Fréttir - Getraunir

Húsverjar búnir að tryggja sér sigurinn þegar ein umferð er eftir.

Getraunir | 23.12.2020

Fyrirliðinn og eigandinn, Dóri Eró sá um að skila sigri í haustleiknum 2020.  Dóri náði einn 12 réttum og hlaut í vinning kr. 98.000, vel gert Halldór.   Langt í næstu menn því enginn í leiknum náði 11 réttum, það er því ljóst að Skúrinn er öruggur  sigurvegari haustleiks.  

Í toppbaráttunni náðu HG menn 10 réttum, en Hampiðjumenn ekki nema 9 réttum.

Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum með fjögurra stiga forystu á Hampiðjumenn þegar ein umferð er eftir.  HG kemur þar 3 stigum á etir.  Búð er að draga tvær verstu vikurnar frá.  Aðal spennan núna er hvort Sigrún haldi 4. sætinu, en hún er með langbestan árangur keppenda pr. tippaða krónu.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  

Stóri pottur náði 11  réttum sem skilaði kr.22.000í vinning, sem var um þriðjungur af verðmæti seðils, framför frá fyrri viku.

Næsti seðill er óvenjulegur að því leiti að við fáum heila 5 leiki úr efstu deild og 8 leikir  úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Leicester  -  Manchester United

15:00  Aston Villa  -  Crystal Palace

17:30  Arsenal  -  Chelsea

20:00  Manchester City  -  Newcastle

Nánar

Skúrinn enn með forystu þegar tvær vikur eru eftir

Getraunir | 16.12.2020

Árangur helgarinn alveg hæfilega góður hjá vestfirskum tippurum , 3 ellefur sáust og heldur Eddi HG mönnum á floti, búinn að redda þeim tvær síðustu vikur.  Gummi Gísla með flestar raðir réttar, eina ellefu og slatta af öðrum, náði sér kr. 6.160 í vinning sem er mesti afrakstur helgarinnar, óvenju slakt.

Á toppnum náðu Skúrverjar og HG menn þannig 11 réttum, en Hampiðjumenn ekki nema 10 réttum.

Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum með tveggja stiga forystu á Hampiðjumenn.  HG kemur þar 3 stigum á etir.  

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búið að draga eina viku frá, eigum eftir að taka aðra, tvær verstu vikurnar dregnar frá.

Stóri pottur náði ekki nema 10  réttum sem skilaði kr.280 í vinning.  Ekki alveg skv. plani.  Gengur betur næst, getum ekki alltaf unnið

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og 10 leikir  úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Crystal Palace  -  Liverpool

15:00  Southampton  -  Manchester City

17:30  Everton   -  Arsenal

20:00   Newcastle  -  Fulham

Nánar

Nánar

Skúrinn með nauma forystu á toppnum - Eddi einn með 12 rétta

Getraunir | 09.12.2020

Ágætis árangur náðist um liðna helgi Edward Hoblyn náði 12 réttum sem skilaði kr. 78.500 í vinning, vel gert Eddi.  Tvær ellefur sáust og var Gísli Jón með aðra og Hampiðjan hina, svakalegur gangur á Gísla Jóni þessi dægrin

Á toppnum náðu Skúrverjar þannig 12 réttum, Hampiðjan 11, en HG menn ekki nema 10 réttum. 

Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum með eins stigs forystu á Hampiðjumenn.  HG kemur þar 4 stigum á etir.  

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búið að draga eina viku frá, eigum eftir að taka aðra, tvær verstu vikurnar dregnar frá.

Stóri pottur náði ekki nema 10  réttum sem skilaði litlu í vinning.  Gengur betur næst, getum ekki alltaf unnið

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og 10 leikir  úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Wolves  - Aston Villa

15:00  Newcastle  -  WBA

17:30  Manchester United  -  Manchester City

20:00   Everton  -  Chelsea

Nánar

Óvænt úrslit - Sævar og Gísli Jón stóðu sig best

Getraunir | 02.12.2020

Síðasta helgi var snúin fyrir vestfirska tippara.  Nokkrir öryggir leikir klikka og einungis tveir með 11 rétta, keppendur sem við erum ekki vön að sjá á toppnum.  Sævar í bankanum og Gísli Jón með 11 rétta, Sævar þó með fleiri 10 og náði kr. 22.740 í vinningsfé, Gísli fékk kr. 13.470.

