Fréttir - Körfubolti

Engin uppgjöf þrátt fyrir tap

Körfubolti | 17.12.2010
Nebojsa var góður í dag
Nebojsa var góður í dag
Það er engin uppgjöf hjá félaginu þrátt fyrir sárt tap gegn Haukum í kvöld. Leikurinn var jafn mestallan leikinn og skoraði Inge frá Haukum frábæra körfu úr erfiðu skoti þegar leikurinn kláraðist og tók tvö stig suður. Baráttan var til fyrirmyndar og má geta þess að Haukar tóku 22 skot en hittu úr 1 í þriggja stiga, en leikurinn fór fram undir körfunni í dag og Haukar unnu þann slag í dag með Inge í broddi fylkingar. Lokatölur 75-77

Við förum nú að æfa vel og komum vel undirbúnir til leiks á nýju ári. Meira um leikinn á morgun.

En margt var undarlegt gerist í kvöld og hér er bara eitt atvik af mörgum og er nema von að margir séu sárir og reiðir, sjá: hér   Nánar

Stórleikur á Jakanum fimmtudagskvöld í Iceland Express deildinni

Körfubolti | 14.12.2010
Verða gleðleg jól hjá þér og KFÍ ?
Verða gleðleg jól hjá þér og KFÍ ?
Það er sannkallaður stórleikur hér heima á Jakanum fimmtudagskvöldið n.k. þegar meistaflokkur karla tekur á móti liði Hauka frá Hafnarfirði. Það er alveg ljóst að þetta verður mikill baráttuleikur og ekkert verður gefið eftir. Okkar strákar líkt og lið Hauka verða að sigra og létta af pressunni fyrir nýtt ár.

Það verður sannkölluð jólastemning á leiknum og verða gefnar jólagjafir og skotleikir verða þar sem hægt er að vinna sér inn flugferð með Flugfélag Íslands og einnig hægt að næla sér í matarkörfu að upphæð 10.000 krónur frá Samkaup. Það er því fullt að gerast á leiknum og um að gera að koma standa þétt upp við KFÍ og eiga séns á að verða heppinn einnig.

Koma svo 1,2,3 KFÍ Nánar

Hræðileg byrjun varð okkur að falli

Körfubolti | 11.12.2010
Það var hart sótt að Craig í gær
Það var hart sótt að Craig í gær
Það má með sanni segja að það hafi verið ,,fult af ljósum, en engin heima" hjá okkar strákum í meistaraflokk þegar flautað var til leiks gegn Njarðvík í gærkvöld. Það var bara hreinlega enginn heima. Og það þarf ekki að bjóða menn velkomna í Njarðvík nema einu sinni og þá er sett í ,,overdrive" það gerði Jói Ólafs og setti á okkur heil 18 stig, án teljandi vandræðna. Og staðan að fyrsta leikhluta loknum 36-13 ! Takk fyrir komuna..

En þá vöknuðu okkar menn til lífsins og snéru öðrum leikhluta algjörlega og unnu hann með frábærri baráttu 14-31 ! Og staðan þegar hlaupið var til búningsherbergja var 50-44 og við komnir inn í leikinn aftur með elju og dugnaði. Við komum stemndir til leiks í þeim þriðja og náðum að minnka muninn jafnt og þétt og þegar rúmar 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 75-74 og allt opið í leiknum, en því miður sprungum við á limminu og má segja að krafturinn við að koma sér til baka eftir að Njarðvík náði forskotinu í byrjun hafi riðlað leiknum töluvert. Lokatölur 101-79

það voru flestir fyrir neðan sinn rétta stuðul í gær og vita hvað þeir þurfa að bæta, en Carl, Beco, Daði, Craig og Edin voru skástir. Og gott að sjá að Edin er hægt en rólega að koma til baka eftir erfið meiðsl

Það verður að geta þess að margir dómar voru hreint furðulegir í gærkvöld og þeir hafa örugglega átt betri dag, þó að það hafi ekki gert útslagið þá hjálpaði það okkur ekki mikið

Það er þó til staðar hungur í strákunum og vilji til að snúa taflinu við sem og við munum gera. Það er leikur gegn Haukum hér heima á fimmtudagskvöldið og hann ætlum við að sigra.

Tölfræðin út leiknum er hér.

