Fréttir - Körfubolti

Tap á Jakanum í döprum leik

Körfubolti | 29.10.2010
Craig átti erfitt uppdráttar í kvöld
Craig átti erfitt uppdráttar í kvöld
Það var ekki mikið sem gladdi augað í kvöld hjá strákunum í KFÍ. "Streetball" er það sem kemur upp í hugann þar sem strákarnir úr Stjörnunni unn sanngjarnan sigur 78-85 og til að gera sér grein fyrir hvernig leikurinn var þá var framlagsstuðull okkar manna 65 sem er hörmulegt. Einstaklingsframtakið og sífellt drippl varð til þess að við lukum flestum sóknum okkar á erfiðu skoti og var það svona happ og glapp hvort við hittum eða ekki og til að bæta gráu í svarta pyttin töpuðum við 20 boltum. Það voru allir slappir í kvöld, leikmenn og þjálfarar. Það góða við leikinn er að við getum ekki gert verr og nú er að girða sig í brók og taka á því sem fór forgörðum. Við vitum alveg hvað býr í þessu liði og Bjössi bóndi fór bara á smá flakk og kemur aftur tvíefldur.

Það verður lítið skrifað um þennan leik og hér er linkurinn á stattið úr leiknum. Ef að við ættum að taka einhvern út úr hópnum og segja að hann hafi verið skástur, þá er það Hugh "teddybear" Barnett. Hann hefði mátt spila meira, var með sex stig og sex fráköst á fjórtán mínútum. Hann er tröll af burðum og erfitt að eiga við hann í teignum.

Craig var með 17 stig en tapaði 7 boltum, Nebojsa 15 stig 6 fráköst, Darco 14 stig, Carl 10 stig,  Pance 8 stig, Hugh 6 stig 6 fráköst, Ari 6 stig og Daði 2.  

Það verður þó ekki af Stjörnumönnum tekið að þeir áttu þennan með húð og hári og börðust eins og ljón. Þeirra besti maður í kvöld var Justin nokkur Shouse, sem sýndi okkur Vestfirðingum hvernig á að spila körfubolta. Drengurinn hitti úr 9 af 10 skotum sínum og tók 7 fráköst. Marvin var með 19 stig, Jovan 18, Kjartan 9 og Kjartan 8. Daníel var traustur og Guðjón og Óli áttu fína innkomu af bekknum.

Taka skal fram einnig að dómarar leiksins þeir Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson stóðu sig frábærlega í erfiðum leik. Nánar

Korthafar fá flott tilboð

Körfubolti | 28.10.2010
Besta sjoppan á landinu
Besta sjoppan á landinu
Hamraborg sem er einn af okkar stærstu styrktaraðilum ætlar að bjóða korthöfum KFÍ tilboð sem gildir alla helgina. Það er pizza með tveimur áleggstegundum á 1590 krónur og gildir þetta fyrir handhafa kortanna.

Við hvetjum alla korthafa að nýta sér þetta frábæra tilboð. Og fyrir þá sem vilja kaupa kortið þá bendum við á að þau eru seld við innganginn á heimaleikina og einnig hjá Guðna Ó Guðnasyni S: 660-5094. Nánar

Upphitun fyrir leikinn á morgun

Körfubolti | 28.10.2010
1,2,3 KFÍ !
1,2,3 KFÍ !
Félagar okkar á Fúsíjama TV klipptu saman myndbrot úr eftirminnilegri endurkomu KFÍ í leik sínum á móti ÍR. Eins og flestir vita þá vann KFÍ þar upp 20 stiga forskot ÍR-inga í fjórða leikhluta og tryggði sér svo 10 stiga sigur í framlengingunni.

Myndbandið er hægt að sjá hér.

Og hér er KFÍ lagið svona til að rifja upp laglínuna fyrir leikinn á morgun. KFÍ 1,2,3

MUNA að leikurinn er föstudagskvöldið 29. október hefst 19.15 og gott að vera komin í síðasta lagi kl. 19.00 Nánar

KFÍ býður eldri borgurum á heimaleik í körfubolta

Körfubolti | 28.10.2010
Hvað ungur nemur, gamall temur
Hvað ungur nemur, gamall temur

KFÍ tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ í íþróttahúsinu á Torfnesi annað kvöld og er það fjórði leikur KFÍ í Iceland Express-deildinni í vetur. Liðinu hefur gengið vel það sem af er leiktímabilinu og unnið tvo leiki og er skemmst að minnast síðasta heimaleiks gegn ÍR þegar KFÍ tókst að vinna upp 20 stiga forskot ÍRinga og sigra með 10 stiga mun í framlengingu. Óhætt er að segja að þakið hafi ætlað af íþróttahúsinu á Torfnesi þetta kvöld.

