Fréttir - Körfubolti

Drengjaflokkur tekur á móti Stjörnunni úr Garðabæ.

Körfubolti | 23.02.2010
Strákarnir eru að stækka og vert að missa ekki af því að sjá þá áður en þeir eru orðnir fullorðnir :)
Strákarnir eru að stækka og vert að missa ekki af því að sjá þá áður en þeir eru orðnir fullorðnir :)
Strákarnir úr drengjaflokk taka á móti Stjörnunni á laugardag 27 feb. og hefst leikurinn kl. 13.00. Þeir hafa staðið sig vel í vetur og verður mjög gaman að sjá leikinn og skorum við á fólk að koma og líta á efniviðinn okkar, þeir eru þess virði !!!

Áfram KFÍ  Nánar

Gaui spáir hörkuleikjum í bikarúrslitinum í dag!

Körfubolti | 20.02.2010

Rétt í þessu var að birtast viðtal við Gauja á karfan.is.  Enginn er spámaður í sínu heimalandi og fréttaritari kfi.is hallast að því að Guðjón hafi haft það í huga þegar hann nefnir ekki hvort liðið muni sigra.  Það er samt líklega mikið til í spádómnum um að þetta verði hörkuspennandi leikir, bæði í kvenna og karlaúslitunum, og körfuboltaáhugamönnum óhætt að búa sig undir mikla skemmtunn í dag.

Gaui getur þess í lok viðtals að KFÍ fólk verði á Suðureyri að fylgjast með leikjunum í beinni.  Leikmenn og aðstandendur liðsins ætla að koma saman á veitingastaðnum Talisman og má vænta þess að þar náist góð stemning.  Óskum við öllum góðrar skemmtunnar í dag.

Nánar

KFÍ skrefi nær Iceland Express deildinni

Körfubolti | 13.02.2010
Igor er á flugi þessa dagana. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Igor er á flugi þessa dagana. Mynd Halldór Sveinbjörnsson

KFÍ komst einu skrefinu nær Iceland Express deildinni í kvöld eftir baráttusigur gegn Skallagrím í Borgarnesi. Lokatölur 76-77 ! Igor Tratnik var í stuði og skoraði 33 stig og var með 14 fráköst og 5 stoðsendingar og var langstigahæstur drengjanna. Annar var þetta góð vörn sem skóp þennan sigur og var liðsheildin sterk. Nú eru þrír leikir eftir hjá KFÍ og þurfum við einn sigur í viðbót til þess að komast beint upp um deild.

Næsti leikur KFÍ er sunnudagskvöldið 28 febrúar gegn spræku liði ÍA og geta með sigri þar tryggt sér sæti í efstu deild :) En það ber að geta þess að enginn er byrjaður að fagna enn. Við þurfum að einbeita okkur og missa ekki sjónar á takmarkinu. Einn leikur í einu er málið og allir leikir eru mikilvægir.

Það má gera ráð fyrir að fullt verði út úr dyrum á þessum leik og er mikil stemning í Ísafjarðarbæ.

Áfram KFÍ.

Nánar

Meistaraflokkur KFÍ leikur gegn Skallagrím á föstudagskvöld.

Körfubolti | 11.02.2010
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Strákarnir í meistaraflokk eru að leggja í ferð til Borgarnes á morgun og keppa við lið Skallagríms. Það er ætíð erfitt að keppa í Borgarnesi og áhorfendur þar eru með þeim skemmtilegustu á landinu. Það er okkar von að einhverjir Vestfirðingar komi  í Borgarnes og styðji við bakið á okkar drengjum.

Þetta verður án efa hörkuviðureign og má ekki gleyma því að þeir fóru illa með okkur í leiknum heima á Jakanum fyrr í vetur og unnu verðskuldaðan sigur. Það eru topp leikmenn þarna í báðum liðum, en það er hugur í okkar strákum að hefna ófaranna síðan síðast :)

Áfram KFÍ.  Nánar

10. flokkur stúlkna vann alla sína leiki

Körfubolti | 08.02.2010
10. flokkur stúlkna frá því fyrr í vetur
10. flokkur stúlkna frá því fyrr í vetur
10. flokkur stúlkna fór í Varmahlíð um helgina til að taka þátt í fjölliðamóti, c-riðli.  Stúlkurnar gerðu mjög góða ferð og unnu alla sína leiki.  Ferðasagan hér i meira. Nánar

KFÍ sigur!

