Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dragan Vasilov-Cevka

Körfubolti | 11.06.2010
Dragan Vasilov-Cevka.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Dragan Vasilov-Cevka. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Dragan er formaður þjálfarasambands Makedóníu og hefur umsjón með vali í landslið á vegum körfuknattleikssambandsins þar í landi.  Hann hefur nú dvalið á Ísafirði í tæplega viku og kynnst aðstæðum hér og krökkunum eftir að æfingar í búðunum hófust.  KFÍ-síðan tók hann tali og vitanlega hófst samtal okkar á spurningu um hvernig honum líkaði hér.

"Ég verð að segja það einnig að hér eru margir hæfileikaríkir leikmenn sem ég hef tekið eftir.  Ef þau halda áfram á þessari braut, þurfa Íslendingar ekki miklu að kvíða í framtíð körfuboltans." Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #5.

Körfubolti | 10.06.2010
Það er alltaf fjör á æfingu hjá minniboltanum.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Það er alltaf fjör á æfingu hjá minniboltanum. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)

Vel gekk í dag hjá flestum en vissulega eru margir farnir að finna fyrir þreytu, en slíkt fylgir búðalífinu og er ekki óvænt.  Fylgt var áætlun með æfingar líkt og flesta daga.  Þjálfaranámskeið og minniboltaæfingar voru á sínum stað.  Í kvöld var rútínan brotin upp og keppt í ýmsum skotleikjum (víti og 3ja stiga).  Þeir sem best stóðu sig komust sem sagt í úrslit sem fara fram á laugardag, áður en búðunum verður slitið og sigurvegarar fá viðurkenningar fyrir árangurinn.  Hægt er að fara á myndasíðuna hér og skoða myndir frá því í dag.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Snyrtipinnar vistarinnar.

Körfubolti | 10.06.2010
Ingibjörg, Nína og Rannveig.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Ingibjörg, Nína og Rannveig. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Skapast hefur sú hefð að heimsækja herbergi krakkanna (á Gistivist Menntaskólans á Ísafirði) og er þá einnig metið hversu snyrtileg umgengni þeirra er.  Þannig verður nauðsynlegt aðhald að skemmtilegum leik um leið.  Þetta er auðvitað keppni og henni fylgja sigurvegarar og sigurlaun!   Þetta árið voru það Grindvíkingarnir, þær Ingibjörg Sigurðardóttir, Nína María Schmidt og Rannveig María Björnsdóttir sem áttu snyrtilegasta herbergið á Vistinni.  Þær fengu að launum ís (þeyting) frá Hamraborg og pysluveislu á Bæjarins Bestu í Reykjavík (hvar annars staðar?).  Við óskum þeim stöllum til hamingju og verði þeim að góðu. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Gunnlaugur H. Elsuson

Körfubolti | 10.06.2010
Gunnlaugur H. Elsuson  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Gunnlaugur H. Elsuson (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Gulli Elsu er flestum hnútum kunnugur, harðjaxl úr körfuboltanum, menntaður Íþróttafræðingur frá Laugarvatni, leikmaður til fjölda ára í körfuknattleik, þjálfari yngri flokka hjá ÍR (8. 9. og 10. flokkur).  Auk þessa er hann golfkennari og má öllum ljóst vera að hann er með iðnaðari mönnum sem fyrir finnast.  Hann gaf sér tíma til þess að koma til Ísafjarðar vegna æfingabúðanna þetta árið og ekki varð undan því komist að taka hann tali.  Lá beinast við að koma sér að efninu og spyrja hann álits á Körfuboltabúðunum.

"Þetta er að mínu mati nauðsynleg lífsreynsla fyrir ungt og framsækið körfuknattleiksfólk (leikmenn og þjálfara) á Íslandi." Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Viðbót við þjálfaranámsskeiðið

Körfubolti | 10.06.2010
Martha er með gríðarlega milkla reynslu. Mynd, BB.is
Martha er með gríðarlega milkla reynslu. Mynd, BB.is

Okkur er gleðiefni að tilkynnaað okkar frábæru afreksmenn, hjónin Jón Oddsson og Marta Ernstsdóttir munu vera með fyrirlestra í búðunum á morgun, föstudag.

Jón mun taka fyrir lyftingaþjálfun og mun fyrirlestur hans vera í stofu 17 í menntaskólanum kl. 11.00. 
Fyrirlestur Jóns er fyrir þjálfara og hóp 4, elstu iðkendurna.  Áhugasamir úr yngri hópum eru að sjálfsögðu velkomnir.

