Körfubolti | 06.01.2011
Það má með sanni segja að oft er betra að hægja á og hugsa, en að taka fljótar ákvarðanir. Í þessu erum við að tala um skrautlega ferð til Sauðárkróks þar sem við töpuðum leik gegn Tindastól eftir níu klukkutíma ferðalag í brjáluðu veðri. Lokatölur 85-71 fyrir heimamenn. Það skal ekki af þeim í Tindastól tekið að þeir spiluðu betur en við og unnu sanngjarnt. Einu mennirnir hjá sem voru með einhverja rænu í leiknum voru Darco, Carl og Ari. Aðrir voru enn í bílunum. Frikki Hreins fór á kostum fyrir heimamenn og var fremstur meðal jafningja þar. Þessi leikur er búinn og ekkert að gera nema læra af þessu.
Nánar
Körfubolti | 03.01.2011
Richard McNutt
Miðherji er kominn til liðs við KFÍ. Pilturinn heitir Richard McNutt. Richard er 203 cm. á hæð og 107 kg. og spilaði hjá Mt. Aloysius Collage í Pennselvaníu BNA. Þar útskrifaðist hann í vor og var síðan ráðinn til Sheffield Sharks í Bretlandi í september, en spilaði lítið vegna veikinda sem hrjáðu hann. Nú er kappinn hress og klár og er kominn á Jakann, og bjóðum við hann velkominn í KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 31.12.2010
Gleðilegt nýtt ár til allra !!! - Happy new year to all !!!
KFÍ vill þakka öllum fyrir árið sem er að líða og óskum við öllum farsæls ár
KFÍ want to thank all for a good year and we wish you all a great 2011
Nánar
Körfubolti | 29.12.2010
Edin (t.v) kveður körfuna í bili
Edin Sulic er nú farinn heim á leið eftir erfið meiðsli, uppskurð og endurhæfingu í margar vikur. Aðgerðin heppnaðist ágætlega, en hann þarf mun lengri tíma til þess að ná sér að fullu. Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Edin sem leið mjög vel á Ísafirði og gerði allt sem hann gat í þeim leikjum sem tók þátt í með félaginu. Hann var með 15.3 stig. 9,5 fráköst og 1.3 varin í leik á annari löppinni. Og það verður ekki kvartað yfir hans framlagi frá okkur. Það er mikill söknuður af þessum pilt, enda frábær leikmaður og sömuleiðis félagi. Nú stendur leit yfir af manni í hans stað og verður greint frá því um leið og eitthvað gerist í þeim efnum.
Nánar
Körfubolti | 28.12.2010
KFÍ tv kíkti á jólabolta KFÍ á aðfangadag og má sjá árangur og smá jólakveðju frá yngri iðkenndum með því að kíkja á meira.
Nánar
Körfubolti | 23.12.2010
Stjórn, leikmenn, iðkendur og aðstandendur KFÍ óska öllum gleðilegra jóla og vonum að allir hafi það gott í faðmi fjölskyldunnar.
The board of KFÍ, players and all the good people that make things happen for us wishes all happy holidays.
Nánar
Körfubolti | 23.12.2010
Frá jólaboltanum 2009. Mynd: Ingvi Stígsson
Hinn árlegi jólakörfubolti KFÍ fer fram á aðfangadag líkt og verið hefur síðustu ár(atugi). Byrjað verður kl 10:00 fyrir yngstu iðkennurnar og verður farið í ýmsa leiki þar. Eldri iðkendurnir eru síðan frá 12:00-13:30 og eftir það verða allir klárir í að setja steikina upp og jólin á leið í hús.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að sprikla aðeins fyrir jólasteikina til að mæta !!
Nánar
Körfubolti | 20.12.2010
Hákon var með stórleik
Grindvíkingar komu í heimsókn í dag og léku við okkur í unglingaflokki. Okkar lið samanstóð eingöngu af drengjum úr drengjaflokki sem var því að spila upp fyrir sig í aldri. Leikur endaði 79-94 fyrir Grindavík. Stigaskor, umfjöllun og myndbrot hér í meira:
Nánar
Körfubolti | 19.12.2010
Strákarnir okkar í 9. flokki töpuðu fyrir KR í bikarnum. KR-ingar voru nokkru sterkari og enduðu leikar 32-75.
Stigaskor og umfjöllun hér í meira.
Nánar
Körfubolti | 18.12.2010
Hó, hó, hó...
Hér eru myndbrot úr leik KFÍ-Hauka. Við þökkum Tómasi Ara, Andra Má og Jakob Einari kærlega fyrir útsendinguna.
Áfram KFÍ
Nánar