Edin Sulic er nú farinn heim á leið eftir erfið meiðsli, uppskurð og endurhæfingu í margar vikur. Aðgerðin heppnaðist ágætlega, en hann þarf mun lengri tíma til þess að ná sér að fullu. Þetta voru gríðarleg vonbrigði fyrir Edin sem leið mjög vel á Ísafirði og gerði allt sem hann gat í þeim leikjum sem tók þátt í með félaginu. Hann var með 15.3 stig. 9,5 fráköst og 1.3 varin í leik á annari löppinni. Og það verður ekki kvartað yfir hans framlagi frá okkur. Það er mikill söknuður af þessum pilt, enda frábær leikmaður og sömuleiðis félagi. Nú stendur leit yfir af manni í hans stað og verður greint frá því um leið og eitthvað gerist í þeim efnum.
Nánar
Hinn árlegi jólakörfubolti KFÍ fer fram á aðfangadag líkt og verið hefur síðustu ár(atugi). Byrjað verður kl 10:00 fyrir yngstu iðkennurnar og verður farið í ýmsa leiki þar. Eldri iðkendurnir eru síðan frá 12:00-13:30 og eftir það verða allir klárir í að setja steikina upp og jólin á leið í hús.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að sprikla aðeins fyrir jólasteikina til að mæta !!
Nánar
Grindvíkingar komu í heimsókn í dag og léku við okkur í unglingaflokki. Okkar lið samanstóð eingöngu af drengjum úr drengjaflokki sem var því að spila upp fyrir sig í aldri. Leikur endaði 79-94 fyrir Grindavík. Stigaskor, umfjöllun og myndbrot hér í meira:
Nánar
Strákarnir okkar í 9. flokki töpuðu fyrir KR í bikarnum. KR-ingar voru nokkru sterkari og enduðu leikar 32-75. Stigaskor og umfjöllun hér í meira.
Nánar