Fréttir - Getraunir

Stðan eftir 3 vikur - Hampiðjumenn halda toppsætinu

Getraunir | 21.10.2020

Heldur gekk tippurum illa um liðna helgi eiginlega mjög illa. Þeir sem eitthvað vit þykja hafa á enska boltanum fengu ekki marga.  Reyndar náði hinn getspaki Hjalti Karlsson 11 réttum sem reyndist eina ellefa umferðarinnar og náði sér í kr. 5.290 í vinning.    Árangur upp á 6 rétta sást víða, ekki gott.  Allt þetta þýðir að Hampiðjumenn halda tveggja stiga forskoti á næstu lið.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði 10 réttum en fyrir það fengust heilar kr. 550 þannig að ekki var uppskeran mikil.  Gengur betur næst.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt,  3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

 

11:30  West Ham  -  Manchester City

14:00  Fulham  -  Crystal Palace

16:30  Manchester United  -  Chelsea

19:00  Liverpool  -  Sheffield United

 
 

 

Nánar

Staðan eftir 2 vikur - Hampiðjumenn á toppnum

Getraunir | 14.10.2020

Heldur gekk tippurum illa um liðna helgi,  fjórar ellefur litu dagsins ljós og skiluðu litlu í vinning, eitthvað betra en ekkert.  Hampiðjumenn komnir á toppinn í haustleiknum, strax komnir með tveggja stiga forskot á næstu lið.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði 12 réttum en fyrir það fengust ekki nema kr. 11.660 þannig að ekki fengum við fyrir miðanum, fengum eitthvað upp í kostnað, gegnur betur næst.

Næsti seðill er úr enska boltanum, ágætt að vera laus við þessa landsleiki.  3 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 

 

11:30  Everton  -  Liverpool

14:00  Chelsea  -  Southampton

16:30  Manchester City  -  Arsenal

19:00  Newcastele  -  Manchester United

 
Nánar

Fyrstu viku lokið - Flottur árangur hjá spekingunum

Getraunir | 07.10.2020

þá er fyrstu viku lokið í getraunaleiknum.  Fínn árangur náðist en Hampiðjumenn náðu 12 réttum sem skiluðu þeim kr. 26.500 í vinning, vel gert Hampiðjumenn.  Þessi árangur skilar þeim einum í efsta sæti leiksins.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði einnig 12 réttum en töluvert meira af 11 og 10 réttum og endaði heildarvinningur í kr. 72.500.  Miðinn kostaði reyndar kr. 67.000 þannig að hluthafar fá framla sitt til baka rétt rúmlega. Reyndar mátti litlu muna að við næðum 13 réttum því spekingar voru með alla leiki rétti, kerfið hélt bara ekki, þvi miður.  Þess má geta að 13 réttir skiluðu rúmri 1.000.000 kr. um liðna helgi.

Næsti seðill er ekki úr ensku deildinni, landsleikjafrí.  Landsleikir á seðlinum ásamt leikjum úr sænsku deildinni, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Nánar

Getraunastarfið í gang aftur

Getraunir | 29.09.2020

Getraunaleikur Vestra hefst að nýju á laugardaginn kemur.  Byrjum á 13 vikna haustleik þar sem 11 bestu vikurnar telja.

 

Stóri potturinn verður á sínum stað.  Hvetjum alla til að taka þátt í getraunastarfinu hvort sem er í leiknum og eins í stóra pottinum.

Eftir sem áður fær Vestri góð sölulaun af hverri seldri röð auk þess sem fátt er betra á laugardagsmorni en að hittast í skúrnum og spá í komandi leiki í ensku deildinni.

Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður i Skúrnum á laugardag frá 10-12 að taka við röðum og svara spurningum áhugasamra.

 

Raðir og fyrirspurning sendist á getraunir@vestri.is

Nánar

Getraunaleikur Vestra í sóttkví

Getraunir | 13.03.2020

Í ljósi nýjust fregna frá Englandi hefur getraunanefndin ákveðið að getraunaleikur Vestra verði settur í sóttkví þar til annað er ákveðið.  Engir leikir munu fara fram á næstunni í Englandi og því tilangslítið  að vera með getraunaleik.

 

Við látum vita þegar við förum í gang aftur.