Marta mun taka fyrir Yoga fyrir íþróttamenn.  Hún mun þarna kenna teygjur, öndun, slökun og einbeitingu.  Fyrirlestur hennar verður í íþróttahúsinu kl. 13.15 og er fyrir þátttakendur búðanna og aðra áhugasama.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Ríkarður Örn Jónsson - viðtal

Körfubolti | 10.06.2010
Bergþór Ríkarðsson og Ríkarður Örn Jónsson í faðmi fjalla blárra...  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Bergþór Ríkarðsson og Ríkarður Örn Jónsson í faðmi fjalla blárra... (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Ríkarður er KFÍ vel kunnugur vegna æfingabúða.  Hann á þrjú börn sem hafa verið iðin við kolann í boltanum, fyrst með Skallagrím og nú eftir að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur með Fjölni.  Heiðrún og Björgvin Ríkarðsbörn komu með okkur til Serbíu þegar æfingabúðirnar í Zoko Banja voru heimsóttar sumarið 2008.  Synir hans komu með honum hingað til Ísafjarðar í fyrra, þegar við héldum í fyrsta sinn æfingabúðirnar okkar.  Hann snýr nú aftur Vestur í æfingabúðir, en Bergþór var sá eini af börnum hans sem átti þess kost að koma þetta árið.  KFÍ-síðunni lék forvitni á að heyra hvað þeir feðgar hefðu að segja.

"Líkt og í fyrra eru þetta frábærar búðir, nema kannski bara jafnvel ennþá betri." Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Kári Marísson.

Körfubolti | 09.06.2010
Kári Marísson og Rakel Rós Ágústsdóttir leikmaður Tindastóls í 10. flokki kv.   (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Kári Marísson og Rakel Rós Ágústsdóttir leikmaður Tindastóls í 10. flokki kv. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Kára Marísson þarf ekki að kynna fyrir þeim sem fylgst hafa með íslenskum körfuknattleik síðustu árin.  Hann þekkir vel til í þjálfun yngri flokka og uppbyggingarstarfi í íþróttinni.  Kári er mættur til Ísafjarðar ásamt fríðu föruneyti sem hefur sett mikinn og góðan svip á búðirnar og eru þau öll félagi sínu og heimabyggð, Sauðárkróki til sóma.  Það varð auðvitað ekki undan því komist að fá Kára í örviðtal.

""Ég er mjög ánægður með búðirnar og samanborið við annað sem ég hef kynnst af þessu tagi, er þetta það allra besta hingað til." 

"...hér hefði ég viljað sjá komna alla þjálfara yngri landsliða á vegum KKÍ."
Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Þjálfaranámskeið - Pick & roll.

Körfubolti | 09.06.2010
(Ljósm. Helgi Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Sigmundsson)
1 af 8
Þjálfurum hefur fjölgað sem fylgjast með fyrirlestrum og dagskráin hefur gengið ágætlega.  Fyrir hádegishlé fór Nebosja Vidic yfir sókn með "Pick & roll".  Gustavo Gonzalez fór svo yfir vörn á móti "Pick & roll" eftir hádegismatinn.  Fróðlegar umræður spunnust á fyrirlestrunum og skiptust þjálfarar á skoðunum og spurningum.  Öllum varð ljóst að ákveðin þróun hefur átt sér stað í þessum atriðum og alltaf má fínpússa leikinn sem við öll unnum.  Er hægt að gera of mikið af fundum sem þessum?  Meðfylgjandi eru myndir frá fyrirlestrunum. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagur #4 - Polygon

Körfubolti | 09.06.2010
Yfirlit yfir þrautabrautina.  (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
Yfirlit yfir þrautabrautina. (Ljósm. Helgi Sigmundsson)
1 af 12
Æfingar og kennsla gengu vel í dag.  Nú er farið að síga á seinni hluta æfingabúðanna þessu sinni og krakkarnir hafa vanist skipulaginu vel.  Allir lögðu sig vel fram og margir að taka ágætum framförum.  Æfingarnar voru líkt og áður tvær í dag fyrir alla hópana.  Auk þess tók hluti af elsta hópnum þátt í sýnikennslu á þjálfaranámskeiðinu sitt hvoru megin við hádegismatinn og eðlilegt að einhverjir séu byrjaðir að finna fyrir þreytu þegar líður á daginn.  Í kvöld var breytt til og í stað æfinga og æfingaleikja, var farið í þrautabraut eða s.k. "Polygon". Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Borce Ilievski

Körfubolti | 09.06.2010
Borce Ilievski.  (Ljósm. H.Sigm)
Borce Ilievski. (Ljósm. H.Sigm)
Borce Ilievski er yfirþjálfari Körfuboltabúðanna og þarf vart að kynna.  Hann og kollegar hans hafa haft í mörg horn að líta síðustu vikuna og eiga hrós skilið fyrir frábærar æfingabúðir.  Hann var að sjálfsögðu fenginn í viðtal við KFÍ-síðunna og beðinn um að segja nokkur orð í lok búða.

"Ég vona að í framtíðinni munum við halda áfram að bjóða krökkum á Íslandi upp á æfingabúðir af þessu tagi, með það eina sameiginlega markmið að þróa og bæta öll saman körfuboltann á Íslandi"
Nánar