Sund | 29.12.2011
Sæl öll
Vestri hefur tekið í notkun nýtt skráningar og greiðslukerfi (nori)
sem er í gegnum HSV, Nokkrur íþróttafélög innan HSV eru komin af stað
með þetta skráningarkerfi.
Frá næstu áramótum skrá iðkendur sig inn í gegnum HSV síðuna og greiða æfingagjöldin þar. Ekki verða sendir út greiðsluseðlar eins og áður.
Allir sem hafa æft með gull,silfur og bronshóp þurfa að skrá sig.
kv. Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 26.12.2011
Sæl öll,
dósasöfnun verður þriðjudaginn 27. desember kl. 18.
Mæting niður við Íshúsfélagið (á móti kirkjugarðinum)til að velja sér götur.
kv. Kolbrún og Kristín
Nánar
Sund | 08.12.2011
Elena Dís hefur verið valin af SSÍ til að taka þátt í norðurlandameistarmóti unglinga sem fram fer helgina 9-11 desember.
Elena mun æfa með úrtakshópnum á fimmtudag og föstudag fyrir mót.
Hópurinn mun svo dvelja saman á meðan á móti stendur og verður Elena eflaust reynslunni ríkari eftir helgina.
Við hjá Vestra erum afar stolt af Elenu og fylgjumst við spennt með gengi hennar um helgina.
Gangi þér vel Elena Dís :o)
Nánar
Sund | 23.11.2011
Sæl Öll
Þá eru línur farnar að skýrast varðandi Fjölnismótið.
Farið verður með flugvél, mæting á flugvöllinn kl. 10:50 á föstudag, og brottför úr Reykjavík kl. 15:15 á sunnudag, lent á Ísafirði kl.15:55.
Sótt hefur verið um leyfi fyrir hópinn á fös. í báðum skólum, GÍ og MÍ.
Krakkarnir þurfa að hafa með sér svefnpoka/sæng og lak, það verður gist á farfuglaheimilinu í Laugardal sem er við hliðina á Laugardalslauginni.
3-4 handklæði
Sundföt, sundgleraugu, sundhettu og vatnsbrúsa á bakkann.
Bakkaföt, stuttbuxur, bol og innskó (þetta er innilaug og getur orðið
ansi heitt á bakkanum)
Auka föt.
Tannbursta og aðrar nauðsynlegar hreinlætisvörur
Ekki gleyma Hsv-gallanum í flugið og góða skapinu.
Öll rafmagnastæki eins og i-pod, farsíma og tölvur hafa krakkarnir með sér á
eigin ábyrgð.
Ekki er ætlast til þess að krakkarnir hafi með sér vasapening og minnum
við á að allar ferðir á vegum Vestra er gos- og nammilausar.
Hins vegar reynum við að ljúka góðri ferð á því að fá okkur ís
einhversstaðar og er það í boði Vestra.
Fararstjórar í ferðinni verða:
Jón Arnar Gestsson s. 8997171 ( pabbi Laufeyjar Huldu)
Haraldur s. 8403327 ( pabbi Hafdísar)
Rúnar Helgi Haraldsson s. 8227415
( pabbi Emmu )
Þjálfarar í ferðinni eru Martin og Gunna
Kostnaður ferðarinnar greiðist inn á
reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399
og senda kvittun á mimir@internet.is
Ef einhverjar spurningar vakna hjá foreldrum um ferðina þá er alltaf
hægt að hafa samband og fá upplýsingar hjá Guðbjörgu í síma 8457246
Ég vil einnig benda á síðu mótsins http://fjolnir.is/sund/atburdir/2011-2012/unglingamot/, þar er hægt að skoða allt um mótið.
Góða ferð og skemmtun.
Kv. Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 22.11.2011
Sæl öll
Þá er það kökulínan okkar, bækurnar verða afhentar á
æfingu í dag þri. þeir sem ætla á fjölnismót klári að selja á
fimmtudagskvöld.