  Nánar

Leik Njarðvíkur og KFÍ frestað

Körfubolti | 09.12.2010 Leik Njarðvíkur og KFÍ í Iceland Express-deild karla sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Ástæðan er að ekki er flogið til Ísafjarðar í dag. Leikurinn verður á morgun föstudag á sama tíma eða kl. 19.15. Nánar

Allt á fullu við undirbúning körfuboltabúða KFÍ 2011

Körfubolti | 08.12.2010
Hópmynd af krökkum og þjálfurum í körfuboltabúðum KFÍ 2010
Hópmynd af krökkum og þjálfurum í körfuboltabúðum KFÍ 2010

Nú er allt komið á fullt við að undirbúa körfuboltabúðir KFÍ 2011. Þetta er þriðja árið í röð sem við höldum búðirnar og verður verkefnið alltaf metnaðarfyllra með hverju árinu.

Nánar

Njarðvík á morgun fimmtudag

Körfubolti | 08.12.2010
Daði er tilbúinn
Daði er tilbúinn
Þá er komið að síðasta útileik meistaraflokks á þessu ári og er leikurinn gegn Frikka Stef og hans græna her í Njarðvík. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur, en svo er um alla leiki í Iceland Express deildinni. Það er samt gott að hafa í huga að allir byrja jafnir og svo er bara að sjá hvort liðið er duglegra að setja boltann í körfu andstæðingsins og verjast að fá körfur hjá sér. 

Við hvetjum alla Vestfirðinga að koma til Njarðvíkur og sjá leikinn. Hann er settur á fimmtudagskvöldið 8. desember, kl.19.15 og koma svo 1,2,3 KFÍ  Nánar

Eva Kristjánsdóttir í tveim æfingahópum hjá unglingalandsliði KKÍ

Körfubolti | 07.12.2010
Eva er vel að þessu komin
Eva er vel að þessu komin
Eva Kristjánsdóttir sem er í 9. flokk stúlka hjá KFÍ hefur verið valin í U-15 og U-16 æfingahóp körfuknattleikssambands Íslands. Þetta er frábær viðurkenning fyrir Evu sem spilar í 9. flokk, stúlknaflokk og meistaraflokk kvenna hjá KFÍ. Hún er vel að þessu komin og á eftir að ná langt. Nánar

WC pappír og eldhúsrúllur

Körfubolti | 06.12.2010
Þetta er alltaf jafn nauðsynleg vara´
Þetta er alltaf jafn nauðsynleg vara´
Pappírinn er kominn í hús.  Afhending hjá Þorsteini í Gúmmíbátaþjónustunni á morgun

Eins og fram kom í tilkynningu er markmiðið að hver iðkandi selji 2 WC og eina eldhúsrúllu

Upplýsingar um verð og fyrirkomulag hér í meira Nánar

Grindjánar kafsigldu okkur

Körfubolti | 04.12.2010
Craig var bestur enn eini sinni
Craig var bestur enn eini sinni
,,Varnarleikur týndist. Ef einhver finnur hann vinsamlegast skilið honum strax, fundarlaunum heitið" Þetta á ágætlega við eftir að vera kjöldrengnir suður með sjó. Lokatölur 119-96. Annars er þessi leikur mjög mikið leyndarmál. Engin tölfræði er og engar fréttir á karfan.is ?

Gaui hafði samband og sagðist skrifa um leikinn þegar heim er komið. Hann er með tölfræði á blaði sem ekki er hægt að lesa og mun reyna að gera leiknum skil á morgun (laugardag) Hann sagði þó að Grindavík hafi farið í þriggja stiga ham og að Ryan hafi sett nokkra boltana í andlitið á KFÍ með stæl.

Besti maðurinn var þó Craig okkar sem setti 34 tig þar að 6/10 í þristum og setti menn hvað ofan í annað á hælana með "shake and bake"  Nebo, Daði, Edin og Darco komu þar á eftir, en Hugh virkaði þreyttur.  Hann sagði að þetta væri þó á réttri leið. Hugarfarið er að breytast og menn viti hvað þarf að gera til að bæta leikinn. Það er engan bilbug að finna á mönnum og allir sem einn ætla að berjast til síðasta manns. Nánar

Meistaraflokkur KFÍ suður með sjó á morgun

Körfubolti | 02.12.2010
Suður skal haldið
Suður skal haldið
Á morgun föstudagskvöld 3. desember fara strákarnir í meistaraflokk til Gindavíkur og keppa það í Powerade bikarkeppninni og er hann á dagskrá kl. 19.15. Það verður gaman að fara, enda skemmtileg keppni. þarna er ekkert víst fyrirfram og skal enginn fella dóm um það strax hvernig fari, þó svo að Grindavík sé sterkara á pappírnum. Við förum suður til að gefa allt í leikinn og er mikil tilhlökkun í hópnum.

Við vonum að sjá sem flesta Vestfirðinga á leiknum og til að styðja við bakið á okkur..


Koma svo 1,2,3 KFÍ Nánar