skrifuðu fjórir ungir og efnilegir leikmenn undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra. Þetta eru þeir Arnar Smári Bjarnason, sem kemur frá Skallagrími, Blessed Parilla, Friðrik Heiðar Vignisson og James Parilla sem allir eru uppaldir Vestramenn.
NánarSumaræfingar Kkd. Vestra hefjast á mánudaginn kemur og standa til 9. júlí. Hefur framboð á sumaræfingum fyrir iðkendur félagsins aldrei verið meira. Alls er boðið upp á fjórar æfingar í viku í samfellt fimm vikur. Æft er í þremur aldurshópum og eru yngstu iðkendurnir fæddir 2010, en það eru verðandi fimmtubekkingar í grunnskóla. Stelpur og strákar æfa saman. Alla æfingatímana má sjá á meðfylgjandi mynd.
Nánar
Króatíski miðherjinn Marko Dimitrovic hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Vestra. Marko kom til liðs við Vestra síðastliðið haust og lék í stöðu miðherja og framherja jöfnum höndum.
NánarAðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2020 verður haldinn þriðjudaginn 2. júní. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 18:00.
Nánar