Sunnudaginn 11. júlí ætlar KFÍ að halda Streetball mót. Fyrirkomulag mótsins verður 3 á 3 og spilað upp í 11. Fjórir geta þó verið saman í liði en þá er alltaf einn varamaður sem hvílir í hverjum leik. Mótið er fyrir 15 ára og eldri og mega ekki vera fleiri en tveir meistaraflokksmenn saman í liði. Mótið hefst kl. 14. 30. Verðlaun verða fyrir sigurliðið.
Þátttökugjald á mótinu er 1.000 kr. á mann og mun allur ágóði renna til viðhalds á útikörfuboltavellinum. Völlurinn hefur séð betri tíma eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Hann hefur verið vel nýttur í sumar en mikið hefur borið á óánægju vegna ástands hans. Það er því von okkar að sem flest lið taki þátt í mótinu og aðstoði okkur við að halda körfuboltavellinum í sem bestu ástandi.
Nánar
Það þarf varla að kynna Guðna Ó. Guðnason fyrir lesendum síðunnar. Þessi orkumikli drengur hefur verið hér síðan 1996 og er búinn að marka sitt spor hjá KFÍ og Ísafjarðarbæ. Hann er framkvæmdarstjóri körfuboltabúða KFÍ sem er rétt nýlokið og er þetta í annað skipti á jafnmörgum árum sem þær eru haldnar. Mikill stígandi er í ásókn og var uppselt í ár. Guðni segir í viðtali við kfi.is að nefnd sem stofnuð var um æfingabúðirnar ætli að gera ráðstafanir til að fjölga aftur næsta sumar og halda áfram að auka gæði búðanna. Hér koma nokkrar spurningar og snörp svör frá kappanum.
NánarVið fengum Daða Berg Grétarsson til að svara nokkrum snörpum spurningum og hér er afraksturinn.
NánarNú er Körfuboltabúðunum lokið og voru þær gríðarlega vel heppnaðar. Guðni Guðna framkvæmdastjóri búðanna var í viðtali á RUV í morgunútvarpinu og gaf alþjóð skýrslu um búðirnar.
Nánar