Getraunaleikur Vestra hefst laugardaginn 21. sept.
Leikurinn stendur yfir í 15 vikur og gilda 12 bestu vikurnar til úrslita.
Hægt er að senda póst á getraunir@vestri.is - eða mæta í Skúrinn við Húsið milli klukkan 11 og 13 á laugardaginn n.k.
Við munum halda áfram að starfsrækja risapottinn okkar, þar sem sérfræðingar okkar sjá um að velja seðil vikunnar. 27% af því sem lagt er í pottinn rennur beint til Vestra, vinningurinn rennur óskiptur til þeirra sem kaupa hlut í pottinum.
Endilega kíkið við í Skúrnum og fáið nánari upplýsingar ef þið hafið áhuga.
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir innbyrðis keppnina og svo er alltaf að styttast í næsta risavinning í stóra pottinum.
Aðeins miðar sem eru sendir inn í gegnum sölukerfi Vestra, teljast með í keppninni.
Hvetjum þátttakendur að draga fleiri með í leikinn, skemmtilegt félagsstarf sem skilar tekjum fyrir félagið. Nýir þátttakendur boðnir hjartanlega velkomnir.
Hvetjum tippara til að skila seðlum inn snemma til að auðvelda nefndinni vinnuna.
Seðill vikunnar er snúinn nokkrir sænskir leikir en seðill vikunnar er hér:
https://games.lotto.is/game/toto?type=0
Kv
Getraunanefndin
Haustleikur hefst 21. sept.
15 vikur, 12 bestu telja.
Hvetjum alla sem verið hafa í leiknum til að fjölga í hópnum, fá nýja félaga inn. Bæði hægt að taka þátt í leiknum og eins eiga hlut í stóra pottinum. Getraunahópurinn getur séð um að sinna sjálfvali fyrir þá sem kunna ekki of mikið á boltann. Þónokkrir spiluðu þannig í fyrra og einverjir þeirra enduðu í plús. Alltaf vinningsvon auk þess sem þetta skilar tekjum fyrir félagið.
Reglur leiksins verða kynntar nánar þegar líður á vikuna.
Getraunahópurinn reiknar með að allir þeir sem voru með í fyrra verði áfram.
Hittumst á laugardögum í Skúrnum og tippum, eflum félagsandann og náum inn tekjum fyrir félagið í leiðinni.
Nefndin
NánarNú styttist í nýtt tímabil í enska boltanum. Því er ekki seinna vænna að gera upp getraunaleiki síðasta tímabils.
Við vorum með haustleik og vorleik. Einnig voru verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur.
Veitt eru verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum leik og einnig fyrir besta samanlagðan árangur.
Fyrir sigur er flugferð innanlands í boði Air Iceland Connect.
Fyrir annað sætið er tvisvar sinnum út að borða fyrir 2 á Hótel Ísafirði.
Fyrir þriðja sætið er út að borða fyrir 2 á Húsinu.
Sigurvegarar leikjanna voru:
Haustleikur
1. Kristinn Þórir Kristjánsson 124 stig
2. Guðmudnur Gíslason 124 stig (Krissi vann á fleiri 12 réttum)
3. Team Hampiðjan 122 stig
Vorleikur
1. Team Hampiðjan 159 stig
2. Samúel Samúelsson 157 stig
3. Guðni Ó. Guðnason 156 stig
Sigurvegari í samanlögðu var síðan Tema Hampiðjan með 281 stig samtals. Næstur var Krissi með 278 sig.
Í verðlaun fyrir sigur í samanlögðu er gjafabréf á Húsinu fyrir kr. 50.000 sem sigurvegararnir nýta væntanlega vel.
Heildarárangur í leikjum vetrarins má svo sjá hér í stöðutöflur.
Svo styttist í næsta haustleik. Fyrirkomulag verður kynnt betur þegar nær dregur en tipparar geta farið að undirbúa sig fyrir átök vetrarins. Ekki værri verra ef okkur tækist að fjölga liðum í leiknum. Allt gegnur þetta jú út á að afla tekna fyrir félagið okkar.
Áfram Vestri
NánarSíðasta leikvika að renna upp. Spennan á toppnum er lítil, Hampiðjumenn búnir að tryggja sér toppsætið, baráttan um næstu tvö sæti er gríðarhörð og eru allnokkrir sem geta náð öðru sætinu, nú þurfa menn að vanda sig. Annars er staðn í leiknum hér.
