Körfubolti | 30.09.2010
Körfuboltaveislan er að byrja
það er óhætt að segja að mikið verði um að vera í körfuboltanum hér fyrir vestan. KFÍ og í samstarfi við UMFB eru með 10 flokka í keppni og keppa rúmlega 100 leiki í vetur.
Þetta mun verða rosaleg veisla. Hægt er að sjá hvar og hvenær við spilum í vetur hér til hægri á dagatalinu. Þar koma fram upplýsingar um hvaða flokkar spila og hvort það er hér heima eða útileikir og þá hvar auk tímasetninga.
Við vonum að sem flestir komi til með að mæta á leiki okkar í KFÍ og UMFB. Við lofum mikilli skemmtun og miklu fjöri.
Áfram karfa
Nánar
Körfubolti | 30.09.2010
Kvennakarfan hjá KFÍ er byrjuð aftur
Á laugardaginn n.k. byrja stelpurnar í meistaraflokk kvenna leik sinn á Íslandsmóti eftir að liggja í dvala í nokkur ár og fögnum við því gífurlega. Leikurinn átti að vera á Jakanum (Torfnesi) en vegna kaffisamsætis þar kom Bolungarvík okkur til bjargar og verður leikurinn á laugardag og
hefst kl. 15.15 og er frítt inn.
Við hvetjum alla til að taka sér góðan rúnt út í Bolungarvík og styðja við bakið á stelpunum okkar.
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 28.09.2010
Fyrsti leikur Íslandsmótins hjá KFÍ hófst í kvöld þegar drengjaflokkur fékk Snæfell/Borgarnes í heimsókn. Þetta var hörkuleikur og gaman að sjá hversu margir mættu á leikinn og er það virðingavert, en um 150 manns voru á Jakanum í kvöld.
Nánar
Körfubolti | 23.09.2010
Tilbúnir í bardagan
Á morgun þriðjudaginn 28 september fær drengjaflokkur KFÍ, Snæfell/Borgarnes í heimsókn og er þetta fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu hjá KFÍ vetur.
Leikurinn er kl. 18.00 og biðjum við alla sem vettlinga geta sett á hendur að koma og styðja við bakið á strákunum
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 20.09.2010
Mynd: Karfan.is / tomasz@karfan.is
KFÍ mættir til leiks
Uppkastið endaði hjá KR að þessu sinni
Ari var með byssurnar hlaðnar
Edin opnaði reikning sinn hjá KR af vítalínunni
Hann getur stokkið þokkalega og verður gaman að fylgjast með honum á íslenska flugstjórnarsvæðinu í vetur
Það fór vel á með þeim Pétri og Shiran, enda 'gamlir' vopnabræður að hittast.
KFÍ sókn
KR ingarnir eru hávaxnir og sterkir en við gefumst ekki upp fyrir því.
KR voru rosalega sterkir að hirða fráköstin og fjölmenntu iðulega undir körfurnar - alveg til fyrirmyndar!
Ekki áttum við náðugt kvöld í DHL-höllinni nema ef vera skildi í fyrri hálfleik. Við héldum í við KR í fyrri hálfleik, og vorum þá að stökkva á alla lausa bolta og sækja að körfunni, og þegar við settum í kerfin í vörn og sókn þá áttum við alltaf möguleika, en villuvandræði og kæruleysi hélt okkur þó í hæfilegri fjarlægð. Staðan í hálfleik var 47-42 og alls ekki þannig að við værum langt frá að komast inn í leikinn.
En í þriðja leikhluta tók í sundur með liðinum og KR setti í "over drive" og tók þennan leikhluta 27-10 og yfirspilaði okkur gjörsamlega. Við fórum út úr okkar leik og spiluðum illa, á meðan KR sýndi frábæra takta. Þarna fór leikurinn og fjórði og síðasti leikhlutinn var jafn hjá báðum liðum og endaði 18-18 og þar með 21 stigs sigur KR staðreynd. Lokatölur 97-76.
Nánar
Körfubolti | 18.09.2010
Þetta skal hafast
Þá er laugardagur brátt á enda, og mikið gert í dag. KRingar gerðust svo góðir að útvega okkur æfingu í dag og var tekið á því í dágóðan tíma. Síðan horfðum við á skemmtilegan leik í Lengjubikar kvenna á milli KR og Fjölnis. Það var mjög gaman. Eftir púlið og áhorfið var haldið á Ask, Suðurlandsbraut og þar beið okkar pastahlaðborð, súpa og grænmeti sem rann ljúft niður. Þá var farið "heim" í Kópavog og menn slökuðu á við skák, tölvuleiki og almennt rabb. Og núna í þessum töluðu orðum eru allir nema tveir í kvikmyndahús að horfa á
"The other guys" (ameríska útgáfan af Ara og Daða) og hélt sá sem þetta skrifar að þeir í hollívúdd hefðu skrifað söguna eftir að hafa umgengist þá drengi í svo sem eina viku.