Foreldrar eru beðnir að baka köku fyrir börnin sín
og skila í sundhöll ásamt bókum kl 11:45 á sunnudag, dregið verður kl.12
og vinningum keyrt út í framhaldi af því.
Eins og fyrr kostar línan 500 kr.
Gangi okkur vel.
kv. Ragna og Rannveig
Nánar
Sund | 31.10.2011
Sæl öll
Dósasöfnun verður þriðjudaginn 1. Nóvember kl. 18.
Mæting niður við Flytjanda í dósamóttöku til að velja sér götur.
kv..Gugga Gísla og Erla Jóns.
Nánar
Sund | 22.10.2011
Heil og sæl.
Við viljum minna á að síðasti dagur til að skila skráningum á ÍM25 er 31.okt. kl 18.
Einnig viljum við minna á uppskeruhátíð SSÍ sem verður haldin 13.nóv kl 19.30.
Hér að neðan sjáið þið breytingar sem SSÍ hefur samþykkt og mun taka í gildi á ÍM25 nú í ár.
Stjórn
SSÍ hefur samþykkt þær breytingar að 4x200m skriðsund er ný grein á
mótinu og er á dagskrá eftir að 1500m skriðsundi líkur. Stjórn SSÍ hefur
einnig samþykkt að 400m skriðsund verður synt í beinum úrslitum,
hraðasti riðillinn verður syntur í úrslita hlutanum.
Með sundkveðju
Ingibjörg H. Arnardóttir
Skrifstofustjóri | Head of office
Sundsamband Ísland | The Icelandic Swimming Accociation
Nánar
Sund | 16.10.2011
Sæl öll
Foreldrafundur verður haldinn þriðjudaginn 18. okt kl. 19:30 - 20:00 á sundhallarloftinu.
Hvetjum alla til að mæta.
kv. Stjórn Vestra
Nánar
Sund | 14.10.2011
Sæl öll
Nýr listi yfir þrif á sundhallalofti hefur nú verið settur á Vestra síðuna. Foreldrar eru beðnir um að kíkja á hann og er hann undir liðnum "starfið" og "þrif á sundhallarlofti"
Þeir foreldrar sem ekki eru á listanum munu verða settir á nýjan lista eftir áramót.
Ef þið getið ómögulega verið á þeim tíma sem þið eruð sett á þá vinsamlegast skiptið innbyrðis.
Áætlað er að hvert foreldri hafi 1 viku í senn
Það þarf að koma 2x í viku og athuga með rusl, wc, þurrka úr gluggum og hvort þurfi að skúra eða moppa.
Gera þarf lokaþrif á föstudegi, laugardegi eða sunnudegi.
Skila af sér skúruðu, þrífa wc og þurrka úr gluggum.
Lyklar eru hjá starfsfólki sundhallar og því þarf að þrífa á opnunartíma laugar.
Tuskur er hægt að nálgast hjá starfsfólki og skal þeim skilað þangað aftur eftir notkun.
Henda skal rusli í tunnur á bakvið sundhöll.
Kv
Þuríður
Nánar
Sund | 14.10.2011
Sæl öll
Hér að neðan er listinn fram að jólum, nýr listi kemur um áramót.
Ef þið getið ómögulega verið á þeim tíma sem þið eruð sett á þá vinsamlegast skiptið innbyrðis.
Áætlað er að hvert foreldri hafi 1 viku í senn
Það þarf að koma 2x í viku og athuga með rusl, wc, þurrka úr gluggum og hvort þurfi að skúra eða moppa.
Gera þarf lokaþrif á föstudegi, laugardegi eða sunnudegi.
Skila af sér skúruðu, þrífa wc og þurrka úr gluggum.
Lyklar eru hjá starfsfólki sundhallar og því þarf að þrífa á opnunartíma laugar.
Tuskur er hægt að nálgast hjá starfsfólki og skal þeim skilað þangað aftur eftir notkun.
Henda skal rusli í tunnur á bakvið sundhöll.
Nánar