Körfubolti | 25.11.2010
PEAK skórnir eru lentir
Nú er hægt að fá körfuboltaskóna frá PEAK hér á Ísafirði. Pavel í KR og Semaj hjá Haukum eru meðal margra sem eru að spila í þessum skóm. Það góða við skóna annað en að vera góð vara er að þeir eru á mjög góðu verði og skorum við á þá sem þurfa að kynna sér skófatnaðinn. Hægt er að koma með fyrirspurn til Gaua Þorsteins á netfanginu kfibasketball@gmail.com eða kíkja á þá í versluninni Konur og Menn í verslunarmiðstöðinni Neista Ísafirði.
Nánar
Körfubolti | 24.11.2010
Shiran er hér í góðum félagsskap. Með honum eru þeir Hrafn Kristjánsson og Baldur Ingi Jónasson
Það er nóg að gera hjá KFÍ um helgina. 9. flokkur stúlkan fer á Flúðir og tekur þátt í fjölliðamóti. Drengjaflokkur KFÍ fær Fjölni úr Grafarvogi í heimsókn og keppa við þá í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík og hefst leikurinn kl.15.00.
Síðan mun meistaraflokkur karla taka á móti Keflavík í Iceland Expressdeildinni og verður það frumraun félaganna Shirans Þórissonar og Gaua Þorsteins sem þjálfara. Leikur meistaraflokk er sunnudaginn 28. nóvember kl. 19.15
Við skorum á alla að mæta á leiki KFÍ á helginni og hvetja þau til dáða.
Áfram KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 24.11.2010
Stjórn KFÍ tók þá ákvörðun á fundi að slíta samstarfinu við B.J Aldridge. Hann er þegar farinn til síns heima og þakkar félagið honum fyrir viðveruna og óskar honum velfarnaðar í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni.
Við starfi hans tekur Shiran Þórisson og aðstoðarþjálfari verður Guðjón Þorsteinsson.
Kv.
Stjórn
Nánar
Körfubolti | 23.11.2010
Utandeild Breiðabliks
KFÍ-R tekur þátt í Utandeild Breiðabliks annað árið i röð en megin uppistaðan í liðinu er gamlir KFÍ leikmenn ásamt nokkrum vel völdum aðilum. Í fyrra duttu strákarnir út í 8-liða úrslitum eftir að hafa sigrað riðilinn sinn en stefnan í ár er að sjálfsögðu að gera betur og vinna deildina
Nánar
Körfubolti | 22.11.2010
Craig var bestur í kvöld
Meistaraflokkur KFÍ heldur áfram að tapa og nú gegn spræku liði Fjölnis úr Gravarvogi, lokatölur 103-95. Það var mjög lélegur lokakafli og stórt spurningarmerki dómara í restina sem kláraði okkur í kvöld. Fyrst var Nebojsa rekinn út úr húsi fyrir tvö tæknivíti í röð og var það mjög einkennilegur dómur og svo fékk Craig dæmt á sig óíþróttamannslega villu sem kláraði okkur, Það er ótrúlegt og eru leikmenn KFÍ ekki sáttir við þessa afgreiðslu. Fjölnir fékk sex vítaköst og boltann tvisvar inn á síðustu einni og hálfri mínútu leiksins og var það nóg til að klára okkur. Við vorum hins vegar klaufar að missa átta stiga forskot þegar um þrjár mínútur voru eftir og því miður er þetta vandamál sem þarf að leysa.
Bestu menn KFÍ voru Craig, Darco og Carl.
Tölfræðin úr leiknum
Nánar
Körfubolti | 22.11.2010
"Púkarnir" eru bestir
Kvikmyndargerðarmaður KFÍ Jakob Einar kom í heimsókn á æfingu minnibolta KFÍ á Ísafirði og Bolungarvík. Það er alltaf fjör hjá strákunum og hér er afraksturinn á mynd :)
Smelltu hér til að sjá vídeóTakk strákar og haldið áfram að vera duglegir.
Nánar
Körfubolti | 22.11.2010
Við mætum klárir til leiks
Í kvöld munu strákarnir í KFÍ fara í víking suður. Þar leika þeir gegn Fjölni í Grafarvogi (Dalhúsum) og hefst leikurinn 19.15. Við skorum á alla Vestfirðinga að koma og styðja við bakið á á liðinu. Undanfarið höfum við átt erfitt uppdráttar, en ætlum að snúa því við og komum til leiks ákveðnir að snúa þessari þróun við.
Leikurinn verður sýndur beint hjá Fjölnir TV og er linkurinn
HÉR skorum við á þá sem geta ekki farið á leikinn að kíkja á hann á netinu. Flott hjá Fjölni að senda út og eru nú KFÍ, Fjölnir,
Grindavík og
KR að gera þetta reglulega og bætist vonandi í hópinn á næstunni
Nánar
Körfubolti | 21.11.2010
Stefanía er að gera góða hluti með stúlkurnar í KFÍ
Stúlknaflokkur tók þátt í Íslandsmóti núna um helgina hér á Ísafirði. Stelpurnar voru áður en mótið hófst í c-riðli en þegar að mótinu lauk voru stelpurnar búnar að vinna sér sæti í b-riðli. Þær spiluðu fjóra leiki og unnu þá alla með glæsibrag. Stelpurnar stóðu sig allar vel og merkja má miklar framfarir hjá þeim öllum. En alltaf má gera betur og það er það sem stelpurnar ætla sér að gera, æfa vel og sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum. Því eins og við vitum skapar æfingin meistarann. Stigaskorið var jafnt og þétt hjá stelpunum sem segir að þær voru að spila saman sem lið. Einnig má geta þess að aldurinn er frekar dreyfður eða frá 11 ára til 16 ára en þrátt fyrir það er liðandinn mjög góður.
Nánar
Körfubolti | 17.11.2010
KFÍ á ferðinni
Í kvöld fimmtudag 18. nóvember spilar meistaraflokkur karla gegn Hamri í IE deildinni. Þetta er leikurinn sem frestaðist í síðustu viku. Eftir rassskellinguna gegn KR eru drengirnir tilbúnir að spila aftur körfubolta og ætla að mæta brjálaðir til leiks. Það fer enginn fer með bókuð stig frá Gústa og hans mönnum, þar er gott lið og skipulagt. Þeir eru búnir að spila vel og heimavöllur þeirra sem við köllum oft "skókassann" vegna þess hve þröngt er þar er algjör gryfja og frábær stemning þar á bæ. Við hvetjum brottflutta Vestfirðinga að koma og styðja strákana.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 15.11.2010
KR komu, sáu, sigruðu "and then some" á Jakanum í kvöld. Lokatölur 98-143, já þið eruð að lesa rétt 143 stig fengum við í griillið á okkur og þökkuðum pent fyrir. Varnarleikur KFÍ var gjörsamlega týndur og tröllum gefinn og þótt að KR hafi spilað frábærlega, þá fengu þeir fína hjálp frá strákunum í KFÍ.
Leikurinn var hraður frá upphafi leiks og náðu KR 5-0 áður en við svöruðum fyrir okkur og náðum við að halda okkur inn í leiknum 5-6 og 6-8, en svo fór allt til fjandans. Við fórum að keyra upp hraðann gegn KR og það er algjört "no, no" Þeir eru einfaldlega svo góðir í að svara í sömu mynt og á annari hæð miðað við okkur. Þeir komust í 9-23, 11-27 og 16-30 áður en við náðum smá rispu og fjórðungurinn endaði 26-35.
Nánar