En þeir tveir sem ekki fóru á bíó vita að það þarf að sinna náminu af krafti og þeir Sigmundur R. Helgason og Gautur Arnar Guðjónsson sitja yfir námsbókum og sýna og sanna að til þess að fitta inn í kerfið þurfa þeir að sýna ábyrgð og vinna heimavinnuna. Fararastjórinn situr yfir þeim og fylgist með að allt fari vel fram.
Síðan munu allir klára kvöldið með yfirferð leikkerfa og horfa á síðasta leik gegn Stjörnunni áður en farið er í bólið um 23.30. Morguninn er tekinn snemma með æfingu hjá KR, sem enn og aftur sýna okkur mikinn velvilja. Svo er bara slökun fram að leik, sem hefst 19.15 í DHL-höllinni glæsilegu. Við vonum að sjá sem flesta þar.
Kveðjur heim.
"strákarnir"
Nánar
Körfubolti | 17.09.2010
"Friðargarðurinn" hjá BB44
Eins og flestir vita er ekki auðvelt að halda úti íþróttum á landsbygðinni vegna mikil ferðakostnaðar. Þegar í ljós kom að við værum komnir í átta liða úrslit var strax tekinn ákvörðun að reyna vera i bænum fram á mánudag. þetta þýðir að margir þurftu að hendast á eitt til eð geta leyst málin. Menn er frá vinnu og skóla og einnig eru þjálfararnir í fullru vinnu fyrir vestan.En það er gott að eiga góða að. Vinnuveitendurnir sýndu þessu mikinn stuðning og eins voru þeir leikmenn sem eftir voru og stjórn fljótir að taka við þjálfuninni.
Við erum í góðu yfirlæti á gistiheimilinu
BB44 í Kópavogi þar sem dekrað er við okkur og mælum við með því að fólk kynni sér gistimöguleikana hér. Einnig eru þau með bílaleigu og svo margt annað sem kemur sér vel fyrir þá sem þurfa að skreppa í bæinn. Við erum þakklát þeim sem og öðrum sem hafa aðstoðað okkur
Áfram KFÍ
Nánar
Körfubolti | 16.09.2010
Darko var öflugur með 15 stig og 11 fráköst. Mynd: Tomasz Kolodzejski / karfan.is
KFÍ sýndi það í kvöld að við erum lið sem ætlar sér að berjast fyrir tilverurétt sínum í efstu deild. Liðsandinn er frábær og menn að berjast fyrir hvorn annan.
Það var ljóst frá fyrstu mínútu að þessi leikur yrði skemmtilegur. Bæði lið sýndu góða takta og margar frábærar körfur litu kvöldsins ljós. Stjarnan náði forystu og leiddi framan af leik en eftir að fyrsta leikhluta lauk var þó staðan orðin jöfn aftur 25-25. Mikil barátta sást og bæði lið að henda sér á bolta og skoppa út um allt.
Nánar
Körfubolti | 16.09.2010
Ari fór fyrir okkar mönnum í kvöld.
,,Það voru ekki margir sem töldu okkur tilbúna í þetta verkefni, En við ákváðum að berjast sem ein heild, eða eins og ég segi sem fjölskylda" sagði kampakátur Ari Gylfason sem fór heldur betur í gang í kvöld og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins fyrir KFÍ.
Ari var með 25 stig (6/8 í þristum, 2/2 í tvistum og 3/4 í vítum) ,,það sem hjálpaði mér var að lesa upphátt úr biblíunni í 40 mínútur" sagði kappinn sem býst við að endurtaka það, en tekur fram að Sigmundur Helgason verði að vera viðstaddur því hann hlýddi á allan lesturinn og það er þá orðið að vana.
Ari sagðist vilja skila kveðjum til allra heima Ísafirði. Hann sagði að hann hefði fundið fyrir nærveru allra bæjarbúa í leiknum sem hefði verið sér mikill innblástur.
Nánar
Körfubolti | 16.09.2010
Dómararnir eru einnig tilbúnir
,,Nebojsa er klár" sagði hann á íslensku rétt áður en hann fleygði sér í koju. Hann og drengirnir eru tilbúnir og geta vart beðið eftir að komast á fjalir íþróttahússins í Ásgarði, Garðabæ. leikurinn hefst kl.19.15.
Það er von okkar að sjá sem flesta á leiknum og fyrir þá sem ekki geta komið bendum við á hinn frábæra
tölfræðivef KKÍ. Það verður gaman að takast á við verkefni vetursins og munu drengirnir verða stoltir fulltrúar Ísafjarðarbæjar og Vestfjarða.
Kveðja úr sælunni hjá Siggu í
BB44, Kópavogi.
Fararstjóri kveður að sinni.
Nánar