Körfubolti | 11.03.2010
Hér er Dragan Vasilov í heimsókn í æfingabúðum á Filipseyjum fyrir 3 mánuðum.
Nú getum við staðfest að Dragan Vasilov hefur boðað koma sína í æfingabúðirnar í sumar. Hann er formaður þjálfarasambands Makedóníu og hefur yfirumsjón hjá körfuknattleikssambandi í Makedóníu með vali í landslið. Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af þjálfun og hefur komið víða við. Það verður gaman að hitta hann í sumar og hann er góð viðbót í þjálfarateymi búðanna. Við reiknum svo með því að reka smiðshöggið á þennan þátt í undirbúningnum á næstu dögum og eigum von á staðfestingu á komu þeirra Toni Radic frá Króatíu og Nebosja Vidic frá Serbíu. Nebosja var hér í fyrra og er okkur að góðu kunnur, enda verður þetta þriðja sumarið sem hann hittir drengina úr KFÍ í æfingabúðum. Borce Ilievski er yfirþjálfari búðanna líkt og í fyrra.
Þetta lofar góðu og ætti að verða fínn vettvangur fyrir bæði leikmenn og þjálfara til þess læra nýja hluti og leggja grunn að undirbúningi næsta tímabils.
Nánar
Körfubolti | 09.03.2010
U18 ára landslið Spánar 2009.
Undirbúningur æfingabúðanna í sumar er í fullum gangi og nú höfum við fengið staðfestingu frá Alejandro Martínez Plasencia um að hann sé væntanlegur í búðirnar. Alajandro Martínez er aðalþjálfari U18 ára landsliðs Spánar sem lenti í 5. sæti í Evrópukeppninni í ágúst 2009. Auk þessa þá þjálfar hann lið Laguna Canarias á Tenerife sem er í Adecco LEB oro deildinni á Spáni.
Það er augljóslega mikill fengur að fá þjálfara með slíka reynslu og þekkingu til liðs við okkur í sumar. Að öllu óbreyttu munu búðirnar hefjast 6. júní og munum við á allra næstu dögum tilkynna endanlega staðfesta dagsetningu og birta um leið hvar og hvernig leggja skuli pantanir inn. Stefnir allt í spennandi körfuboltabúðir á Ísafirði í júní 2010!
Nánar
Körfubolti | 08.03.2010
Gaui .Þ í viðtali
Hér er viðtal sem var á karfan.is s.l. föstudag og birtum við það hér fyrir okkar lesendur:
Ísfirðingar mæta í Þorlákshöfn í kvöld og leika þar gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla. KFÍ tryggði sér á dögunum sæti í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en liðið á samt tvo leiki eftir í deildarkeppni 1. deildar, gegn Þór í kvöld og svo á heimavelli gegn Ármenningum í síðustu umferð. Karfan.is setti í samband við Hr. Körfubolta á Ísafirði en sá er betur þekktur sem Guðjón Þorsteinsson en hann á von á því að Haukar komi með KFÍ upp í úrvalsdeild.
Nánar
Körfubolti | 07.03.2010
Þetta var á köflum leikur 3ja stiga skyttanna og oft heitt í kolunum í "Gufubaðinu"!
KFÍ í sókninni!
Engir stuðningsmenn KFÍ hafa farið á fleiri útileiki!
Borce bruggar Þór launráð í leikhlénu.
KFÍ tók síðasta útileikinn í kvöld gegn Þór frá Þorlákshöfn. Lokatölur 67-76 og var sigurinn aldrei í hættu. Það var Denis sem byrjaði með látum og setti niður þrjá flott þrista og fyrsti leikhluti fór 17-21. Meira jafnræði var í öðrum leikhluta þar sem Magnús Pálsson var okkur erfiður og skoraði nokkrar flottar körfur, en staðan þegar gengið var til hálfleiks var 41-46.
Nánar
Körfubolti | 05.03.2010
Við komum á sunnudag með uppáhaldsvélinni okkar
Leik Þórs Þ. og KFÍ sem átti að vera í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs en ekkert hefur verið flogið frá Reykjavík í dag. Nýr leiktími er næstkomandi sunnudag kl. 19.15.
Nánar
Körfubolti | 03.03.2010
Hér koma vestfirskir krakkar :)
Þá er komið að því. ,,púkarnir okkar" litlu eru að fara á flotta mótið í Keflavík. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem telur um 13 krakka og 12 foreldra, 2 afa og 1-4 þjálfara :) Það er ekki alveg hægt að segja hverjum hlakkar meira til þeim litlu eða þeim stóru. Við fórum öll á mótið hjá Fjölni í haust og þá var fjör, og við vitum að það verður ekki síðra í Keflavík !!
Áfram KFÍ.
Nánar
Körfubolti | 01.03.2010
Góðir félagar og stuðningfólk. Nú eru KFÍ treyjurnar komnar til sölu og er hægt að panta á gaui@kfi.is og gef ég þá frekari upplýsingar. Verð á treyjunum er aðeins 5000.- Isk :) Koma svo og panta sér treyju og koma í henni á leikinn gegn Ármanni 12 mars þar sem við tökum við bikarnum !!
Nánar
Körfubolti | 01.03.2010
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.
Piltarnir í drengjaflokki unnu nokkuð öruggan sigur gegn Stjörnunni, lokatölur 66-58.
Stjörnumenn skoruðu fyrstu körfu leiksins en KFÍ svarar með 7 stigum í röð og hélt forystunni út leikinn. Við náðum aldrei að hrista Stjörnumennina almennilega af okkur en þeir börðust vel og hengu alltaf inni í leiknum. Staðan eftir fyrsta fjórðung 15-12, 33-27 í hálfleik, 50-39 eftir þriðja og vorum við komnir í 17 stiga forystu um miðjan 4. fjórðung. Þá tóku Stjörnumen aðeins við sér og löguðu stöðunu og enduðu leikar 66-58 eins og áður segir.
Nánar
Körfubolti | 28.02.2010
Flaggað - Deildarmeistarar 2010
Það var talsvert pressað. Danni gaf ekkert eftir.
Denis og Florian einbeittir í vörninni.
Atli Rafn leggur boltann snyrtilega ofaní.
Varnarleikurinn vinnur titla.
Áhorfendur skemmtu sér konunglega og voru að "fíla" leikinn.
Er hann á hreyfingu í screeninu?
Tími!
KFÍ tryggði sér 1.deildartitilinn með öruggum sigri á ÍA, 112-58 og eru því komnir upp í Iceland Express deildina.
Það var ljóst frá byrjun að KFÍ ætlaði sér að tryggja sér sætið í kvöld. Þeir komu ákveðnir til leiks og eftir smá hikst í byrjun þá fór staðan úr 8-4 í 16-4 og var Craig að stjórna leiknum eins herforingi. KFÍ skipti ört og voru þeir sem komu inn tilbúnir í að spila stífa vörn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 30-15.
Nánar
Körfubolti | 25.02.2010
,,Já við getum" :)
Á sunnudagskvöldið n.k. koma strákarnir frá
ÍA í heimsókn og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Ef KFÍ
sigrar í leiknum þá erum við búnir að tryggja okkur sæti Í Iceland Express deildinni næsta vetur. Á sama tíma er hver leikur fyrir ÍA mikilvægur þar sem þeir eru að reyna að halda sér uppi í
1. deild, en ÍA og Ármann berjast um fallið niður með Hrunamönnum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu fyrir þá sem ekki komast á leikinn.
Nánar