Körfubolti | 16.01.2011
Sævar var stigahæstur
Drengjaflokkur spilaði gegn Fjölni og tapaði naumega eftir æsispennandi leik 72-74. Leikurinn byrjaði illa af okkar hálfu og virtust piltarnir ekki almennileg tilbúnir og byrjuðu ekki að taka á Fjölnismönnum fyrr en þeir voru búnir að gefa þeim 9 stig í forgjöf. við skoruðum sem sagt ekki stig fyrr en eftir að Fjölnir hafði komist í 9-0. Þá fóru KFÍ piltar að átta sig á því að þeir voru ekkert lakari og að aðeins þurfti að hafa fyrir hlutunum.Strákarnir hristu af sér skrekkinn og fóru að sækja að körfu Fjölnismanna og berjast fyrir lausum boltum og komu sér inní leikinn og náðu að minnka muninn í 14-16 í lok fyrst leikhluta. Einbeiting ekki alveg í lagi og taldist liðstjóra til að ein 3 galopin layup hafi farið forgörðum í þessum leikhluta.
Nánar
Körfubolti | 15.01.2011
Eva var stigahæst í gær
Stelpurnar töpuðu á móti Breiðablik með einungis 3 stigum í gær. Leikurinn byrjaði vel hjá okkar liði og voru stelpunar að spila mjög góða vörn og bolti gekk vel í sókninni. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 8 - 4 fyrir okkur. Í öðrum leikhluta héldu stelpunar áfram að leggja sig fram og staðan var 14 - 6 í hálfleik. Í þriðja leikhluta komst Breiðablik inn í leikinn og komst í 19 - 14 en þá stigu stelpunar upp og náðu með góðum kafla að komast í 24 - 19 og þriðji leikhluti á enda. Í þeim fjórða misstum við trúna á því að geta unnið leikinn og Breiðablik vann um forskotið okkar jafnt og þétt og hafði sigur að lokum 35 - 32. Stelpunar okkar lögðu allt sitt í þetta og merkja má framför í leik þeirra. Stigaskor var eftirfarandi Eva 23. Lilja 4, Rósa 4 og Lovísa 1.
Nánar
Körfubolti | 13.01.2011
Áfram stelpur
Þá fer að styttast í bikarleik hjá 9.fl.kvk KFÍ. Leikurinn spilast hér heima á morgunn kl 13.00 á Torfnesi. Stelpunar taka á móti Breiðablik og hafa þær spila tvo leiki við þær í vetur og tapað báðum með aðeins örfáum stigum. Sem segir okkur að stelpunar geta alveg unnið leikinn. Von okkar að áhorfendur komi og hjálpi okkur að sigra leikinn. Stuðningurinn er mikilvægastur fyrir KFÍ og getur hjálpað okkur að tryggja áframhaldandi árangur í bikarnum.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 11.01.2011
Koma á Jakann og hvetja stelpurnar
Leikur sem vera átti á laugardaginn gegn Grindavík-b hefur færst yfir á sunnudag, leikurinn hefst kl 13.45 og hvetja stelpurnar alla til að mæta og hvetja liðið til sigurs.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 10.01.2011
Stelpurnar stóður sig vel
KFÍ og Þór Akureyri mættust í höllinni fyrir norðan í gær í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af en KFÍ-stúlkur sigu fram úr í lokin og fóru heim með 48-71 sigur í farteskinu. Á heimasíðu Þórs má finna
frétt um leikinn auk
myndasafns frá honum. Stigaskor í leiknum var eftirfarandi Stefanía 26, Linsey 19, Hafdís 10, Eva 7, Sunna 3, Guðlaug 2 og Sólveig Páls 2. Þess má geta að merkja má mikla framför á stelpunum frá því þær hófu leik í haust og eftir ekki langan tíma og meiri reynslu eiga þær eftir að sýna enn meiri tilþrif á vellinum.
