Fréttir - Körfubolti

Daði Berg Grétarsson kynntur

Körfubolti | 15.11.2010
Daði Berg Grétarsson. Mynd Snorri Örn Arnaldsson
Daði Berg Grétarsson. Mynd Snorri Örn Arnaldsson
Hér er Daði Berg okkar í viðtali hjá Fjölni Baldurssyni og Edda Guðmannssyni, sem er í læri hjá Fjölni, og músikin undir er frá Geira í Stjörnuryk og Mc Ískasen. Það verða fleiri svona kynningar á næstunni. Hér sést viðtalið á leikbrot.is Nánar

KFÍ-KR á mánudagskvöld

Körfubolti | 14.11.2010
Come fly with me.
Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Come fly with me. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Við minnum á leikinn annað kvöld, mánudagskvöldið 15. nóvember kl.19.15. Við hvetjum alla að koma og hvetja strákana áfram til sigurs. Okkar yndislegi Hrafn "Microwave" Kristjánsson er þjálfari drengjanna úr vesturbænum. Þeir hafa frábært lið og sýndu mátt sinn gegn Njarðvík á dögunum og unnu þá með 20 stigum. En okkar strákar eru til í slaginn og ætla að sýna að þeir eru klárir.

Á undan meistaraflokksleiknum spila drengjaflokkar KFÍ og KR og er sá leikur kl. 17.00 og er tilvalið að gera körfuboltadag úr mánudegi og sjá þenna tvíhöfða.

Láttu sjá þig á Jakanum Nánar

Frábær KFÍ dagur að baki

Körfubolti | 13.11.2010
Guðni var frábær í dag
Guðni var frábær í dag
Það var rosalegt stuð í morgun þegar kynningardagur KFÍ var haldinn. Vel var auglýst og mæting var kl.11.00 í morgun. Dagskráin gekk út á að kynna alla leikmenn KFÍ í öllum flokkum og farið í ýmsa leiki með krökkunum. Þriggja stiga keppni, troðslu keppni, andlitsmálun, bakaríð kynnti nýtt bakkelsi sem heitir "þristur-inn" og "troðslan" og smakkaðist það frábærlega vel. Plaköt voru í boði með myndum af meistaraflokki KFÍ og árituðu  leikmenn fyrir krakkana. Gamlir KFÍ búningar voru til sýnis og hægt var að kaupa ýmsan KFÍ varning.

Þessi dagur tókst með afbrigðum vel og var þátttakan mjög góð. Skipulagning var til fyrirmyndar og stóðst öll tímasetning. Hápunktur dagsins var þegar Geiri í Stjörnuryk og MC Ísaksen frumfluttu nýja KFÍ lagið "live" og myndaðist flott stemning hjá viðstöddum.

KFÍ vill skila þökkum til allra sem að þessum degi komu og þó sérstaklega Gunnari Bjarna séní fyrir plakötin og þeim Geira og MC Ísaksen að koma alla leið að sunnan til að taka þátt í deginum með okkur. Þetta er byrjun á skemmtilegum vetri og kom fólki saman sem aldrei fyrr, jafnt ungum sem öldrum. Takk fyrir okkur og munið mánudaginn 17.00 er KFÍ-KR í drengjaflokk og kl. 19.15 KFÍ-KR í meistaraflokk. Sem sagt allir á Jakann, 1,2,3 KFÍ  Nánar

KFÍ-KR á mánudagskvöld

Körfubolti | 12.11.2010
Koma svo 1,2,3 KFÍ
Koma svo 1,2,3 KFÍ
Hrafn Kristjánsson og sveinar hans í KR koma á Jakann á mánudagskvöld og spila við okkar drengi. Við áttum að spila við Hamar í kvöld, en enginn varð leikurinn því ekki var flogið frá Reykjavík. KR burstaði Njarðvík í kvöld 92-69 og eru sterkir í öllum stöðum á vellinum. En við erum klárir í slaginn og það verður gaman að sjá hvernig við komum í leikinn.

