Fréttir - Sund

Málþing

Sund | 14.02.2012

Námskeið í formi málþings, fyrir foreldra barna- og ungmenna í íþróttum, verður haldið í Menntaskólanum á Ísafirði miðvikudagskvöld 15. febrúar og hefst kl. 20:00

Námskeiðið er liður í leiðbeinenda/þjálfaranámi ÍSÍ sem nemendur Menntaskólans hafa valið sér á vorönn 2012.

Dagskráin byrjar með umfjöllun fræðslufulltrúa ÍSÍ, Viðars Sigurjónssonar, um foreldrastarf í tengslum við íþróttaiðkun barna- og ungmenna.

Íþrótta-mamma Friðgerður Ómarsdóttir og íþrótta-pabbi Kristján Jóakimsson sem bæði hafa átt þrjú – fjögur börn í íþróttum, segja frá reynslu sinni af því að styðja börnin sín í íþróttastarfinu.  Hvað það útheimtir að veita þeim aðstoð og aðhald og hvetja til dáða.  Hvaða vinna og tími fer í slíkan stuðning og hvað það gefur foreldrum að vera þátttakendur í starfi með barni sínu að áhugamáli þess.

Margreyndur þjálfari, Ingvar Ákason, sem skipulagt hefur fjölbreytta félagslega þátttöku barna- og ungmenna samhliða íþróttaæfingum og keppni, segir frá samstarfi sínu við foreldra þeirra. Hann mun einnig fjalla um mikilvægi þess að foreldrar starfi með börnum sínum fram yfir unglingsár og styðji þau allan tímann.

Tvö ungmenni sem æfa keppnisíþróttir Ebba Kristín Guðmundsdóttir og Halldór Páll Hermannsson segja frá upplifun sinni af þátttöku foreldra og stuðningi í íþróttastarfinu.

Skólastjóri íþróttaskóla HSV Kristján Flosason kynnir starfsemi skólans.

Stuttar umræður og fyrirspurnir verða að loknu hverju erindi.

Boðið verður upp á kaffispjall við nokkur hringborð að lokinni dagskrá.  Ritarar skrá niður athugasemdir, hugmyndir og tillögur sem fram koma í umræðum að bættu samstarfi íþróttafélaga og foreldra. Leitast verður við fá fram skilgreiningu á því hvað felst í foreldrastarfi barna- og ungmenna í íþróttum.

 

Stjórnandi verður Hermann Níelsson sviðsstjóri íþrótta við Menntaskólann á Ísafirði.

Nánar

Gullmót KR 2012

Sund | 08.02.2012
Sæl Öll

Þá eru línur farnar að skýrast varðandi Gullmót KR.

Farið verður með flugvél, mæting á flugvöllinn kl.13:35 á föstudag, og brottför úr Reykjavík kl. 15:45 á sunnudag.


Krakkarnir þurfa að hafa með sér svefnpoka/sæng og lak, það verður gist í Laugalækjaskóla sem er í göngufæri við Laugardalslaugina.
3-4 handklæði
Sundföt, sundgleraugu, sundhettu og vatnsbrúsa á bakkann.
Bakkaföt, stuttbuxur, bol og innskó (þetta er innilaug og getur orðið ansi heitt á bakkanum)
Auka föt.
Tannbursta og aðrar nauðsynlegar hreinlætisvörur
Ekki gleyma Hsv-gallanum í flugið og góða skapinu.
Öll rafmagnastæki eins og i-pod, farsíma og tölvur  hafa krakkarnir með sér á eigin ábyrgð.
 
Við minnum á að allar ferðir á vegum Vestra er gos- og nammilausar.
Hins vegar reynum við að ljúka góðri ferð á því að fá okkur ís einhversstaðar  og er það í boði Vestra.