Körfubolti | 07.02.2010
Igor í leiftursnúningi (mynd Halldór Sveinbjörnsson)
Igor í leiftursnúningi (mynd Halldór Sveinbjörnsson)
1 af 7

Leikmenn KFÍ mættu tilbúnir og hungraðir í þennan mikilvæga leik.  Strax í fyrsta leikhluta var tóninn gefinn og staðan eftir hann var 23 - 8 heimamönnum í vil.  Ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir gestina.  KFÍ liðið hélt einbeitingu sinni og varðist tilraunum Vals til þess að komast aftur inn í leikinn og að lokum fóru leikar svo að sannfærandi sigur KFÍ var í höfn, 89-65!  KFÍ situr örugglega á toppnum í fyrsta sæti 1. deildar og héðan af verður ekki lituð um öxl.  Frábær leikur og góð skemmtun fyrir áhorfendur.

Nánar

Drengjaflokkur - Auðveldur sigur gegn Val

Körfubolti | 07.02.2010
Gautur átti stórleik með 20 stig.
Gautur átti stórleik með 20 stig.

Drengjaflokkur vann auðveldan sigur gegn Völsurum 106-54. Eins og lokatölur gefa til kynna var þetta nokkuð mikil einstefna, nokkuð mikil breyting frá fyrri leik þessara liða sem fór í 4 framlengingar. Munar að vísu aðeins um Togga fyrir Valsarana.

Nánar

Nýr leikmaður til KFÍ

Körfubolti | 05.02.2010
Almar Guðbrandsson. Mynd keflavik.is
Almar Guðbrandsson. Mynd keflavik.is

Það eru gleðilegar fréttir fyrir KFÍ að Almar Guðbrandsson frá Keflavík hefur ákveðið að flytja vestur til okkar. Strákurinn er 19 ára og 208 cm á hæð og hefur spilað fyrir lið Keflavíkur allan sinn feril. Almar er kominn til að vera og bjóðum við hann hjartanlega velkominn. ,,Góðir hlutir gerast seint" og ,,Dropinn holar steininn" er oft sagt. Svo er hér hjá KFÍ, en við höfum ætíð haft það að leiðarljósi að styrkja okkur með íslenskum leikmönnum. Sú er að verða raunin og fögnum við þeirri þróun mjög.

Nánar

Æfingabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 04.02.2010
Fjör s.l. sumar í æfingabúðum KFÍ 2009.
Fjör s.l. sumar í æfingabúðum KFÍ 2009.
Æfingabúðir KFÍ 2010 eru komnar á dagskrá og verða þær með svipuðu sniði og í fyrra. Ekkert verður slakað á í gæðum og erlendir þjálfarar búðana verða tilkynntir innan tíðar. Setning búðana verður mánudaginn 7 júní til sunnudagsins 13 júní.
Mikil ánægja var með hvernig til tókst í fyrra og er kominn tilhlökkun í mannskapinn hér að gera þetta aftur og ljóst að þetta verður fastur liður hjá okkur á næstu árum.

Nú þegar eru komnar fyrirspurnir frá félögum um allt land og munum við því reyna flýta því að setja inn fréttir hvernig þessu verður háttað og byrja að taka við pöntunum.
Nánar

Valsmenn flykkjast vestur

Körfubolti | 04.02.2010
Við erum klár í slag
Við erum klár í slag
Á sunnudaginn n.k. koma Valsmenn hingað og verður margt um manninn. Það er vegna þess að keppt verður í drengja og meistaraflokk sama dag. Fyrri leikur dagsins er hjá drengjaflokk og hefst kl.14.00 og sá síðari er stórviðureign sömu liða í meistaraflokk og hefst sá leikur kl 19.15.


Það verður hörkuslagur þennan sunnudag, en núna eru strákarnir í meistaraflokk í efsta sæti 1. deildar með 22 stig en Valur kemur þar á eftir með 20 stig. Fyrri leikur þessara liða var allsvakalegur og má geta þess að Valsmenn náðu að vera 16 stigum á undan okkur í hálfleik, en með frábærum leik komum við til baka í seinni hálfleik og unnum 11 stiga sigur.  

Þetta er toppslagur af bestu gerð og eru ALLIR hvattir til að koma á leikina báða á sunnudag og styðja við bakið á okkar strákum. Um er að ræða tvöfaldan skammt af körfubolta sem ætti að gleðja alla.

Mætum á Jakann og styðjum liðið okkar til sigurs, og það tvisvar á sama degi :)

Áfram KFÍ
Nánar