Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Lárus Kjartansson tekinn í viðtal

Körfubolti | 09.06.2010
Lárus Kjartansson  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Lárus Kjartansson (Ljósm. Helgi Sigmundsson)

Lárus Kjartansson er þjálfari drengjaflokks ÍA og kom vestur gagngert til þess að fylgjast með æfingabúðunum og þjálfarnámskeiðinu.  KFÍ-síðan greip hann að sjálfsögðu í stutt spjall á leiðinni út á flugvöll.  Fyrsta spurning var að sjálfsögðu "how do you like Körfuboltabúðir KFÍ"?

"Þjálfarnir eru virkilega góðir og ég er svo sannarlega búinn að læra mikið af þessum meisturum."

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #3

Körfubolti | 09.06.2010
Nebosja leggur áherslu á grundvallaratriði með krökkunum
Nebosja leggur áherslu á grundvallaratriði með krökkunum
1 af 2
Dagskráin var venju samkvæmt viðburðarík hjá krökkunum og er óhætt að fullyrða að allir hafi fengið hæfilegan skammt af fræðslu, æfingum og leik þennan daginn.  Búið að setja inn talsvert magn af myndum úr búðunum og hægt að sjá þær hér.  Nú eru búðirnar hálfnaðar og gengur allt eins og í sögu.  Veðrið hefur leikið við ökkur fram að þessu (skýjað reyndar í dag en hlýtt) og engin alvarleg slys eða veikindi.  KFÍ-síðan mun halda áfram umfjöllun um þær og von er á fleiri viðtölum. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Ingvar Jóhannesson dómari KFÍ mættur.

Körfubolti | 08.06.2010
Ingvar Jóhannesson.  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Ingvar Jóhannesson. (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Fréttaritari KFÍ greip Ingvar glóðvolgan þegar hann mætti í salinn á Jakanum í morgun.  Tækifærið var að sjálfsögðu gripið til þess að fá fyrsta örviðtalið þetta árið á netið. 

"Mér vitanlega hefur svona dagskrá ekki verið sett oft upp áður á Íslandi og gaman að fá að fylgjast með." Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Annar dagur - allt samkvæmt áætlun.

Körfubolti | 08.06.2010
Hópmynd 2010:  Flottur hópur 82 iðkenda auk þjálfara frá öllum heimshornum.  Verður varla betra! (Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson)
Hópmynd 2010: Flottur hópur 82 iðkenda auk þjálfara frá öllum heimshornum. Verður varla betra! (Ljósm. Halldór Sveinbjörnsson)
1 af 2
Á öðrum degi búðanna halda æfingarnar áfram skv. áætlun.  Æfingahóparnir voru myndaðir á fyrsta degi búðanna.  Þannig eru nú um 82 iðkendur skráðir til leiks og eru þeir í fjórum hópum.  Þjálfarnir skiptast á um að hafa hvern hóp, þannig að bæði þeir og krakkarnir fái sem fjölbreyttasta reynslu þessa daga.  Morgunæfingarnar gengu vel og eftir hádegishlé var myndataka þar sem allur hópurinn stillti sér upp fyrir hirðljósmyndara KFÍ, Halldór Sveinbjörnsson (sem gerir enn garðinn frægan). Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Minniboltanámskeið hafið

Körfubolti | 08.06.2010
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
1 af 5
Það voru 12 hressir krakkar sem mættu á fyrstu æfinguna hjá minniboltanum í æfingabúðunum þetta árið.  Þetta er nýr hópur sem við vorum ekki með í fyrra sem er mjög góð viðbót.  Toni Radic tók á móti krökkunum ásamt Eggert Maríusyni.  Farið var yfir knattrak og fleiri undirstöðu þætti leiksins og boltameðferðar.  Í lokin var skipt í tvö lið og keppt í körfubolta, en til þess er auðvitað leikurinn gerður!  Þjálfarar eru á því að þessi aldurshópur sé ekki hvað síst spennandi og fagna því mjög að fá tækifæri til þess að vinna með þeim.  Skemmtileg fyrsta æfing og góð vika framundan. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Þjálfarnámskeið hafið!

Körfubolti | 08.06.2010
"Skólabekkurinn" var svo sannarlega hokinn af reynslu... það er samt alltaf hægt að bæta við sig! (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
1 af 3
Þjálfaranámskeiðið hófst í gær með fyrirlestri og "kliník" hjá þeim Dragan Vasilov og Nebosja Vidic.  Dragan byrjaði á því að fara yfir "æfingar sem hjálpa liðinu" og Nebosja fjallaði um 2-3 svæðisvörn.  Farið var yfir grundvallaratriði og gafst kostur á að ræða mismunandi útfærslur og smáatriði ýmis sem þjálfarar margir hafa hreinræktaða ástríðu fyrir.  Gagn og gaman fyrir alla viðstadda.  Þessi þáttur æfingabúðanna er mjög mikilvægur og er það ósk okkar að hann eflist með hverju árinu. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Fyrsti dagurinn að kveldi kominn.

Körfubolti | 06.06.2010
Krakkarnir byrjuðu með skemmtilegum boltaæfingum.  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Krakkarnir byrjuðu með skemmtilegum boltaæfingum. (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
1 af 5
Þá er fyrsti dagur búðanna liðinn.  Þreyttir þátttakendur farnir að safna kröftum fyrir næsta dag en æfingar hefjast kl. 08.00 á morgun.
Þjálfarar eru enn að slípa saman dagskránna og smávægilegar breytingar voru gerðar.  Kvöldæfingar voru færðar fram til kl. 20.00 og seinni hópur þá kl. 21.00.  Sjá nýja dagskrá hér.
Þjálfaranámskeiðinu var einnig breytt þannig að pick og roll vörn sókn fyrirlesturinn verður sama dag og pick og roll vörn.  Eins var sett in klst. matarhlé á milli fyrirlestra.  Nýja dagskrá þjálfaranámskeiðs má finna hér.



Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Fyrstu gestirnir komnir

Körfubolti | 05.06.2010
Allir eiga að vera stilltir og þægir :)
Allir eiga að vera stilltir og þægir :)
Þá eru fyrstu gestirnir komnir.  Kári Mar og Tindastólsliðið búið að koma sér fyrir í herbergjum og eins eru Rikki og Bergþór mættir, annað árið í röð, nú sem fulltrúar Fjölnis.

Það er því ekki úr vegi að yfrfara vistarreglur, sjá hér.  Mikilvægt að vel sé gengið um vistina og mun vistarstjórn gera skyndikannanir og veittar verða viðurkenningar fyrir snyrtilegustu herbergin Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Styttist í setningu búðanna - Praktísk atriði

Körfubolti | 03.06.2010
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Nú fer þetta allt að bresta á.  Fjörið hefst á sunnudag kl. 10.00 og mun standa í heila viku.  Við viljum minna á nokkur praktísk atriði fyrir brottför. Nánar

Ari Gylfason er kominn til KFÍ

Körfubolti | 02.06.2010
Ari Gylfason   (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Ari Gylfason (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
En bætist í hóp KFÍ og það gleður okkur að tilkynna að Ari Gylfason (Gylfa Þorkelssonar) er kominn til KFÍ og skrifaði undir í kvöld og erum við hæstánægð með að fá piltinn sem hefur verið í Fsu og Þór frá Þorlákshöfn. Fleiri fréttir eru væntalegar á næstu dögum um leikmenn sem eru að skrifa undir hjá okkur og eru það gleðifréttir enda skemmtilegt tímabil framundan í Iceland Express deildinni. Nánar