Nánar
Körfubolti | 09.01.2011
Drengirnir sýndu klærnar
Strákarnir í drengjaflokk spiluðu gegn ÍR í bikarkeppni KKÍ í dag og fóru með sigur af hólmi og eru þar með komnir í átta liða úrslit. Þetta er glæsilegt hjá þeim og annan daginn í röð er það liðsheildin sem skóp þennan sigur. Lokatölur 71-61.
Það voru syfjaðir drengir beggja liða sem mættu á Jakann í morgun, enda óvanir að vakna fyrr en þegar langt er liðið á sunnudaga og er það skiljanlegt Þar sem tekið er fram að samkvæmt allri venju er hvíldardagur fyrirskipaður þessa vikudaga. En bæði lið voru fljót að hlaupa það úr sér og eftir nokkuð jafnan fyrsta leikhluta voru KFÍ drengirnir með fimm stiga forskot og staðan 19-15.
Nánar
Körfubolti | 08.01.2011
Marco "pósar" fyrir hjá karfan.is. Mynd Jón Björn.
KFÍ hefur samið við Marko Milicevic en hann kom til landsins á miðvikudagsnóttina og var boðinn velkominn með ferð í vitlausu veðri til Sauðárkróks í blindbyl og sá hann ekkert af landinu nema Staðarskála í smá stund og svo beint í leik gegn Tindastól þar sem hann sýndi fína takta svone rétt ný kominn var með 13 stig og 8 fráköst og mun klárlega hjálpa okkur. Marko lék síðast með Triglav í Slóveníu en hefur m.a. komið við hjá Livorno í Serie A á Ítalíu.
Á karfan.is sagði kappinn við Jón Björn snilling; ,,Ég vonast til að geta fært KFÍ það sem þarf til að gera breytingar á stöðu liðsins í deildinni, ég hef verið í þessari stöðu og í Slóveníu lék ég m.a. hjá klúbbi sem var 6-0 þegar ég kom en við náðum okkur í 6-6 og það væri gaman að endurtaka þann leik nú með KFÍ,”
KFÍ býður Marko velkominn til Vestfjarða.
Nánar
Körfubolti | 08.01.2011
Flottir í dag
Strákarnir í drengjaflokk tóku á móti ÍR á jakanum í dag og unnu sanngjarnan sigur. Lokatölur 62-42. Sést á tölunum að varnarleikur okkar stráka skóp þennan sigur, sem og liðsheild og geta meistaraflokksmenn KFÍ tekið þá sér til fyrirmyndar í dag.
Leikurinn byrjaði fjörlega og var Sævar Vignisson fyrstur okkar stráka til að smella stigum á töfluna með góðum þrist og síðan komu körfur frá Nonna, Leó og Gaut og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-10. Okkar strákar að spila góða vörn og Carl þjálfari að skipta mönnum vel inn af bekknum.
Nánar
Körfubolti | 06.01.2011
Það má með sanni segja að oft er betra að hægja á og hugsa, en að taka fljótar ákvarðanir. Í þessu erum við að tala um skrautlega ferð til Sauðárkróks þar sem við töpuðum leik gegn Tindastól eftir níu klukkutíma ferðalag í brjáluðu veðri. Lokatölur 85-71 fyrir heimamenn. Það skal ekki af þeim í Tindastól tekið að þeir spiluðu betur en við og unnu sanngjarnt. Einu mennirnir hjá sem voru með einhverja rænu í leiknum voru Darco, Carl og Ari. Aðrir voru enn í bílunum. Frikki Hreins fór á kostum fyrir heimamenn og var fremstur meðal jafningja þar. Þessi leikur er búinn og ekkert að gera nema læra af þessu.
Nánar
Körfubolti | 03.01.2011
Richard McNutt
Miðherji er kominn til liðs við KFÍ. Pilturinn heitir Richard McNutt. Richard er 203 cm. á hæð og 107 kg. og spilaði hjá Mt. Aloysius Collage í Pennselvaníu BNA. Þar útskrifaðist hann í vor og var síðan ráðinn til Sheffield Sharks í Bretlandi í september, en spilaði lítið vegna veikinda sem hrjáðu hann. Nú er kappinn hress og klár og er kominn á Jakann, og bjóðum við hann velkominn í KFÍ.
Nánar