ÍR voru hins vegar funheitir í sínum skotum (Mynd: Helgi Kr.)
Áhorfendur fengu aura sinna virði í kvöld og margir þurftu á bráðameðferð hjá ráðgjafastofu KFÍ um hvernig á að ná sér niður eftir leiki (Mynd: Helgi Kr.)
Sigurlið KFÍ (Mynd: Helgi Kr.)
kFÍ sókn (Mynd: Helgi Kr.)
Daði er vaxandi leikmaður og einn athyglisverðasti varnarmaður sinnar kynslóðar (Mynd: Helgi Kr.)
Craig hitti úr 11 af 11 vítaskotum! Þótt hann sé lágvaxinn, hvað er hægt að biðja um meira? (Mynd: Helgi Kr.)
Craig að senda... (Mynd: Helgi Kr.)
... Darco sem köttar vel inn (Mynd: Helgi Kr.)
... og Darco sem leggur bara boltann snyrtilega í körfuna (Mynd: Helgi Kr.)
Herforingi líka! (Mynd: Helgi Kr.)
Það var ekkert sem benti til þess að KFÍ ætlaði að taka þátt í körfuboltaleik í kvöld. ÍR strákarnir komu stemmdir til leiks og flengdu strákana í KFÍ strákana strax frá byrjun og það fóru fyrir Hjalti Friðriksson, Nemaja Sovic og Kelly Bidler. Þeir fóru mjög létt í gegn um vörm KFÍ og einnig náðu þeir nokkrum góðum hraðaupphlaupum. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 14-25 og áhorfendur jafnt sem liðsmönnum KFÍ var ekki skemmt. Strákarnir náðu aðeins að komast inn í leikinn sóknarlega, en varnarleikurinn var hriplekur. Við sóttum ágætlega á köflum og náðum að minnka forskot ÍR niður í 8 stig og staðan í hálfleik 37-45 og svipurinn á drengjunum var ekki fallegur.