 

Áfram Vestri

Nánar

Staðan eftir 10vikur og næsti seðill

Getraunir | 12.03.2020

Enn er sótt að Team HG.  Hampiðjan og Skúrinn ná 11 réttum á meðan HG nær ekki nema 10 réttum, forystan komin niður í 1 stig.  Hákon náði 11 réttum fyrir hönd Skúrsins og fékk í sinn hlut 5.000 kr rúnar en Hampiðjumenn fengu kr. 6.000 í vinning, voru með fleiri raðir af 10 réttum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búið að draga eina viku frá.

Stóri pottur náði 12 réttum sem skilaði kr. 45.000 í vinning.  Sammi stendur sig vel sem pottstjóri, náðum næstum því fyrir miðakostnaði, hugsa að Sammi nái í 13 rétti komandi helgi.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt , sex leikir úr efstu deild og sjö úr þeirri næstu, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Watford  -  Leicester City

12.30   WBA  -  Birmingham

17.00   Aston Villa  -  Chelsea

 

Nánar

Staðan eftir 9 vikur - Enn sækir Skúrinn á

Getraunir | 04.03.2020

Tipparar Vestra áttu frekar slaka helgi, 2 skiluðu 10 réttum, Sammi og Sigrún.  Þetta þýðir að Skúrinn minnkar enn bilið í toppsætið.  HG núna einungis með tveggja stiga forystu

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  náði ekki nema 10 réttum að þessu sinni sem skilaði kr. 3.230 í vinnig, ekki alveg nógu gott, gengur betur næst.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt , sex leikir úr efstu deild og sjö úr þeirri næstu, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Liverpoll  -  Bournemouth

12.30   Bristol City  -  Fulham

15.00   Swansea  -  WBA

15.00   Burnley  -  Tottenham

 

Nánar

Staðan eftir 8 vikur - Stóri pottur skilar 13 réttum

Getraunir | 25.02.2020

Forystusauðirnir í Team HG áttu slæma helgi.  Náðu ekki nema 10 réttum á meðan keppinautar þeirra í Hampiðjunni og Skúrnum ná 12 réttum.  Munurinn því kominn niður í þrjú stig.  Allt getur gerst.  Bæði lið náðu í raun 13 réttum en kerfin héldu ekki, misstu einn leik.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  náði 13  réttum að þessu sinni, glæsilega gert hjá Gumma og co.  Þessi frammistaða skilaði kr. 116.000 í vinning þannig að menn tæplega tvöfölduðu framlag sitt í pottinn.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt , fjórir leikir úr efstu deild og níu úr þeirri næstu, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Hull  -  Leeds

15.00   Bournmouth  -  Chelsea   

15.00   Fulham  -  Preston

17.30   Watford  -  Liverpool

Nánar

Team Skúrinn sækir á - Staðan eftir 7 vikur

Getraunir | 16.02.2020

Heldur var þetta slæm umferð hjá tippurum í Getraunaleik Vestra.  Tveir skiluðu 10 réttum, formaðurinn sjálfu Hjalti Karls og Pétur Magg fyrir hönd Skúrsins.  10 réttur gáfu þó ekki nema kr. 3.000 í vinning.  Skúrinn nær þannig að sækja á Team HG sem trónir á toppnum, nú 5 stigum á undan.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  ekki nema 9 réttum sem skilar ekki vinningi.  Vorum með þrjá leiki ranga en kerfið hélt ekki og því endum við með 9 rétta, gengur betur næst.  Misstum út tvo tvítryggða leiki.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt , fimm leikir úr efstu deild og átta úr þeirri næstu, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Brentford  -  Blackburn

12.30   Chelsea  -  Tottenham

15.00   Southampton  -  Aston Villa

16.00   Crystal Palace  -  Newcastle

17.30   Leicester  -  Norwich

Nánar

Team HG á beinu brautina aftur, komnir með 6 stiga forystu

Getraunir | 09.02.2020

Slæmi kaflinn var stuttur hjá HG, skila 12 réttum þessa helgina og auka forystuna í 6 stig.  Þrír aðilar skiluðu 12 réttum þessa helgina, Villi Matt og Bjarki náðu einnig 12 réttum, vel gert.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  ekki nema 11 réttum sem skilar ekki vinningi.  Vorum með einn elik rangan en kerfið hélt ekki og því endum við með 11 rétta, gengur betur næst..

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt , einn leikur úr efstu deild, tíu úr þeirri næstu og tveir úr C deildinni, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   WBA  -  Notthingham Forest

12.30   Southampton  -  Burnley

17.30   Norwich  -  Liverpool

 

Nánar