Körfubolti | 04.12.2010
Craig var bestur enn eini sinni
,,Varnarleikur týndist. Ef einhver finnur hann vinsamlegast skilið honum strax, fundarlaunum heitið" Þetta á ágætlega við eftir að vera kjöldrengnir suður með sjó. Lokatölur 119-96. Annars er þessi leikur mjög mikið leyndarmál. Engin tölfræði er og engar fréttir á karfan.is ?
Gaui hafði samband og sagðist skrifa um leikinn þegar heim er komið. Hann er með tölfræði á blaði sem ekki er hægt að lesa og mun reyna að gera leiknum skil á morgun (laugardag) Hann sagði þó að Grindavík hafi farið í þriggja stiga ham og að Ryan hafi sett nokkra boltana í andlitið á KFÍ með stæl.
Besti maðurinn var þó Craig okkar sem setti 34 tig þar að 6/10 í þristum og setti menn hvað ofan í annað á hælana með "shake and bake" Nebo, Daði, Edin og Darco komu þar á eftir, en Hugh virkaði þreyttur. Hann sagði að þetta væri þó á réttri leið. Hugarfarið er að breytast og menn viti hvað þarf að gera til að bæta leikinn. Það er engan bilbug að finna á mönnum og allir sem einn ætla að berjast til síðasta manns.
Nánar
Körfubolti | 02.12.2010
Suður skal haldið
Á morgun föstudagskvöld 3. desember fara strákarnir í meistaraflokk til Gindavíkur og keppa það í
Powerade bikarkeppninni og er hann á dagskrá kl. 19.15. Það verður gaman að fara, enda skemmtileg keppni. þarna er ekkert víst fyrirfram og skal enginn fella dóm um það strax hvernig fari, þó svo að Grindavík sé sterkara á pappírnum. Við förum suður til að gefa allt í leikinn og er mikil tilhlökkun í hópnum.
Við vonum að sjá sem flesta Vestfirðinga á leiknum og til að styðja við bakið á okkur..
Koma svo 1,2,3 KFÍ
Nánar
Körfubolti | 01.12.2010
Stelpurnar voru rétt í þessu að tryggja sig áfram í bikarnum með sigri á Snæfelli 23 - 19. Þó stigaskorið sé ekki hátt þá var mikil barátta hjá báðum liðum. Við komumst yfir snemma leiks, en stelpurnar frá Snæfell komu til baka og náðu að jafna 10-10. Þá náðum við ágætis forskoti en vorum við aðeins of feimnar við að skjóta á körfuna. Snæfell sótti vel, en við vörðumst feykilega vel og náðum forskoti í endann og héldum því. Lokatölur 24-22. Stóðu stelpurnar sig vel og gaman verður að vita hvaða andstæðinga við fáum í næstu umferð. Þess má geta að margir áhorfendur voru á leiknum og þökkum við fyrir stuðninginn.
Stigaskor var eftirfarandi Eva 14, Kristín Erna 6, Sigrún 2 og Rósa 1.
Stefanía Ásmundsdóttir
Nánar
Körfubolti | 01.12.2010
Gaman
Svangir
Ég vil pizzu
Allir fá
Hluti af minniboltanum
1,2,3 KFÍ
Á dögunum var pizzuveisla haldin hjá minnibolta KFÍ og voru það forledrar sem skipulögðu fagnaðinn. Komið var saman, spilað, borðað og horft á eina klassíska "space jam" mynd saman. Er óhætt að segja að allir hafi skemmt sér vel iðkendur jafnt sem foreldrar og viljum við í KFÍ þakka öllum sem tóku þátt.