Mikil gróska er í starfsemi KFÍ um þessar mundir, meistaraflokkur karla byrjar  vel í úrvalsdeildinni, meistaraflokkur kvenna er kominn á fullan skrið eftir langt hlé og iðkendum hefur fjölgað í yngri aldurshópunum. Stór þáttur í velgengni KFÍ eru ötulir stuðningsmenn liðsins enda getur það skipt sköpum þegar heimamenn sýna stuðning í verki og fjölmenna á heimaleiki.

Körfubolti er hin besta skemmtun fyrir alla aldurshópa og til að vekja athygli á því vill KFÍ bjóða öllum, sem orðnir eru 67 ára og eldri, að koma á leikinn á föstudagskvöld þeim að kostnaðarlausu. Vonast KFÍ til þess að eldri borgarar á norðanverðum Vestfjörðum og víðar þiggi boðið og kynnist af eigin raun stemmingunni sem fylgir keppni í körfubolta. Það verður enginn svikinn af þeirri fjölskylduskemmtun. Leikurinn hefst kl. 19.15.

Nánar

5. umferð Iceland Express deildarinnar hefst í kvöld

Körfubolti | 28.10.2010
5. umferð að hefjast
5. umferð að hefjast
Nú er fimmta umferð Iceland Express að hefjast og eru þrír leikir á dgskrá í kvöld kl. 19.15 og allir leikirnir eru á "live stattinu". Umferðinni lýkur svo á morgun með seinni þremur viðureignunum og eigum við leik heima á Jakanum við Stjörnuna og hefst sá leikur kl. 19.15. Allir leikirnir í IE deildinni hafa verið spennandi og geta allir unnið alla, og verður því fróðlegt að fylgjast með slagnum.

Áfram karfa.  Nánar

Nú er það svart

Körfubolti | 26.10.2010
,,Nú er það svart
,,Nú er það svart"
Heimasíða okkar var beðin um koma því á framfæri til stuðningsmanna okkar að klæðast svörtu á föstudagsleikinn gegn Stjörnunni. Þetta er gert vegna þess að litir okkar eru svartir og gulir og vill hann þannig tengja leikmenn og stuðningsmenn meira saman í leikjum og gerum við þetta undir slagorðinu ,, Nú er það svart" Einnig erum við að selja upphitunartreyjur við innganginn á leikjum. Nánar

Stigaveisla í Stykkishólmi!

Körfubolti | 25.10.2010
Nebojsa Knezevic  (Ljósmynd: H.Sigm)
Nebojsa Knezevic (Ljósmynd: H.Sigm)
Leik KFÍ og Snæfells var að ljúka fyrir stundu í Hólminum og má segja að sóknarleikurinn hafi fengið að njóta sín í kvöld.  Í stuttu máli sigruðu Snæfell með 125 stigum gegn 118 stigum KFÍ.  Íslandsmeistararnir í Snæfelli byrjuðu afar sterkt og unnu fyrsta leikhluta 43:26 og alveg ljóst að KFÍ menn voru ekki alveg upp á sitt allra besta í þessum fjórðungi, en það átti heldur betur eftir að breytast. En eitt er víst að fólkið sem mætti á leikinn í kvöld fékk að sjá mikla skotsýningu hjá báðum liðum, það sem menn fóru á kostum. Nánar

Púkarnir í minniboltanum hlutu eldskírnina í dag

Körfubolti | 23.10.2010
Haukur Rafn í Nettómótinu í fyrra
Haukur Rafn í Nettómótinu í fyrra
Púkarnir okkar í minnibolta KFÍ stigu sín fyrstu skref á Íslandsmóti og voru okkur til sóma. Tveir leikir voru spilaðir í dag og töpuðust þeir báðir, en allir fengu að spila og sáust flott tilþrif inn á milli og erum við ánægð með þá alla. Nánar

Tap gegn Haukum

Körfubolti | 23.10.2010
Stefanía spilaði vel
Stefanía spilaði vel
Meistaraflokkur kvenna tapaði fyrr í dag gegn Haukum, enduðu leikar 39-54. Ísfirðingar byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina í 1. fjórðungi en gáfu aðeins eftir í restina, staðan í lok fjórðungs 11-13 fyrir Hauka.  Bæði lið bættu í vörnina í 2. fjórðungi og KFÍ ávallt skrefinu framar, staðan í hálfleik 19-17 fyrir KFÍ. Nánar

Fjórða umferð karla um helgina

Körfubolti | 22.10.2010
Áfram karfa
Áfram karfa
Fjórða um erð karla er um helgina og hefst með þrem leikjum á sunnudagskvöldið. Við munum sækja Snæfell heim og skorum alla brottflutta að taka sér smá rúnt í Stykkishólm og styðja okkar menn. Nánar