Það eru allir hvattir til að mæta á Jakann og standa við bakið á okkar mönnum.Leikurinn hefst 19.15 mánudagskvöldið 15. nóvember.  Nánar

Leik Hamars og KFÍ frestað

Körfubolti | 12.11.2010
Karfan heldur áfram
Karfan heldur áfram
Búið er að fresta leik Hamars og KFÍ í Iceland Express-deild karla sem fara átti fram í kvöld.

Ástæðan er að ekki er flogið til Ísafjarðar í dag.

Nýr leikdagur er fimmtudagurinn 18. nóvember og hefst leikurinn kl. 19.15. Nánar

Tap hjá meistaraflokk kvenna.

Körfubolti | 06.11.2010
Þetta var ekki okkar dagur
Þetta var ekki okkar dagur
Stelpurnar voru rétt í þessu að tapa gegn Stjörnunni í Garðabæ. Lokatölur urðu 58-44. Það mátti sjá á tölfræði úr leiknum að þriðji leikhluti varð kúvendingin og skoruðu Stjörnustelpurnar 28 stig gen 9 stigum okkar og náðum við ekki að ná því til baka.

Fleiri fréttir síðar


Tölfræðin.  Nánar

Sævaldur er vinsæll hjá KFÍ í dag

Körfubolti | 02.11.2010
Sævaldur að draga í keppnina. Mynd kki.is
Sævaldur að draga í keppnina. Mynd kki.is
Sævaldur Bjarnason þjálfari Breiðabliks er vinsæll hjá KFÍ í dag. Hann dró í 16 liða bikarkeppni KKÍ og öll fjögur lið okkar fengu heimaleik. Það er því mikill sparnaður hjá félaginu og puttar Sævaldar beðnir að vera áfram í keramík skálinni góðu. Stúlknaflokkur er síðan beint í 8 liða úrslit þar sem jafnmörg lið eru skráð til leiks. Farið verður í það næstu daga að dagsetja leikina.

Hérna er drátturinn:

9. flokkur drengja KFÍ-KR-b
Drengjaflokkur KFÍ-ÍR
Unglingaflokkur KFÍ-Grindavík
9.flokkur stúlkna KFÍ-Snæfell



Nánar

Æfingagjöldin

Körfubolti | 01.11.2010
Já, blessuð börnin
Já, blessuð börnin
Foreldrar hvattir til að ganga frá æfingagjöldum sem fyrst.  Allar upplýsingar um æfingagjöld má finna hér í skjalinu "æfingagjöld yngri flokka".
Staðgreiðsluafsláttur sem nemur eins mánaða æfingagjöldum rennur út núna 5. nóvember.
Allar nánari upplýsingar gefur Guðni í síma 660-5094. Nánar

Flott helgi hjá 9.flokki kvenna.

Körfubolti | 31.10.2010
1 af 3
Stúlkurnar í 9.flokki kvk áttu mjög góða helgi í Bolungarvík. Þær byrjuðu í c-riðli en með því að vinna þrjá leiki af fjórum munu þær spila í b-riðli á næsta fjölliðamóti. Í heildina voru stelpurnar að spila mjög vel, þær spiluðu fína pressuvörn sem skilaði þeim góðum körfum, hjálpin var til staðar í vörninni og sóknin rúllaði hreint ágætlega hjá þeim. Því má með sanni segja að miklar framfarir hafi verið hjá þessum stúlkum síðan undirrituð tók við þeim síðasta vor. Nánar

Stúlkurnar unnu báða leiki sína í dag

Körfubolti | 30.10.2010
1 af 2
Stelpurnar í 9. flokk stúlkna sigrðuðu báða leiki sína í dag. Þann fyrri gegn KR 41-35 og þann seinni gegn Snæfell 62-40. Nánari fréttir koma inn frá Stefaníu þjálfara innan tíðar.
Nánar