Nánar
Körfubolti | 01.12.2010
Tómas Ari Gíslason stóð sig frábærlega við að lýsa leiknum
Kvikmyndagerðarmaðurinn Fjölnir Baldursson var á stjá á leik KFÍ á móti Keflavík á síðastliðinn sunnudag, og tók nokkrar svipmyndir af leiknum. Einnig tók hann viðtal við nýjan aðstoðarþjálfara KFÍ, Guðjón Þorsteinsson með aðstoð Gauts Arnars Guðjónssonar. Sjá má afrekstur þess á Leikbrot.is
Myndband á Leikbrot.is
Vill KFÍ tv þakka Fjölni, Jakob Einari, Gaut Arnar og Tómasi Ara fyrir frábært framtak.
Nánar
Körfubolti | 30.11.2010
Á morgunn, miðvikudaginn 1.des. leika stelpurnar bikarleik á móti Snæfell. Leikurinn fer fram á Torfnesi kl 18:30. Við hvetjum alla að mæta og horfa á framtíðarleikmenn kvennaboltans hjá KFÍ.
Stefanía Ásmundsdóttir
Nánar
Körfubolti | 29.11.2010
Þá er lokið öðru fjölliðamóti hjá 9.flokki kvenna þetta tímabilið og lékum við í b-riðli. Héldum við af stað á Flúðir og lékum þar tvöfaldaumferð við heimamenn í Hrunamönnum og Breiðablik úr Kópavoginum. Töpuðust allir leikirnir en það er skemmst frá því að segja að stelpurnar eiga fullt erindi í þessi lið. Laugardagurinn byrjaði vel á móti heimamönnum en þegar flautað var til leiks í þriðja leikhluta var eins og vindurinn væri úr mínum stelpum og vildi boltinn ekki detta ofan í körfuna ásamt því að þessir með flautuna voru ekki að valda hlutverki sínu nægilega vel. Stelpurnar hefðu vel átt að klára þennan leik en því miður datt þetta ekki okkar megin.
Stóðu stelpurnar sig vel en betur má ef duga skal og þurfa margar þeirra að beina öllum kröftum sínum og ákveðni í leikinn og berjast til hins síðasta.Seinni leikurinn var svo á móti Breiðabliki. Eitthvað voru þær lengi í gang en reyndu hvað þær gátu og tapaðist leikurinn á sama stigaskori og sá fyrri. Lögðu allir sig fram en eins og þær vita geta þær gert betur og haft meiri áhrif á gang leiksins.
Nánar
Körfubolti | 28.11.2010
Hugh að troða í umferð. Mynd H. Sveinbjörnsson
Craig á fullu. Mynd H.Sveinbjörnsson
Nebo að hrista af sér manninn. Mynd H. Sveinbjörnsson
Carl á flugi. Mynd H.Sveinbjörnsson
Það verður að segjast strax og áður en sagt er frá gangi leiks kvöldsins að dómararnir voru alls ekki að standa sig, og ekkert meira um það að skrifa.
Fyrsti leikluti var jafn í byrjun og keiptust liðin á að skora. Staðan var 0-4, 4-8, 8-8, 15-15 en þá kom slæmur kafli hjá okkur og Keflvíkingar náðu að komast í 17-29. Við náður þó að komast inn í leikinn með góðri baráttu og staðan 25-30, en þá náðu drengirnir úr bítlabænum aftur góðu áhlupi og staðan 25-39. Liðin skiptust síðan á körfum og staðan þegar gengið var til leikhlés 32-46.
Nánar
Körfubolti | 27.11.2010
KFÍ eru klárir
Við viljum minna á leik KFÍ-Keflavík annað kvöld 28. nóvember kl. 19.15 á Jakanum. Koma svo 1,2,3 KFÍ !!!!!!
Nánar
Körfubolti | 27.11.2010
Í dag tóku strákarnir í drengjaflokk á móti Fjölni og var leikurinn háður í íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík þar sem Jakinn var upptekinn vegna kosninga til þjóðlagaþings. Þetta var fyrsti lleikur drengjaflokks undir stjórn Carl Josey sem tók við drengjunum fyrir nokkrum dögum.
Nánar