Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Styttist í setningu búðanna - Praktísk atriði

Körfubolti | 03.06.2010
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
(Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Nú fer þetta allt að bresta á.  Fjörið hefst á sunnudag kl. 10.00 og mun standa í heila viku.  Við viljum minna á nokkur praktísk atriði fyrir brottför. Nánar

Ari Gylfason er kominn til KFÍ

Körfubolti | 02.06.2010
Ari Gylfason   (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Ari Gylfason (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
En bætist í hóp KFÍ og það gleður okkur að tilkynna að Ari Gylfason (Gylfa Þorkelssonar) er kominn til KFÍ og skrifaði undir í kvöld og erum við hæstánægð með að fá piltinn sem hefur verið í Fsu og Þór frá Þorlákshöfn. Fleiri fréttir eru væntalegar á næstu dögum um leikmenn sem eru að skrifa undir hjá okkur og eru það gleðifréttir enda skemmtilegt tímabil framundan í Iceland Express deildinni. Nánar

Daði Berg Grétarsson gengur til liðs við KFÍ

Körfubolti | 02.06.2010
Daði Berg Grétarson   (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Daði Berg Grétarson (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Hinn bráðefnilegi fyrrum leikmaður ÍR, FSU og Ármanns skrifaði undir samning við KFÍ í kvöld. Við erum hæstánægð að fá drenginn til liðs við okkur og bjóðum hann hjartanlega velkominn ! Nánar

Viðtal við nýráðin yfirþjálfara KFÍ

Körfubolti | 02.06.2010
B.J Aldridge í sumarskapi
B.J Aldridge í sumarskapi
B.J Aldridge er nýráðin þjálfari KFÍ og er hér á Ísafirði í heimsókn til að stilla strengina fyrir komandi átök í Iceland Express deildinni. Fréttaritari KFÍ.is settist niður með honum á kaffihúsi og tók við hann viðtal um hann og hvað koma skal. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Breyting á þjálfarahópnum

Körfubolti | 01.06.2010
Coach Gonzalez í action
Coach Gonzalez í action
Okkur voru að berast þær fréttir að Alejandro Martinez kæmist ekki til okkar vegna óviðráðanlegra orsaka.  Hafðar voru snarar hendur og landi Alejandro fenginn í staðinn, heitir hann Gustavo Rios Gonzalez og mun starfa við búðirnar í stað Alejandro.  Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagskráin

Körfubolti | 01.06.2010 Þá liggur nákvæm dagskrá búðanna fyrir.  Stíf dagskrá frá morgni til kvölds. 

Æfingar byrja kl. 08.00 á morgnanna og síðustu hætta kl. 22.00 á kvöldin. 

Nákvæma dagskrá má finna hér. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Lægra verð fyrir minniboltakrakka!

Körfubolti | 30.05.2010
Minnibolti KFÍ fyrir nokkrum árum, þarna má þekkja nokkra drengjaflokksmenn
Minnibolti KFÍ fyrir nokkrum árum, þarna má þekkja nokkra drengjaflokksmenn
Nú er ekki nema vika þar til körfuboltabúðir KFÍ hefjast og er allt að verða klárt.  Fullt er í eldri hópana og ekki unnt að tak við frekari skráningum þar.  Hins vegar er nóg pláss í minniboltann, fyrir aldur 7-10 ára.  Stjórn búðann hefur því ákveðið að lækka verðið í kr. 4.000 pr. þátttakanda(var áður kr. 10.000).  Nánar

Craig vs Rondo

Körfubolti | 29.05.2010
Craig vs Rondo
Craig vs Rondo
Hérna er smá moli fyrir þá sem ekki vita þá spilaði Craig gegn Rondo fyrir nokkrum árum. En hann er ekki að auglýsa það hann Craig enda Rondo bara eins og næsti maður í hans augum. Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ

Körfubolti | 21.05.2010
Flottur hópur
Flottur hópur
1 af 4
Síðastliðinn fimmtudag fór uppskeruhátíð KFÍ fram með pompi og prakt.  Iðkendur og fjölskyldur þeirra fjölmenntu í íþróttamiðstöðina að Suðureyri þar sem farið var í leiki, boðið upp á pylsur og veittar viðurkenningar.
Fleiri myndir frá uppskeruhátíðinni má síðan finna undir myndum hér til vinstri á síðunni Nánar

Uppskeruhátíð KFÍ

Körfubolti | 10.05.2010

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldinn á fimmtudaginn kemur þann 13. maí kl. 14.00. Hátíðin mun fara fram í íþróttahúsinu Suðureyri.  Margt verður til gamans gert, farið í körfu, sund og að sjálfsögðu veittar viðurkenningar fyrir afrek vetrarins.

Pylsur/pulsur verða í boði unglingaráðs og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að koma með börnum sínum og endilega taka systkini og ættingja með.

Áfram KFÍ.

Nánar