Það var sárt að tapa fyrir ÍR í kvöld og var leikurinn í járnum alveg fram í síðasta fjórðung. Þá tóku ÍR góðan sprett og unnu að lokum 10 stiga sigur 92-82. Við höldum þó enn í vonina þar sem Craig setti þrist um leið og lokaflautan gall og gaf okkur smá ljós í enda gangnanna. Þannig er að ÍR tapaði með 10 stigum hér heima og við með 10 hjá þeim, en við gerðum fleiri stig á útivelli sem gefur okkur smá séns að ef við endum samsíða þeim að stigum sem á einnig við um Tindastól. En til þess að svo sé raunin þurfum við að koma hjólunum í gang. Og nú er næst heimaleikur n.k föstudag gegn toppliði Snæfells og hann ætlum við að taka.
Samstarf KFÍ TV og Fúsíjama TV heldur áfram og nýjasti afraksturinn úr því samstarfsverkefni er myndbrot úr bikarleik KFÍ og Breiðabliks í 9. flokki stúlkna sem fram fór 14. janúar.
Nánar
Drengjaflokkar KFÍ og ÍR mættust á dögunum í jakanum og var myndatökumaður KFÍ TV á staðnum. Fúsíjama TV hefur nú tekið sig til og klippt saman myndbrot úr efninu og má sjá afraksturinn hér.
Nánar
Dómarar leiksins áttu þarna "móment" enda fannst sumum þeir menn leiksins?
Það var hart tekist á í kvöld á Jakanum og í fyrsta sinn síðan í september 2010 spilaði KFÍ góða vörn. Shiran og lærisveinar eiga þakkir skilið fyrir þá viðleitni. Með smá heppni og betri vítanýtingu hefðum við stoilð sigri af verðandi meistaraefnunum suður með sjó! Að leik loknum varð fréttaritari KFÍ fyrir því að fótunum (áhorfendabekkjunum) var kippt undan honum og hlaut hann ærlega byltu, og er því í sjúkraleyfi frá með því í dag. Sjá umfjöllun um leikinn á karfan.is.
Nánar
Körfubolti | 17.01.2011
Stelpurnar í meistarflokki unnu góðan sigur á liði Grindvíkinga í gær 41-28. Leikurinn var ansi harður á köflum og áttu stelpunar oft á tíðum erfitt með að halda boltanum, einnig voru skotinn að detta illa okkar megin. En þetta hafðist að lokum og sigurinn sætur. Hafa stelpunar því unnið 4 leiki á þessu tímabili og tapað 3 sem er nokkuð gott fyrir lið á sínu fyrsta ári í meistarflokk. Stigaskorið var eftirfarandi Stefanía 14, Eva 12, Lindsay 5, Hafdís 4 og Vera 4.
Nánar
Eins og venjulega þá verðum við með beina útsendingu frá leik KFÍ-Grindavík. Grindavík mætir á svæðið og fyrir þá sem ekki geta komið á leikinn þá er linkur hér KFÍ TVNánar
Kæru foreldrar og stuðningsfólk. Þá eru hettupeysurnar á "púkana" komnar vestur og verða seldar á leiknum gegn Grindavík annað kvöld 17. janúar. Verðið á þeim er 4000.- krónur íslenskar.
Á morgun mánudagskvöld 17. janúar kl. 19.15 tekur mfl. karla KFÍ á móti hinu frábæra liði frá Grindavík. Við höfum tvisvar keppt gegn þeim í vetur að tapað báðum leikjunum. En nú eru nýjir menn í báðum liðum og er gert ráð fyrir spennandi leik. Og eins og skáldið JEÚ komst svo vel að orði ,,betra er einn stuðningsmaður á leiknum en tveir í sófa"