Á toppnum náðu Skúrverjar og HG menn 10 réttum á meðan Hampiðjan náði ekki nema 9 réttum.

Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum en Hampiðjumenn einu stigi á eftir.  Nú fer að styttast í haustleiknum og ekki nema 4 vikur eftir.  Reglur leiksins eru þannig að 2 verstu vikurnar telja ekki þannig að heilmikið getur enn gerst.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 11  réttum sem skilaði kr. 24.840  vinning.  Náðum fyrir 1/3 af kostnaði ca, getum ekki alltaf unnið.  Vorum reyndar bara með einn leik rangan en kerfið hélt því miður ekki.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og 10 leikir  úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Burnley  - Everton  

15:00  Manchester City  -  Fulham

17:30  West Ham  -  Manchester United

20:00   Chelsea  -  Leeds

Nánar

Spennan vex - Hampiðjumenn jafna

Getraunir | 25.11.2020

Enn halda tipparar í leiknum áfram að gera vel

Tvær tólfur sáust um helgina og var Eygló með aðra sem skilaði henni kr. 35.000 í vinning, vel gert á miða sem kostaði kr. 1500.  Hampiðjumenn náðu einnig 12 réttum sem skilaði tæpum 30.000 í vinning en þeirra miði var öllu dýrari. 

Töluvert margir vinningar skiluðu sér í hús liðna helgi.  Tippnefnd reiknast til að kr. 220.000 hafi skilað sér til getspakra tippara sem er bæting frá síðustu viku sem þó var mjög góð.

Árangur Hampiðjumanna þýðir að þeir jafna Skúrverja á toppnum og spennan vex, HG fylgir svo stutt á eftir.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 153.000í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að hluthafar pottsins fengu rúm 100% ávöxtun á framlag sitt.  Önnur vikan í röð sem sérfræðingar okkar skila hluthöfum vinningi.

Reyndar vorum við með 13 rétta en kerfið hélt ekki, hársbreidd frá stórum vinningi, en 13 réttir skiluðu 2,4 milljónum þessa helgina.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild, 9 úr B deildinni og einn úr C deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Brighton  -  Liverpool

15:00  Manchester City  -  Burnley

17:30  Everton  -  Leeds

20:00   WBA  -  Sheffield United

Nánar

Team Skúrinn í toppsætið

Getraunir | 18.11.2020

Flottur árangur náðist þessa helgina hjá vestfirskum tippurum.  Töluvert margir vinningar skiluðu sér í hús.  Tippnefnd reiknast til að kr. 193.000 hafi skilað sér til getspakra tippara.  Tvær tólfur  náðust og sáu félagarnir í Team Skúrnum um þær.   Hákon Hermanns náði tólf réttum sem skiluðu kr. 24.600.  Dóri Eró náði einnig 12 réttum og fékk gerði enn betur og halaði inn kr. 26.300 í vinningsfé.

Nokkrar ellefur sáust og slatti af 10 réttum en 10 réttir skiluðu smá vinningi þessa helgina.  Þetta þýðir að Skúrverjar sitja einir á toppnum, einu stigi á undan Hampiðjunni en þremur á undan HG.

Tippnefnd vill vekja athygli á stórgóðum árangri Sigrúnar Sigvalda sem situr í 4. sæti og tippar fyrir töluvert lægri fjárhæðir en stórliðin.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 100.000 í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að hluthafar pottsins fengu um 38% ávöxtun á framlag sitt.  Reyndar vorum við með 13 rétta en kerfið hélt ekki.  Kastað var upp á Noregsleikinn þar sem hann var ekki spilaður og ef 2 hefðu komið upp hefðum við fengið 13 rétta.  Stutt á milli í þessu og nefndin þess fullviss að frændur okkar hefðu alltaf unnið leikinn, ekki spurning.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Newcastle  -  Chelsea  

15:00  Aston Villa  -  Brighton

17:30  Tottenham  -  Manchester City

20:00   Manchester United  -  WBA

Nánar

Staðan eftir 6 vikur, Team Skúrinn jafnar Hampiðjumenn á toppnum.

