Fréttir - Getraunir

Staðan eftir 10 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 24.11.2019

Þeir félagar í Team Skúrinn halda áfram að auka við forystuna í Getraunaleik Vestra.  Almar var einn efstur með 12 rétta og því er forystan orðin 4 stig nú þegar 5 vikur eru eftir af leiknum.  Þessi árangur Almars skilaði honum uþb kr. 60.000 í vinning.  Vel gert Almar.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

Stóri pottur náði ekki nema 11 réttum sem skilaði um kr. 24.000 í vinning.  

Næsti seðill erfiður venju samkvæmt, 5 leikur úr efstu deild og rest úr þeirri næstu   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 Þessir leikir verða í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Newcastle  -  Manchester City

17.30   Southampton  -  Watford

Nánar

Staðan eftir 9 vikur og næsti seðill - Pétur Magg nær 13 réttum!!

Getraunir | 18.11.2019

13 réttir.  Pétur Magg náði þeim glæsta árangri að fá 13 rétta um liðna helgi, skilaði kr. 21.230 í vinningsfé, vel gert Pétur.  Pétur spilar fyrir  Team skúrinn sem þar með auka forystu sína á toppnum, komnir með þriggja stiga forystu í leiknum.  Hin liðin þurfa að fara að taka sig á..

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

 

Stóri pottur náði einnig 13 réttum, vinningur kr. 21.230 sem er ljómandi gott nema hvað miðinn kostaði kr. 48.000 þannig að ekki var ávöxtunin góð en erfitt að gera betur svo sem.

Landsleikjahléi lokið og venjulegur seðill að þessu sinni, 7 leikir úr efstu deild og 6 úr þeirri næstu.   Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   West Ham  -  Tottenham

15.00   Crystal Palace  -  Liverpool

17.30   Manchester City  -  Chelsea

Nánar

Staðan eftir 8 vikur og næsti seðill

Getraunir | 13.11.2019

Spennan vex í Getraunaleik Vestra.  Team skúrinn náðu 11 réttum og bættu við forystuna í efsta sætinu þar sem Hampiðjan náði ekki nema 10 réttum.  HG Team og Frank Guðmunds einnig með 75 stig.  Almar stóð sig manna best, var með 2 raðir af 11 réttum.  5  tipparar náðu 11 réttum þessa vikuna.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

 

Stóri pottur náði 11 réttum að þessu sinni, vinningur kr. 760, gengur betur næst.

 

Næsti seðill óvenjulegur. Landsleikjahlé í boltanum.  5 landsleikir á seðli, rest úr neðri deildum í Englandi.  Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsendingu í Skúrnum:

13.50   Kýpur  -  Skotland

16.50   Rússland  -  Belgía

Nánar

Staðan eftir 7 vikur og næsti seðill

Getraunir | 06.11.2019

Fjörið heldur áfram í Getraunaleik Vestra.  Team skúrinn náðu 12 réttum og eru komnir í efsta sætið, einu stigi á undan Hampiðjunni.  Röð frá Hákoni Hermanns skilaði 12 réttum og fær hann kr. 7.090 í vinning, vel gert Hákon.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

 

Stóri pottur náði 12 réttum að þessu sinni, vinningur kr. 6.490, hársbreidd frá 13 réttum, kemur í næstu viku.

 

Næsti seðill flókinn venju samkvæmt.  5 leikir úr efstu deild og rest úr úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   Chelsea  -  Crystal Palace

17.30   Leicester  -  Arsenal

 

 

Nánar

Staðan eftir 6 vikur og næsti seðill

Getraunir | 30.10.2019

Fremur slakur árangur hjá tippurum þessa vikuna.  Frank stóð sig manna best og náði 11 réttum sem skiluðu smá vinningi.  Enginn náði þó inn fyrir kostnaði við seðil.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

 

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum að þessu sinni, vinningur heilar kr. 2.800.

 

Næsti seðill flókinn venju samkvæmt.  4 leikir úr efstu deild og rest úr úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Nú er kominn vetrartími í Englandi og kerfið lokar 14.00.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsedingu í skúrnum:

12.00   Bournemouth  -  Manchester United

14.30   Aston Villa  -  Liverpool

17.00   Watford  -  Chelsea

Nánar

Staðan eftir 5 vikur og næsti seðill

Getraunir | 21.10.2019

Fremur slakur árangur hjá tippurum þessa vikuna.  Nokkur lið náður 11 réttum sem skiluðu smá vinningi.  Sammi stóð sig þannig manna best, með 3 X 11 rétta sem skilaði kr. 1.140 í vinning.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.

 

Stóri pottur skilaði 11 réttum að þessu sinni, getum ekki alltaf fengið 13, gengur betur næst.

 

Næsti seðill flókinn venju samkvæmt.  Margir leikir úr B deildinni og einn úr þerri sænsku.  Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður í skúrnum á laugardaginn frá 11 - 13 að taka við röðum, minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsedingu í skúrnum:

11.30   Manchester City - Aston Villa

12.55   Sheffield Wednesday - Leeds

16.30   Burnley - Chelsea

 

Áfram Vestri

Nánar

Staðan eftir 4 vikur og næsti seðill - Stóri pottur skilar aftur 13 réttum

Getraunir | 15.10.2019

Sérfræðingar Vestra náðu aftur þeim frábæra árangri að ná 13 réttum um liðna helgi.  Þar sem ansi margir aðrir náðu einnig 13 réttum var uppskeran ekki eins góð og vikuna áður.  Heildarvinningurinn endaði í kr. 50.000.  Miðinn kostaði kr. 30.000 þannig að ávöxtun var engu að síður ágæt.  Það er ljóst að það marg borgar sig að taka þátt í stóra pottinum, vinningar í hverri viku.  Allir velkomnir í pottinn og aukum bara líkur á vinning ef fleiri verða með.  Áhugasamir sendi tölvupóst á getraunir@vestri.is.