Shiran stóð sig manna bezt um liðna helgi, náði 11 réttum sem skiluðu kr. 9.780 í vinning, vel gert, vel gert. 10 réttir skiluðu einnig vinnig, kr. 1.290 fyrir hverja röð, 4 getspakir náðu því.
Stóri potturinn skilaði 8 röðum af 10 réttum og heildarvinningur því 10.320.
Búið er að stofna pott fyrir lokaumferðina og framlög venju samkvæmt vel þegin, Vestri fær sölulaun af hverri seldri röð og til þess er jú leikurinn gerður.
Leikviku 18 má nálgast hér. Verulega flókinn, 4 leikir úr efstu deild, 6 úr þeirri næstu og þrír frá Svíþjóð.
Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar nefndinni öll störf.
Nefndin verður í skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 11.00 - 13.00.
Þessir leikir verða í beinni
11:20 Bournemouth - Tottenham
16:15 West Ham - Southampton
16:20 Cardiff - Crystal Palace
18:00 Wolves - Fulham
18:35 Newcastle - Liverpool
Áfram Vestri
NánarTvær umferðir eftir í leiknum og spennan vex. Hampiðjan að gefa eftir, eiga ekki nema 2 stig á Samma og enn á eftir að henda út einni röð. Krissi og Jón Hinriks koma þar skammt á eftir.
Elvar, Sigrún og Magnús Bjarna stóðu sig manna best um liðna helgi og náðu 11 réttum og kr. 2.930 í vinning. 10 réttir gáfu einnig vinning og einir 8 sem náðu því. Annars má sjá árangur helgarinnar og stöðuna í leiknum hér
Stóri potturinn skilaði ekki nema 10 réttum, náðum 11 en kerfið hélt ekki. Þetta þýddi kr. 810 í vinning þannig að Sammi stóð sig ekki alveg eins vel og vikuna á undan. Hent verður í stóran pott þessa helgina og ný framlög í pottinn alltaf velkomin.
Næsti seðill ekki einfaldur frekar enn fyrri daginn, 5 leikir úr efstu deild, 7 úr þeirri fyrstu og einn frá Svíþjóð. Seðill vikunnar
Verðum í Skúrnum að taka við röðum á milli 11 og 13 á morgun laugardag. Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda alla vinnu.
Dóri Eró verður með eftirtalda leiki í beinni á morgun:
11.20 Tottenaham - West Ham
13.50 Crystal Palace - Everton
16.20 Brighton - Newcastle
Áfram Vestri
NánarNú eru ekki nema þrjár umferðir eftir, fer að draga til tíðinda. Ný staða er hér. 5 fengu 11 rétta í siðustu viku og þar á meðal forystusauðirnir í Team Hampiðjunni, þeir eru þannig komnir með þriggja stiga forystu fyrir lokasprettinn, enn á þó eftir að henda út einni röð þannig að enn er möguleiki.
11 réttir gáfu kr. 760 í vinning og einnig fékkst vinningur fyrir 10 rétta. Þeir bestu náðu inn kr. 4.500 í vinningsfé og stóð Pétur Magg sig best. Eftirtektarverður er árangur Jóns Kristins en hann er með neðstu mönnum í leiknum en halaði inn kr. 3.820 í vinning á 830 kr. miða, vel gert.
Stóri potturinn gaf vel af sér, náuðum 12 réttum og heilum 98.190 kr. í vinning, seðill kostaði kr. 45.253 þannig að hluthafar tvöfölduðu framlög sín. Sammi sá um að tippa, vel gert Sammi, hann mun einnig fá það hlutverk að tippa stóra pottinn um næstu helgi.
Næsti seðill er einmitt verulega snúinn, 5 leikir úr Ensku og rest úr Evrópu, sjá hér.
Við verðum á vaktinni í Skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 11.00 - 13.00, minni menn og konur á að skila röðum tímanlega til auðvelda tippstörfin.
Leikur dagsins verður Manchester City - Tottenham og verður hann sýndur kl. 11.20
West Ham - Leicester verður svo sýndur kl. 16.15
Áfram Vestri
Nánar
Nú fara leikar að æsast, ekki nema 4 vikur eftir.
Búið að draga 2 vikur frá en þrjár verstu vikurnar verða dregnar frá þegar upp verður staðið. Sammi ekki nema 2 stigum á eftir Hampiðjunni og stutt í Krissa og Jón Hinriks. Staðan í leiknum.