Getraunir | 11.11.2020

Ágætis árangur náðist þessa helgina hjá Vestfirskum tippurum.  Tvær tólfur náðust og sá Sammi um aðra fyrir Skúrverja og Gummi Gísla um hina fyrir HG menn.  Hampiðjumenn fengu ekki nema 11 rétta sem þýðir að staðan er orðin jöfn á toppnum.  HG menn svo einu stigi á eftir.  12 réttir skiluðu þeim Samma og Gumma kr. 10.260 í vinningsfé.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 30.920 í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að ekki náðum við fyrir kostnaði að þessu sinni, langleiðina þó.  Vorum reyndar með 13 rétta leiki en kerfið hélt ekki.  13 réttir skiluðu kr. 434.000 í vinning þessa helgina, stöngin út að þessu sinni.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  landsleikjahelgi.  Einn leikur reyndar úr C deildinni sænsku.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Nánar

Skúrinn upptekinn - Tökum þessa viku í fjarvinnu

Getraunir | 06.11.2020

Tippnefndin nær ekki að vera á sínum stað a morgun laugardag.

Skúrinn upptekinn

Getraunaleikurinn heldur sínu striki.

Tipparar sendi raðir á vestri@getraunir.is eða beint á Guðna í einkaskilaboðum á messenger.

 

 

Nánar

Staðan eftir 5 vikur, Skúrinn minnkar muninn

Getraunir | 04.11.2020

Ágætis árangur náðist þessa helgina hjá Vestfirskum tippurum.  Ein ellefa náðist og sá Hákon Hermanns um það og fékk í vinning kr. 15.710.  Margar tíur sáust og skiluðu þær einnig vinningi.  Þetta þýðir að munurinn á toppnum hefur minnkað, munurinn bara eitt stig, Skúrverjar að ná Hampiðjumönnum.  Team HG svo einu stigi þar á eftir.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 11  réttum sem skilaði kr. 15.000 í vinning.  Miðinn kostaði kr. 72.000 þannig að ekki náðum við fyrir kostnaði að þessu sinni.  Vorum reyndar bara með einn leik rangan en kerfið hélt ekki.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu, gleðiefni að Leeds sé komið á seðilinn sem úrvaldsdeildarlið.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Everton  -  Manchester United

15:00  Crystal Palace  -  Leeds

17:30  Chelsea  -  Sheffield United

Nánar

Staðan eftir 4 vikur, Eygló vinnur stóran vinning á sjálfval

Getraunir | 28.10.2020

Fínn árangur þessa vikuna.  Einn af okkar allra þrautseigustu tippurum hún Eygló sem hefur verið með frá upphafi og alltaf með sjálfval náði 12 réttum og einum réttum frá 3.000.000 kr. vinningi.  Fékk í sinn hlut kr. 54.000.  Næstu menn voru ekki með nema 10 rétta þannig að yfirburðir Eyglóar voru miklir þessa helgina.  10 réttir gáfu reyndar vinning þannig að uppskera Vestramanna var með ágætum þessa helgina.  Engin breyting var á toppnum í getraunaleiknum, Hampiðjumenn halda enn tveggja stiga forystu á næstu lið.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12  réttum sem skilaði kr. 63.580 í vinning.  Miðinn kostaði kr. 58.000 tæpar þannig að menn fengu rétt rúmlega framlagið til baka.  Einn leikur vitlaust og nálægt þeim stóra, styttist í þann stóra.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  2 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu og einn úr sænsku deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Kominn vetrartími í Englandi.

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

12:30  Sheffield United  -  Manchester City

15:00  Burnley  -  Chelsea

17:30  Liverpool   -  West Ham

 

Nánar