Enginn náði 13 réttum í leiknum.  5 getspakir náðu 12 réttum en það skilaði nú ekki nema kr. 570 í vinning.  Stöðuna í leiknum má annars finna hér.  Fjarðarnet enn á toppnum, Skúrmenn sækja á.

Ekki seinna vænna en að huga að næsta seðli, hann er hægt að finna hér.

Tippnefndin verður í Skúrnum á laugardag frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.

Þessir leikir verða amk í beinni á laugardag:

11.30  Everton - West Ham

14.00  Chelsea  -  Newcastle

Áfram Vestri

 

 

Nánar

Staðan eftir 3 vikur og næsti seðill. Stóri pottur skilar 13 réttum

Getraunir | 08.10.2019

Sérfræðingar Vestra náðum þeim glæsilega árangri um liðna helgi að ná 13 réttum í stóra pottinum.  Vinningsfjárhæðin varð kr. 420.000 á seðil sem kostaði um 43.000.  Hluthafar í pottinum tífölduðu þannig framlag sitt.  Loksins kom sá stóri og stutt í að við gerum enn betur.  Allir geta verið með í pottinum og áhugasamir sendi póst á getraunir@vestri.is.

Fallegi smiðuinn sem spilar fyrir Team Skúrinn stóð sig manna best um liðna helgi í leiknum og náði 12 réttum sem skiluðu honum kr. 18.520 í vinningsfé.  Nokkrir náðu 11 réttum en stöðuna eftir 3 umferðir má sjá hér.

Ný lið geta enn hafið leik því 12 bestu vikurnar telja og jú 15 vikur eftir af leiknum.

Nú er landsleikjahlé og næsti seðill ber þessi merki, eintómir landsleikir, sjá hér.

Nefndin verður í skúrnum á laugardag að taka við röðum og nýjum félögum í stóra pottinum frá 11.00 - 13.00.

Dóri verður með amk. þessa leiki í beinni í Skúrnum:

12.50   Georgía - Írland

15.50   Danmörg - Sviss

 

Glæstur árangur tippsérfræðinga okkar vakti athygli annara fréttamiðla, sjá frétt hér á BB.is

http://www.bb.is/2019/10/getraunaleikur-vestra-fer-vel-af-stad/

 

Áfram Vestri

 

Nánar

Staðan eftir 2 vikur og næsti seðill

Getraunir | 01.10.2019

Árangur liðinnar helgar hjá tippurum var með ágætum.  Team Fjarðarnet náði 12 réttum sem skiluðu kr. 38.000 í vinning, vel gert.  Nokkrir getspakir náður 11 réttum og einnig skiluðu 10 réttir kr. 410.  Heildarvinningsfé í leiknum þessa vikuna var kr. 53.000 sem var nokkurn veginn það sama og tippað var fyrir í leiknum.

Stöðuna í leiknum má finna hér.

Sérfræðingar stóra pottsin stóðu ekki undir nafni, náðu ekki nema 9 röðum af 10 réttum, vinningsfé kr. 3.690.  Gengur betur næst, styttist í þann stóra.

Næsti seðill snúinn, leikur úr sænska boltanum meðal annars.  Seðill finnst hér.

Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11 og 13 að taka við röðum.  Enn er ekki of seint að taka þátt í leiknum og alltaf pláss fyrir nýja í stóra pottinum.

Minnum tippara á að skila seðlum tímanlega til að auðvelda nefndinni störfin.

Dóri verður með þessa leiki í beinni:

 

11.30    Fulham - Charlton

11.30    Brighton - Tottenham

14.00    Liverpool - Leicester

16.30   West Ham - Crystal Palace

 

Áfram Vestri

Nánar

Seðill vikunnar

Getraunir | 26.09.2019

Fyrstu viku haustleiks lokið og náðu nokkrir 10 réttum.  Staðan í leiknum hér.

10 réttir skiluðu kr. 410 í vinning þannig að ekki var uppskeran mikil þessa vikuna.

Stóri potturinn náði 11 réttum og 13 röðum af 10 réttum og varð heildarvinningsfé kr. 6.860.  Náðum ekki upp í kostnað en það styttist í stóra vinninginn.

Enn er opið fyrir nýja tippara í leiknum, 12 bestu vikurnar af 15 telja þannig að endilega hvetja menn til að vera með.

Alltaf pláss í stóra pottinum, öll framlög vel þegin þar, eins og áður segir, styttist í þann stóra.

 

Seðill þessarar viku flókinn venju samkvæmt en hann má finna hér.

Minnum tippara á að skila röðum inn snemma, auðveldar nefndinni alla vinnu.

 

Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11:00 - 13.00.

Dóri verður með þessa leiki í beinni:

11.00   Sheffield United  -  Liverpool

13.30   Tottenham  -  Sothampton

16.00   Everton  -  Manchester City

Nefndin

 

 

 

 

Nánar