Nú er það staðfest að Igor Tratnik og Crag Schoen koma aftur til KFÍ eftir sumarfrí. Þeir skrifuðu báðir undir samning við okkur og er mikil ánægja með það hjá öllum í félaginu enda toppleikmenn og ekki síður frábærir drengir þar á ferð. Þetta verður þá þriðja tímabil Craig hjá okkur og er hann orðinn íbúi Ísafjarðarbæjar og stoltur af því líkt og Igor, sem kann mjög vel við sig hér og hlakkar til að mæta hér fyrir átök næsta vetrar.
NánarKFÍ sigraði Ármann örugglega nú fyrr í kvöld, 85-58. Það var ekki mikil mótspyrna frá liði Ármanns í kvöld. Igor sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Hann tróð eins og óður væri og hleypti salnum upp. Svona tilþrif eru kærkomin á Jakanum. Það er gaman að segja frá því að allir leikmenn skoruðu og liðsheildin var frábær. Vörnin small og bros á hverju andliti. Nú er bikarinn kominn til okkar og undirbúningur á fullu fyrir næsta tímabil :)
Strákarnir eru flottir og skemmtilegur dagur sð kveldi kominn. Næsta stóra verkefni eru Körfuboltabúðir KFÍ 2010 !!!
Áfram KFÍ.
Nánar