Árangurinn í síðustu viku var slakur hjá tippurum, Jói Torfa var langbestur, náði 10 réttum (sem skiluðu kr. 990 í vinning), nokkrar níur sáust en margir með minna.
Stóri seðillinn náði einnig 10 rétum, tveimur röðum og vinningsféð alveg kr. 1.980.
Nú stýrir Sammi Samm seðlinum og líkurnar á 13 réttum því talsverðar þessa helgina. Áhugasamir geta aukið við framlag og nýir hluthafar ávallt velkomnir. Styttist í stóra vinninginn.
Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, 5 leikir úr úrvalsdeild, 7 úr þeirri fyrstu og einn sænskur leikur.
Seðilinn má finna hér.
Minnum tippara á skila seðlum inn snemma, auðveldar nefndinni alla vinnu. Verðum í skúrnum á laugardag á milli 11 og 13.00. Nokkrir stórleikir verða á dagskránnig hjá Dóra.
11.20 Tottenham - Huddersfield
13.50 Fulham - Everton
16.20 Manchester United - West Ham
16.25 Leeds - Sheffield Wednesday
Áfram Vestri
Nánar
Spennan í leiknum vex. Hampiðjan náði ekki nema 10 réttum síðast og næstu menn að draga á. Einn tippari var með 12 rétta í síðustu viku, Guðni Guðnason, einkar vel gert, náði inn um 15.000 í vinningsfé.
Stóri seðilinn náði einni tólfu og nokkurm 11 réttum, vinningsfé kr. 8.630, betur má ef duga skal og styttist alltaf í stóra vinninginn, okkar helstu sérfræðingar að spá í næsta seðil.
Annars má finna stöðuna hér
Næsta seðill er hér
Snúinn seðill venju samkvæmt, einn úr bikar, 3 leikir úr úrvalsdeild og rest úr þeirri næstu.
Minni tippara á að skila miðum inn tímanlega til að auðvelda alla vinnu.
Verðum í skúrnum frá 11.00 - 13.00 á morgun. Ath breyttan tíma, Tjallinn búinn að færa klukkuna
Í skúrnum verða stórleikir á dagskránni
13:55 Birmingham - Leeds
16:20 Machester City - Brighton
Áfram Vestri
NánarKrissi náði þeim glæsilega árangri um síðustu helgi að ná 13 réttum, vel gert Krissi. Skilaði getspekin honum kr. 53.000 í vinningsfé.
Fyrir vikið náði hann að draga örlítið á forystusauðina í Fjarðarnet sem halda þó enn forystunni í leiknum með 118 stig. Stutt á eftir kemur Sammi með 116 stig og svo Krissi með 114. Aðrir koma svo þar á eftir. Nákvæma stöðu í leiknum má finna hér.
Stóri potturinn skilaði ekki nema 12 réttum þar sem kerfið hélt ekki, vinningsféð kr. 2.200 dreifðist á hluthafa.
Leikvika 13 er snúin, 6 leikir úr úrvalsdeild og 7 úr þeirri næstu. Seðilinn finnst hér
Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, munum eftir netfanginu getraunir@vestri.is.
Verðum í skúrnum á laugardaga að taka við röðum frá 12.00 - 14.00.
Þessir leikir verði í beinni hjá Dóra:
12.20 Fulham - Manchester City
12.50 KR - FH
14.50 Manchester United - Watford
Áfram Vestri
Nánar
Spenna að færast í leikinn. Sammi og Krissi að sækja á Hampiðjuna. Þeir eru ekki með nema 2 stiga forystu eftir helgina. Sammi er sigurvegari helgarinnar, sá eini sem nær 11 réttum og náði kr. 8.550 í vinning.
Stóri potturinn náði ekki nema 9 réttum, ekki vel gert, spurning um að fá ráð frá Samma, en við gefumst ekki upp, styttist í stóra vinninginn.
Staðan í leiknum er hér
Næsta seðil er síðan að finna hér.
Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.
Verðum í skúrnum frá 12.00 - 14.00 á laugardaginn.
Leikir á skjánum:
12.25 STÓRLEIKUR LEEDS - Sheffield United
12.10 Watford - Crystal Palace
17.15 Burnley - Leicester
17.15 Seansea - Manchester City
Áfram Vestri
Nánar