Fréttir - Körfubolti

Tilkynning

Körfubolti | 19.03.2010 Í ljósi þeirrar miklu umræðu sem hefur farið fram á samskiptavefum, fréttasíðum og meðal stuðningsmanna KFÍ er rétt að kom á framfæri eftirfarandi atriðum: Nánar

Aðalfundur

Körfubolti | 18.03.2010 Aðalfundur KFÍ verður haldinn fimmtudaginn 25. mars kl. 20.00.
Fundarstaður:  Íþróttahúsið Torfnesi, efri hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn KFÍ Nánar

Fréttatilkynning frá stjórn

Körfubolti | 16.03.2010 Samkomulag hefur verið gert á milli Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar (KFÍ) og Borce Ilievski um að framlengja ekki samning á milli aðila. Samkomulag er um að Borce starfi fram yfir Körfuboltabúðirnar sem er verið að skipuleggja í byrjun júní. Borce skilar góðu búi hjá KFÍ. Meistaraflokkur félagsins er kominn í Iceland Express deildina og mjög góðum gangur er í yngri flokkum félagsins.

Félagið þakkar Borce samstarfið síðustu fjögur ár góð  og óskum Borce og fjölskyldu velfarnaðar í því  sem þau taka sér fyrir hendur í framtíðinni.

Stjórn KFÍ. Nánar

11.flokkur með tvo sigra og tvö töp.

Körfubolti | 13.03.2010
Góður sigur í dag.  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Góður sigur í dag. (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Strákarnir úr 11. flokk lögðu Fsu fyrir skömmu með 15 stigum í gær. Við töpuðum svo illa fyrir Fjölni, töpuðum með nokkrum stigum gegn Snæfell, en unnum síðan ÍR. Erfitt hefur reynst að ná í þjálfara og fararstjóra, en frekari fréttir verða settar inn þegar leikskýrslur og ferðasaga kemur frá Borce og Kötu farastjóra.

Áfram KFÍ. Nánar

8.flokkur drengja sigraði í fyrsta leiknum á Akureyri.

Körfubolti | 13.03.2010
Strákarnir skerptu klærnar
Strákarnir skerptu klærnar
Nú í þessu voru drengirnir okkar að leggja Fsu eftir framlengdan leik. Lokatölur 43-37. Þess má geta að strákarnir misstu 8 vítaskot í röð :) en bættu upp með að sýna frábæran karakter og sigra. 

Áfram KFÍ. Nánar

Igor og Craig skrifa undir !

Körfubolti | 13.03.2010
Craig kemur aftur í haust!
Craig kemur aftur í haust!

Nú er það staðfest að Igor Tratnik og Crag Schoen koma aftur til KFÍ eftir sumarfrí. Þeir skrifuðu báðir undir samning við okkur og er mikil ánægja með það hjá öllum í félaginu enda toppleikmenn og ekki síður frábærir drengir þar á ferð. Þetta verður þá þriðja tímabil Craig hjá okkur og er hann orðinn íbúi Ísafjarðarbæjar og stoltur af því líkt og Igor, sem kann mjög vel við sig hér og hlakkar til að mæta hér fyrir átök næsta vetrar.

Nánar

8. og 11. flokkur á ferðinni.

Körfubolti | 13.03.2010
11.flokkur eru tilbúinir.  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
11.flokkur eru tilbúinir. (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
8. flokkur KFÍ er á Akureyri núna að keppa á fjölliðamóti á Akureyri og eru það með Fsu, Sindra, ÍR og Þór Ak. Fyrsti leikruinn er gegn Fsu og hefst kl.15.00. Við munum fylgjast með og skrifa um leikina um leið og við fáum fréttir.

Á sama tíma eru strákarnir í 11. flokk í Stykkishólmi að keppa með Fjölnir, Snæfell og ÍR. Fyrsti leikur þeirra er gegn Fjölni kl. 17.00 í dag um komum við með fréttir það einni um leið og við heyrum eitthvað.

Áfram KFÍ Nánar

Sigur í síðasta leik

Körfubolti | 12.03.2010
KFÍ eru bestir !!
KFÍ eru bestir !!
1 af 17

KFÍ sigraði Ármann örugglega nú fyrr í kvöld, 85-58. Það var ekki mikil mótspyrna frá liði Ármanns í kvöld. Igor sýndi enn og aftur hversu góður leikmaður hann er. Hann tróð eins og óður væri og hleypti salnum upp. Svona tilþrif eru kærkomin á Jakanum. Það er gaman að segja frá því að allir leikmenn skoruðu og liðsheildin var frábær. Vörnin small og bros á hverju andliti. Nú er bikarinn kominn til okkar og undirbúningur á fullu fyrir næsta tímabil :)

Strákarnir eru flottir og skemmtilegur dagur sð kveldi kominn. Næsta stóra verkefni eru Körfuboltabúðir KFÍ 2010 !!!

Áfram KFÍ. 

Nánar

8.flokkur stúlkna fær heimsókn

Körfubolti | 12.03.2010
Stelpurnar eru klárar, en þú ??
Stelpurnar eru klárar, en þú ??
8.flokkur stúlka fær ÍR og Snæfell í heimsókn og er liður í Íslandsmótinu. Það verður gaman á Jakann n.k laugardag. Lið UMSB er sárt saknað, en þær áttu því miður ekki heimangengt að þessu sinni. Leikirnir eru frá 14.00 til 17.00 og eru stúlkurnar okkar að keppa fyrsta leikinn kl.14.00. Við hvetjum allt til að koma og hvetja þær áfram !!


Áfram stúlkur Nánar

KFÍ - Ármann: BIKARINN Á LOFT Á JAKANUM!

Körfubolti | 11.03.2010
Þetta er í þriðja sinn sem KFÍ hampar 1.deildartitilinum...
Þetta er í þriðja sinn sem KFÍ hampar 1.deildartitilinum...
1 af 3
KFÍ fær Ármann í heimsókn í morgun í síðasta leik meistaraflokksins í vetur. Eins og flestir vita þá hefur KFÍ þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og því verður mikið "húllumhæj" á leiknum auk þess sem formaður og framkvæmdarstjóri KKÍ afhenda liðinu deildarmeistarabikarinn í lok leiks.

Við hvetjum alla að koma og fagna með okkur þessu frábæra árangri og gera læti á Jakanum !!!!!!! 

Fyrir þá sem eiga ekki heimagengt þá er leikurinn sendur út í beinni á netinu á KFÍ TV sem endranær.

Þess má geta að Ármann vann fyrri leik liðanna í vetur 83-77 og því á KFÍ harma að hefna.

ÁFRAM KFÍ!! Nánar