Fararstjórar í ferðinni verða:
Jón Arnar Gestsson  s. 8997171 ( pabbi Laufeyjar Huldu)
Sigurbjörg Benediktsdóttir s.8490121  ( mamma Rakelar Ýrar)
Þjálfarar í ferðinni eru Martin og Gunna

Kostnaður ferðarinnar greiðist inn á

reikningsnúmer:
0556-26-282
kennitala:
430392-2399

og senda kvittun á mimir@internet.is 

  

Ég vil  benda á síðu mótsins  http://www.kr.is/sund/gullmot_kr/gullmot_kr_2012 , þar er hægt að skoða allt um mótið.
Góða ferð og skemmtun.
Kv. Stjórn Vestra
Guðbjörg Drengsdóttir Guðbjörg Drengsdóttir | þriðjudagurinn 22. nóvember 2011

Kökulína

Sæl öll

Þá er það kökulínan okkar, bækurnar verða afhentar á æfingu  í dag þri. þeir sem ætla á fjölnismót klári að selja á fimmtudagskvöld.
Foreldrar eru beðnir að baka köku fyrir börnin sín og skila í sundhöll ásamt bókum kl 11:45 á sunnudag, dregið verður kl.12  og vinningum keyrt út í framhaldi af því.
Eins og fyrr kostar línan 500 kr.
Gangi okkur vel.
kv. Ragna og Rannveig
Fyrri síða
1
234567293031Næsta síða
Síða 1 af 31
Eldri færslur

Fréttir

Vefir aðildarfélaga HSV

Nánar

Dagskrá og Fjáraflanir

Sund | 18.01.2012
Sæl öll
Nú er loks komin dagskrá fyrir vorönnina inn á síðuna okkar. Bæði er komin mótadagskrá og fjáraflanir.
Við viljum minna á að til þess að við getum haldið þessari dagskrá þurfum við samvinnu við foreldra og nauðsynlegt er að fá fararstjóra á mótin. Afar bagalegt er að þurfa að fella niður ferð vegna fararstjóraleysis.
Njótið vel!
Kv
Þuríður
Nánar

Fjáraflanir Vor 2012

Sund | 18.01.2012 Dósasafnanir:
7. febrúar
10. apríl
31. maí

Kökulína:
Selt 26.-29. apríl. Dregið 1. maí 

Páska bingó:
7. apríl

Páskaeggjahappdrætti:
Selt 26. mars- 1. apríl. Dregið 4. apríl

Flatkökusala:
Janúar.

Fleiri fjáraflanir gætu bæst hér inn síðar.  Nánar

Dagskrá vorið 2012

Sund | 18.01.2012 Sundmót:
Mót Dagsetning Hverjir fara Hvar
Gullmót KR 10.-12. febrúar Gull, Silfur, Brons Reykjavík
Vestfjarðameistaramót  9.-11. mars Allir Bolungarvík
ÍM-50 12.-15. apríl Lágmarkamót Reykjavík
ÍRB-mót 11.-13. maí Gull, Silfur, Brons  Keflavík
AMÍ 21.-24. júní Lágmarkamót Keflavík

Æfingabúðir:
Hólmavík óákveðið Gull, Silfur, Brons Hólmavík Nánar

Skólastyrkir

Sund | 16.01.2012

Ungmennafélag Íslands hefur verið í  góðu samstarfi við nokkra lýðháskóla í Danmörku í áraraðir.  UMFÍ hefur m.a. styrkt fjölmörg íslensk ungmenni til dvalar í þessum skólum og gerir enn.   Einn af þeim skólum sem UMFÍ er í samstarfi við er lýðháskólinn í Viborg.  Skólinn hefur nú ákveðið að bjóða nokkrum ungmennum skólastyrk á vorönn sem er frá 19. febrúar – 26. júní 2012 eða í samtals 18 vikur.   Heildarkostnaður vegna námsins ásamt fullu fæði og gistingu er 36.910.- dkr. eða um kr. 800.000,- íslenskar krónur.   Styrkurinn nemur hinsvegar kr. 20.910.- dkr. sem er um 460.000.- íslenskar krónur.    Hlutur nemenda í þessar 18 vikur er því 16.000.- dkr. eða einungis um 350.000.- íslenskar krónur.

Upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans giv.dk og síðan gefur Ómar Bragi Stefánsson hjá Ungmennafélagi Íslands frekari upplýsingar til áhugasamra.  Netfang Ómars er omar@umfi.is
Nánar

Foreldrafundur

Sund | 12.01.2012
Sæl öll
Foreldrafundur í kvöld fim 12. jan. kl. 19 á sundhallarloftinu.
kv.
Stjórnin Nánar

Þrif á sundhallarlofti vor 2012

Sund | 10.01.2012 Áætlað er að hvert foreldri hafi 1 viku í senn
Ef úthlutaður tími hentar ekki eru foreldrar beðnir um að skipta innbyrðis.

Það þarf að koma 2x í viku og athuga með rusl, wc, þurrka úr gluggum og hvort þurfi að skúra eða moppa.
Gera þarf lokaþrif á föstudegi, laugardegi eða sunnudegi.
Skila af sér skúruðu, þrífa wc og þurrka úr gluggum.

Lyklar eru hjá starfsfólki sundhallar og því þarf að þrífa á opnunartíma laugar.
Tuskur er hægt að nálgast hjá starfsfólki og skal þeim skilað þangað aftur eftir notkun.
Henda skal rusli í tunnur á bakvið sundhöll.

Hér má sjá listann fyrir vor 2012

Vika

Nafn

Gsm

Netfang

9.-15. jan

Guðný/Pom

8467470

bamboo@mi.is

16.-22. jan

Sigþór/Sigga

8466384

siggasigt@internet.is

23.-29. jan

Særún/Didda

8995361

veisi@simnet.is

30. jan-5. feb

Telma/Bára Lind

8656372

baralind@gmail.com

6.-12. feb

Mikolaj/Iwona

8940141

krak@simnet.is

13.-19. feb

María Lind/Kolbrún

8612330

oddurjons@simnet.is

20.-26. feb

Martina/Borce

8637068

ilievskib@yahoo.com

27. feb-4. mars

Árný M/Sævar

8962846

gingunn@simnet.is

5.-11. mars

Gabriela/Kamila

4560148

gisli1437@hotmail.com

12.-18. mars

Ívar Tumi/Heiða

8258415

heidaherbal@simnet.is

19.-25. mars

Jakob/Vala

8217374

hvala@simnet.is

26.mar-1. apr

Jóhanna/Randí

8677780

randig@simnet.is

2.-8. apr

 

 

 

9.-15. apr

Magnús Þ/Margrét

8974601

thorsteinnjoh@simnet.is

16.-22.apr

Nikola/Denis

8576473

hili@onet.pl

23.-29. apr

Tanja/Natalía

8623014

nati@simnet.is

30. apr-6. maí

Ágústa/Gunna

8621845

robbigun@simnet.is

7.-13. maí

Emma/Rúnar

8227415

runar@misa.is

14.-20. maí

Guðmundur/Sveina

8695874

sveinah@simnet.is

21.-27. maí

Rakel/Sibba

8490121

sibbaotto@hotmail.com

28. maí-3. jún

Martha/Sigga

8948965

silfa@simnet.is



Nánar

ÆFINGAR 2012

Sund | 02.01.2012 sæl öll
Gleðilegt nýtt ár.
Sundæfingar byrja á sama tíma og áður miðvikudaginn 4. jan. Morgunæfingar byrja  fös. 6. jan.
kv. þjálfarar
Nánar

JÓLAKVEÐJA

Sund | 29.12.2011 SUNDFÉLAGIÐ VESTRI ÓSKAR IÐKENDUM, ÞJÁLFURUM OG FJÖLSKYLDUM ÞEIRRA GLEÐILEGRA JÓLA OG FRIÐAR Á NÝJU ÁRI.
ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA.

KVEÐJA
STJÓRN VESTRA
Nánar