Steini og félagar fóru best af stað í vorleiknum og náðu 12 réttum, vel gert. Seðill skilaði kr. 6.300 í vinning.
Annars má finna stöðuna í leiknum hér:
Stóri potturinn skilaði líka 12 réttum, náðum 3 röðum með 12 réttum og 21 röð með 11 réttum, vinningur samtals kr. 24.900, hluthafar fá sinn hlut greiddan inn á spilareikning sinn síðar í vikunni.
Rétt að fara að huga að næsta seðli en hann er hér.
Nánar
Haustleiknum lauk með naumum sigri Krissa, lokastöðuna hægt að finna hér.
Nýr leikur hefst á laugardaginn kemur, 5. janúar. Bikarhelgi, snúinn seðill. Seðilinn má finna hér. Nú spilum við 18 vikur, 15 bestu telja, síðasta umferð verður sem sagt laugardaginn 4. maí.
Minni menn á að senda raðir inn tímanlega og ekki verra ef þið náið fleirum inn í leikinn, allt skilar þetta tekjum fyrir Vestra.
Stóri seðillinn verður á sínum stað, enn pláss fyrir fleiri hluthafa í honum, bara senda póst á getraunir@vestri.is. Styttist í að stóri vinningurinn skili sér.
Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00. Manchester - Reading verður sýndur kl. 12.20.
Nefndin
Nánar
Gaman er frá því að segja að Team Fjarðarnet var með 13 rétta í síðustu umferð. Toppuðu listann yfir stærsta vinninginn og skilst mér að kökurnar flæði í kaffitímunum hjá þeim félögum.
Nánar