Vel gekk í dag hjá flestum en vissulega eru margir farnir að finna fyrir þreytu, en slíkt fylgir búðalífinu og er ekki óvænt. Fylgt var áætlun með æfingar líkt og flesta daga. Þjálfaranámskeið og minniboltaæfingar voru á sínum stað. Í kvöld var rútínan brotin upp og keppt í ýmsum skotleikjum (víti og 3ja stiga). Þeir sem best stóðu sig komust sem sagt í úrslit sem fara fram á laugardag, áður en búðunum verður slitið og sigurvegarar fá viðurkenningar fyrir árangurinn. Hægt er að fara á myndasíðuna hér og skoða myndir frá því í dag.
NánarOkkur er gleðiefni að tilkynnaað okkar frábæru afreksmenn, hjónin Jón Oddsson og Marta Ernstsdóttir munu vera með fyrirlestra í búðunum á morgun, föstudag.
Jón mun taka fyrir lyftingaþjálfun og mun fyrirlestur hans vera í stofu 17 í menntaskólanum kl. 11.00.
Fyrirlestur Jóns er fyrir þjálfara og hóp 4, elstu iðkendurna. Áhugasamir úr yngri hópum eru að sjálfsögðu velkomnir.
Marta mun taka fyrir Yoga fyrir íþróttamenn. Hún mun þarna kenna teygjur, öndun, slökun og einbeitingu. Fyrirlestur hennar verður í íþróttahúsinu kl. 13.15 og er fyrir þátttakendur búðanna og aðra áhugasama.